Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s
M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . J Ú N Í 2 0 2 11 1 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R
Lægra verð - léttari innkaup
GOTT Á GRILLIÐ
Í NÆSTU NETTÓ
TILBOÐ GILDA 16. -- 20. JÚNÍ
Heilt
nauta
rib-eye
Danish Crown
2.759KR/KG
ÁÐUR: 4.599 KR/KG
Kjúklingabringur
Grilltvenna
1.866KR/KG
ÁÐUR: 2.665 KR/KG
Hamborgarar
4x90 gr
með brauði
798KR/PK
ÁÐUR: 998 KR/PK
40%
AFSLÁTTUR 30%AFSLÁTTUR 20%AFSLÁTTUR
Borgarstjóri telur ekki rétt að
stytta opnunartíma skemmti-
staða varanlega eins og lög-
regla kallar eftir. Sagan sýni
að styttri opnunartími þýði
ekki endilega aukið öryggi.
adalheidur@frettabladid.is
REYKJAVÍK Ekki stendur til að festa
styttri opnunartíma skemmtistaða
í miðborg Reykjavíkur, sem inn-
leiddur var vegna sóttvarnaaðgerða,
til frambúðar. Þetta segir Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri.
„Hættan er sú að ef styttri opn-
unartími verður viðvarandi þegar
samkomutakmörkunum sleppir
færist skemmtanahaldið einfald-
lega út á stræti og torg og í íbúða-
hverfi og heimahús af því barir og
veitingastaðir loka allir í einu,“ segir
Dagur og vísar til stöðunnar fyrir
tuttugu árum áður en opnunartími
var gefinn frjálsari.
„Sagan kennir okkur að það þýðir
ekki endilega aukið öryggi, færri
afbrot eða meira næði að hafa opn-
unartímann styttri. Ég myndi hins
vegar fagna því að fólk byrji fyrr og
fari þá líka fyrr heim eins og hefur
verið áberandi að undanförnu, það
verði nýr partur af skemmtana-
menningunni. Vonandi er sú þróun
komin til að vera,“ segir Dagur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur kallað eftir því í fjölmiðlum
að undanförnu að styttri opnunar-
tími skemmtistaða verði tekinn til
umræðu meðal hagsmunaaðila í ljósi
reynslunnar undanfarið ár. Í svari
Reykjavíkurborgar við fyrirspurn
Fréttablaðsins kemur fram að ekki
hafi borist formlegt erindi til borgar-
ráðs um samtal en borgarstjóri segist
ræða reglulega við lögreglustjóra um
málefni miðborgarinnar.
„Það hafa sannarlega orðið
afgerandi og jákvæðar breytingar
í afbrotatölfræðinni á meðan sam-
komutakmarkanir hafa verið í gildi.
Þetta hefur verið tengt við styttri
opnunartíma skemmtistaða og
örugglega er eitthvað til í því. Það
má þó ekki gleyma því að sam-
komutakmarkanir vegna farald-
ursins hafa ekki síður haft áhrif á
aðrar skemmtanir og partý í heima-
húsum. Það hefur líklega ekki síður
skilað sér í fækkun afbrota í ákveðn-
um brotaflokkum,“ segir Dagur og
bætir við:
„Reykjavíkurborg vill öruggt
skemmtanalíf. Það stendur hins
vegar ekki til að festa þann styttri
opnunartíma, sem innleiddur var
vegna sóttvarnaaðgerða, til fram-
búðar. Borgin vill vinna áfram að
öruggari skemmtistöðum í sam-
vinnu við rekstraraðila og lögreglu
og það getur verið fullt tilefni til að
fjölga þeim stöðum sem taka þátt í
því. Jafnframt munum við fylgjast
áfram með þróuninni í góðri sam-
vinnu við lögreglu og bregðast við
eftir því sem tilefni verður til.“ ■
Vill ekki stytta opnunartíma skemmtistaða
Sagan kennir okkur að
það þýðir ekki endi-
lega aukið öryggi, færri
afbrot eða meira næði
að hafa opnunartím-
ann styttri.
Dagur B.
Eggertsson,
borgarstjóri.
Fyrsta þota flugfélagsins Play flaug yfir höfuðborgarsvæðið í gær og vakti töluverða athygli. Eðlilega, enda langt síðan flugvélar hafa sést á sveimi yfir borginni, hvað þá fagurrauðar. „Þetta var risa-
dagur fyrir okkur,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, skælbrosandi en vélin er sú fyrsta af þremur sem Play fær á næstu vikum. Það er nauðsynlegt að endurreisa ferðaþjónustuna og við ætlum ekki
að láta okkar eftir liggja. Við erum í skýjunum yfir þeim viðtökum sem við erum að fá hjá Íslendingum og ferðalöngum sem eru á leið til landsins,“ segir Birgir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK