Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 6
Allir hundar geta bitið. Þess vegna þarf að meta hvern og einn hund fyrir sig. Freyja Kristins- dóttir, formaður FÁH. Markaðurinn er nú einnig hlaðvarp! Nú er hægt að hlusta á þætti Markaðarins á Spotify, Google podcasts o.fl. hlaðvarpsveitum. – Vettvangur viðskiptalífsins urduryrr@frettabladid.is UMHVERFISMÁL  Mikilvægt er að afmá stíga eða slóða sem eru ekki lengur í notkun við gosstöðvarnar, segir René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Þegar þessar leiðir eru byggðar upp hefur verið leitað eftir áliti Umhverfisstofnunn- ar og við höfum alltaf bent á það sem þarf að huga að því að afmá.“ Það er stefna stofnunarinnar að alltaf skuli afmá jarðrask eftir fram- kvæmdir og á það einnig við um svæðið í kringum gosstöðvarnar. „Stofnunin mælir með því og telur það vera nauðsynlegt til að bæta ásýnd svæðisins, sérstaklega því þetta verður mjög fjölsótt svæði. Bara það að afmá þessa slóða sem eru ekki í notkun bætir upplifun fólks og er líka náttúruverndarráð- stöfun,“ segir René. Hann bendir á að þegar hraun- rennsli er ekki lengur að breyta ákveðnum svæðum verði hægt að setja upp áætlun um hvernig varan- legir stígar eða slóðar eiga að vera. Hann giskar á að enn sé töluvert í framkvæmdirnar enda hraunið enn að færa sig. Þá bendir René á að þær leiðir sem hafa verið lagðar síðan eldgos hófst séu bráðaaðgerðir sem taldar hafa verið nauðsynlegar til að bæta öryggi og aðgengi viðbragðs- aðila á svæðinu. „Uppbygging gos- svæðisins sem ferðamannastaðar er langtímaplan sem fer í hefðbundið skipulagsferli,“ segir hann. Þar sem svæðið er ekki friðlýst, fyrir utan hraunið sjálft sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt nátt- úruverndarlögum, eru aðgerðir þar ekki leyfisskyldar hjá Umhverfis- stofnun. Stofnunin er umsagnarað- ili og gefur ábendingar um hvernig megi gera hlutina. Sveitarfélög og landeigandi þurfi að framkvæma. n Nauðsynlegt að afmá slóða til að bæta ásýnd Sumir slóðar eru ekki lengur í notkun sökum hraunflæðis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þremur nýjum hundategund- um verður bætt við á bann- lista þar sem MAST telur þær hættulegar. Félag ábyrgra hundaeigenda telur bann af þessum toga ranga nálgun. kristinnhaukur@frettabladid.is DÝRALÍF Samkvæmt nýjum reglu- gerðardrögum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bætast þrjár hundategundir á bannlista til inn- f lutnings. Verða þær þá í heildina fjórar talsins. Félag ábyrgra hunda- eigenda segir löggjöfina í heild byggja á rangri nálgun. „Það er ekki hægt að segja að ákveðna tegundir séu hættulegar og að gera það veitir okkur falskt öryggi,“ segir Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og formaður félagsins, sem berst fyrir bættum réttindum hundaeigenda og bættu hunda- haldi í landinu. „Með því að banna ák veðnar tegundir verða ekki aðeins hættulausir hundar eftir í landinu. Allir hundar geta bitið. Þess vegna þarf að meta hvern og einn hund fyrir sig.“ Hundarnir sem um ræðir og Íslendingar hafa sóst eftir að f lytja inn eru Cane Corso, Presa Canario og Boerboel. Bætast þeir við Pit og Staffordshire Bull Terrier, Fila Brasileiro, Toso Inu og Dogo Arg- entino. Þá mun Matvælastofnun, MAST, áfram hafa heimild til að banna tegundir eða blendinga með rökstuddri ákvörðun. Freyja segir að það þurfi að vekja almenning til vitundar um hvernig eigi að nálgast hunda. „Í langflestum tilfellum bíta hundar vegna þess að fólk kann ekki að umgangast þá. Ef þeim líður illa í vissum aðstæðum og komast ekki burt getur eina leiðin þeirra verið að glefsa eða bíta frá sér,“ segir hún. Fólk hefur leitað til félagsins varðandi hundategundir sem ekki eru til í landinu. Freyja segir þó að þegar tegund sé komin á bannlista sé lítið hægt að gera. Hún bendir þó á mál hundsins Rjóma, af tegund- inni English bull terrier, sem MAST taldi hættulega en eigandinn hafði betur að lokum. „Ég held því miður að þekking MAST á atferli hunda og hunda- tegundum sé afar takmörkuð,“ segir Freyja. „Það er verið að fylgja mýtum, sögusögnum og fréttaflutn- ingi erlendis frá um þessar tegundir og þá sé betra að banna frekar fleiri en færri tegundir.“ Hrund Hólm, dýralæknir inn- og útf lutnings hjá MAST, segir teg- undamiðaðar reglur eins og gilda á Íslandi ekki óumdeildar. En á meðan heildarlöggjöf um hunda- hald skorti telji MAST þessa leið þá bestu í stöðunni. „Hérna skortir heildarlöggjöf um hundahald og yfirdýralæknir hefur ítrekað kallað eftir henni,“ segir Hrund. Hvað varðar þessar þrjár tegundir segir Hrund reglugerðina aðeins staðfesta núverandi verklag MAST. „Þessar þrjár tegundir hafa ítrekað verið bannaðar undanfarið ár á þeim forsendum að þær eru mjög líkar þeim sem eru nú þegar bann- aðar,“ segir hún. „Þar spilar inn í uppruni, ræktun, líkamsbygging, geðslag og notkun þessara hunda í gegnum tíðina.“ Hundarnir séu stórir og öflugir og hafi verið ræktaðir sem varðhundar, bardagahundar í dýraati eða til þess að veiða stór dýr. „Heilt yfir er mikil breidd innan tegunda, en þessir hundar hafa þannig eiginleika að það er nauðsynlegt að hafa vissa kunnáttu í allri umgengni við þá. Því ef þeir verða árásargjarnir geta þeir valdið miklu tjóni,“ segir hún. MAST dregur þó línuna við hunda sem eru þegar í landinu. Hundar sem hafa sögu sem varð- hundar eða ratað í fréttir vegna bita, svo sem Rottweiler, Dobermann og Husky, fara ekki á bannlista. Þær tegundir hafi heldur ekki oft ratað á bannlista annarra þjóða. n Bannlisti hundategunda röng nálgun Hinn suður-afríski Boerboel lendir á nýjum bannlista. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY helgivifill@frettabladid.is VIÐSKIPTI Frumtak Ventures hefur lokið við fjármögnun og stofnun nýs vísisjóðs, Frumtaks III, sem er sjö milljarðar að stærð. Ásthildur Otharsdóttir, fyrrverandi stjórnar- formaður Marels,  stýrir sjóðn- um. Þetta kemur fram í tilkynningu. Frumtak III mun f járfesta í nýsköpunarfyrirtækjum sem eru á fyrstu stigum fjármögnunar og þykja vænleg til vaxtar á alþjóð- legum mörkuðum. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn muni fjárfesta í átta til tíu fyrirtækjum fyrir um 200-500 milljónir í hverju félagi. Fjárfest- ingatímabil sjóðsins er fimm ár og starfstími tíu ár. Frumtak Ventures rak fyrir tvo vísisjóði, Frumtak og Frumtak II. Fyrsti sjóðurinn var stofnaður árið 2009 og hafa sjóðirnir fjárfest í 21 fyrirtæki frá stofnun. Þeirra á meðal eru Controlant, Meniga, Sidekick, Valka og DataMarket. Hagnaður vísisjóða Frumtaks á árinu 2020 nam samanlagt 2,2 milljörðum. n Frumtak með sjö milljarða vísisjóð Ásthildur Otharsdóttir, sjóðstjóri Frum- taks III. Vísisjóðir Frumtaks hafa til dæmis fjárfest í Controlant og Meniga. benediktboas@frettabladid.is STJÓRNMÁL Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjör- dæmis, mun ekki taka annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fari svo að hann haldi ekki fyrsta sætinu. Frá þessu greindi Haraldur í samtali við Bæjarins besta í gær. „Ég hef setið sem oddviti listans og gegnt stöðu fyrsta þingmanns kjördæmisins. Ég hef náð að stilla saman strengi allra þingmanna kjördæmisins til góðra verka. Ég er reiðubúinn að gera það áfram,“ segir hann við bb.is. Hann bendir á að fari svo að hann tapi fyrir Þórdísi Kolbrúnu muni hann ekki taka sæti á listanum. „Feli f lokksmenn öðrum það hlutverk er það skýr niðurstaða. Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu,“ segir hann. Haraldur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður flokksins, bítast um oddvitasætið. Alls eru níu í fram- boði, fjórar konur og fimm karlar. Prófkjör flokksins fer fram í dag og á laugardag. n Haraldur vill aðeins vera númer eitt Haraldur Benediktsson í ræðustól á Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Haraldur kom inn á þing árið 2013 eftir að hafa verið for- maður Bændasamtaka Íslands. 6 Fréttir 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.