Fréttablaðið - 16.06.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 16.06.2021, Síða 8
Í LOFTINU REYKJAVÍK SÍÐDEGIS VIRKA DAGA 16:00-18:30 Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! benediktboas@frettabladid.is   BANDARÍKIN Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að banna komur hunda frá fjölmörg- um löndum vegna hræðslu um að hundaæði berist til landsins. Bann- ið gildir frá 14. júlí og tekur meðal annars til Egyptalands, Keníu, Rúss- lands, Perú og Indlands. Ísland er ekki á listanum. Hafi hundurinn ekki leyfi frá yfir- völdum verði hann sendur aftur heim á kostnað eiganda síns. Um 5.000 tilfelli af hundaæði eru skráð á ári hverju í Bandaríkjunum en flest tengjast þau leðurblökum, þvotta- björnum, skúnkum og refum. ■ Meina hundum komu til landsins Rússneskir hundar þurfa sérstakt leyfi til ferða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Eiturlyfin voru meðal annars falin í snakkpokum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is ÞÝSKALAND Tollverðir á f lugvell- inum í Köln í Þýskalandi gerðu upptæka fíkniefnasendingu sem innihélt tíu þúsund fræ sem hægt væri að nota til ræktunar á kanna- bis. Í sömu sendingu fundust 173 þúsund e-pillur. Er áætlað að hægt væri að hagnast um 150 milljónir evra á sendingunni. E-pillurnar voru faldar innan í matvælapokum og er áætlað mark- aðsvirði þeirra að minnsta kosti 1,3 milljónir evra . Með tíu þúsund fræj- um væri hinsvegar hægt að rækta um 14,7 tonn af maríjúana og fullyrti Jens Ahland, talsmaður tollayfir- valda í Köln, að söluvirði þess væri 147 milljónir evra. ■ Fundu fíkniefni fyrir 150 milljónir Samkvæmt nýrri skýrslu þýska innanríkisráðuneytis- ins hefur nasismi og öfga- hægristefna vaxið í landinu í faraldrinum. Þessir hópar gagnrýna sóttvarnaaðgerðir og aðrir mótmælendur skilja sig ekki frá þeim. kristinnhaukur@frettabladid.is ÞÝSKALAND Nýnasistar og aðrir hægri öfgamenn eru mjög sýnilegir á mótmælum gegn sóttvarnaað- gerðum þýskra stjórnvalda. Horst Seehofer, innanríkisráðherra lands- ins, lýsti þessu sem stóru vandamáli á blaðamannafundi á þriðjudag þar sem ný skýrsla var kynnt. Seehofer sagði þessa öfgahópa margsinnis hafa „tekið yfir“ mót- mæli sem auglýst voru sem friðsam- leg og leyfi fengust fyrir. „Það sem veldur sérstökum áhyggjum er að aðrir mótmælendur reyna ekki að aðskilja sig frá þessum hóp,“ sagði Seehofer. „Öfgahægrimenn og aðrir mótmælendur standa hlið við hlið.“ Samkvæmt skýrslu BFV, stofnun innanríkisráðuneytisins sem fylgist með andlýðræðislegum öflum, til- heyrðu rúmlega 33 þúsund manns öfgahreyfingum á hægri kantinum árið 2020. Hafði talan hækkað um tæplega 4 prósent frá árinu áður. BFV telur þriðjung þessa hóps, rúmlega 13 þúsund manns, ofbeldisfullan. Samk væmt sk ý rslunni hafa hægri öfgamenn fundið sér fótfestu í umræðunni gegn sóttvarnaað- gerðum. „Hægri öfgamenn tóku upp umræðuna um kórónaveiruna og snerust algerlega gegn sóttvarnaað- gerðum stjórnvalda,“ segir þar. Sérstakur gaumur er gefinn hreyf- ingum sem kallaðar eru Nýja hægrið og tengjast margar stjórnmála- flokknum AfD. Sagði Thomas Hald- enwang, forstjóri BFV, þessa hópa bera hvað mesta ábyrgð á uppgangi öfgahægristefnu að undanförnu. „Nýja hægrið setur fram hug- myndafræðilega réttlætingu á aðgerðum öfgamanna,“ sagði Hal- denwang. „Þeir predika frá morgni til kvölds um að það sé verið að skipta þýsku þjóðinni út og að það verði að streitast á móti.“ Josef Scuster, formaður aðal- ráðs þýskra gyðinga, lýsti þeim ógnum sem gyðingar í Þýska- landi standa frammi fyrir vegna hægri öfgamanna. Of beldisverk hægri öfgamanna hafa ekki verið fleiri síðan árið 2015, þegar f lótta- mannastraumurinn var í hámarki. Lögreglan skráði 22 þúsund glæpi tengda hægri öfgamönnum árið 2020. Fordæmdi Schuster AfD fyrir að kynda undir bál sem sé þegar orðið nokkuð heitt, fyrir kosning- arnar í september. Auk fjölgunar í hópi COVID- mómælenda og fjölgunar of beld- isverka hafa nýnasistar og aðrir hægri öfgamenn farið að láta á sér kræla innan lögreglunnar og hersins. Í borginni Frankfurt þurfti til að mynda að leysa upp deild sérsveit- armanna eftir að uppgötvaðist að þeir væru reglulegir þátttakendur á spjallrásum hægri öfgamanna og væru farnir að heilsast að nýnasista- sið. Samkvæmt skýrslu BFV hefur einnig orðið fjölgun í hópi komm- únista og annarra öfgavinstri- manna. Mun smærri hluti þeirra sé þó hlynntur of beldi. Of beldisverk vinstri öfgamanna voru skráð rúm- lega 1.200 á síðasta ári. ■ Nýnasistar oft sýnilegir á mótmælum Nýnasistar og hægri öfgamenn hafa fundið sér fótfestu í sóttvarnagagnrýni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Það sem veldur sér- stökum áhyggjum er að aðrir mótmælendur reyna ekki að aðskilja sig frá þessum hóp. Horst Seehofer, innanríkisráð- herra Þýska- lands. kristinnpall@frettabladid.is UNGVERJALAND Umdeilt lagafrum- varp flokks forsætisráðherra Ung- verjalands, Viktors Orbán, um bann við öllu námsefni sem tengist LGBT og samkynhneigð var samþykkt með 157 atkvæðum í gær. Málefninu var bætt við lagafrumvarp um refs- ingar barnaníðinga. Einn þingmaður synjaði frumvarpinu en stjórnar- andstaðan tók ekki þátt í atkvæða- greiðslunni í mótmælaskyni. Orbán hefur undanfarin ár unnið að breytingum sem höggva á rétt- indi hinseginfólks. Með nýjustu lögunum verður refsivert að sýna einstaklingum undir átján ára aldri upplýsingar um samkynhneigð eða kynleiðréttingar. „Þessi þróun hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og Orbán heldur áfram að þrengja að réttindum hin- segin fólks. Þessi lög eru keimlík þeim sem voru sett í Rússlandi árið 2013 um að það ætti að stöðva allan meintan áróður um hinsegin fólk á grundvelli barnaverndar,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78 . Hún segir að þessi hugsunarháttur sé í veldisvexti í Evrópu og að það sé áhyggjuefni. „Þessi lagasetning er hluti af stærri bylgju og það þarf að grípa til aðgerða sem fyrst. Þetta einskorðast ekki bara við Rússland, Ungverja- land og Pólland þar sem sambærileg umræða hefur komið upp. Í f leiri löndum í Evrópu hefur átt sér stað veruleg aukning í niðrandi orðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks,“ segir Þorbjörg og tekur undir að þarna sé sérstaklega verið að ráð- ast á réttindi viðkvæms hóps. „Með þessu er verið að kippa fótum undan réttindabaráttu hin- segin fólks og hefta aðgang að upp- lýsingum og stuðningi fyrir þau sem þurfa hvað mest á honum að halda, fólks á unglingsárunum. Þessi nei- kvæða umræða ein og sér er slæm fyrir þann hóp en nú er komin laga- setning sem bannar alla upplýsinga- gjöf.“ ■ Vegið að rétti hinsegin fólks í Ungverjalandi Þorbjörg Þor- valdsdóttir, formaður Sam- takanna ‘78. 8 Fréttir 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.