Fréttablaðið - 16.06.2021, Qupperneq 13
Mansal er gróft mannréttindabrot
sem felst í að brjóta gegn friðhelgi
einstaklings. Um er að ræða hrylli-
lega birtingarmynd mannvonsku
og grimmdar. Brotastarfsemin
beinist gegn frjálsræði brotaþola
og helgustu persónuréttindum í
þeim tilgangi að hagnýta líkama
viðkomandi, vinnukrafta eða þekk-
ingu í annars þágu.
Í mars 2019 kynntu stjórnvöld
áherslur í baráttunni gegn man-
sali og annars konar hagnýtingu
einstaklinga í viðkvæmri stöðu.
Áherslurnar mæla fyrir um tíu
aðgerðir, en þar á meðal er kveðið
á um endurskoðun löggjafar á
þessu sviði. Frumvarp um breyt-
ingu á ákvæði 227. gr. a. almennra
hegningarlaga um mansal var lagt
fram á Alþingi í febrúar sl. og sam-
þykkt á Alþingi í lok síðustu viku.
Lúta breytingar á ákvæðinu að
refsinæmi mansals í þeim tilgangi
að bæta enn frekar vernd þolenda
og auðvelda málsókn á hendur
gerendum. Með samþykkt frum-
varpsins hefur ákvæði almennra
hegningarlaga um mansal verið
uppfært í samræmi við lagaþróun á
Norðurlöndum og alþjóðlega sátt-
mála og tryggt að íslensk stjórnvöld
standi við þær skuldbindingar sem
þau hafa tekist á hendur með því að
fullgilda alþjóðlega samninga sem
hafa það að markmiði að berjast
gegn skipulagðri brotastarfsemi og
mansali.
Mansal er eitt alvarlegasta brot
á mannréttindum sem fyrirfinnst.
Gerandinn beitir blekkingum og
þvingun til að viðhalda því ástandi
að hagnýta aðra manneskju, oftast
í fjárhagslegum tilgangi. Mansal
er oftar en ekki liður í skipulagðri
glæpastarfsemi, svo sem vændi,
innflutningi og ræktun fíkniefna
og annarri starfsemi á vinnu-
markaðnum. Breyting á ákvæði
almennra hegningarlaga eykur
vernd brotaþola og liðkar fyrir því
að mál er varða grun um mansal
fái framgang innan réttarvörslu-
kerfisins og gerendur sæti refsingu
fyrir þessi alvarlegu brot, en aðeins
hefur þrisvar verið ákært fyrir man-
sal á Íslandi og aðeins sakfellt í einu
þeirra. Ekki er unnt að horfa fram-
hjá þeirri dapurlegu staðreynd að
mansal þrífst á Íslandi.
Vernd þolenda mansals og
aðgangur að nauðsynlegri aðstoð og
þjónustu hefur aukist til muna með
opnun samhæfingarmiðstöðvar um
mansal í Bjarkarhlíð í júlí sl. Megin-
hlutverk samhæfingarmiðstöðvar
er að samræma verklag og viðbrögð
Meiri vernd fyrir þolendur mansals
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
dómsmála-
ráðherra.
þegar grunur leikur á mansali, m.a.
með því að kalla til nauðsynlega
fagaðila, svo sem af vinnumarkaðn-
um, lögreglu og aðra sem koma að
velferðarþjónustu til þolenda man-
sals. Um 15 mál hafa verið tilkynnt
til samhæfingarmiðstöðvarinnar frá
því hún tók til starfa.
Eitt beittasta vopnið í baráttunni
gegn mansali er að geta borið kennsl
á mansal og þekkja úrræðin. Í dag
opnar upplýsingagátt um mansal á
vefsíðunni www.112.is. Þar geta þol-
endur leitað upplýsinga um úrræði
fyrir þolendur mansals og komist í
samband við neyðarvörð sem veitir
ráðgjöf um möguleg úrræði og útveg-
ar nauðsynlega aðstoð og þjónustu,
hvort sem það er frá lögreglu eða
öðrum. Á síðunni eru einnig upplýs-
ingar fyrir almenning um einkenni
mansals og hvað hægt er að gera ef
grunur leikur á að einstaklingur sé
þolandi mansals. Þolendur mansals
eru oft í viðkvæmri stöðu og veigra
sér við að leita sér aðstoðar af ótta
við afleiðingarnar. Því er það í okkar
höndum að láta vita og tilkynna ef
við verðum vör við eitthvað óeðli-
legt í okkar umhverfi. Ég hvet því
alla að kynna sér einkenni mansals
á www.112.is og tilkynna, í því skyni
að aðstoða þolendur að komast úr
þeim hörmulegu aðstæðum sem
þeir búa við og stöðva brotastarf-
semi gerenda. n
Ekki er unnt að horfa
fram hjá þeirri dapur-
legu staðreynd að man-
sal þrífst á Íslandi.
Í dag opnar upp-
lýsingagátt um
mansal á vefsíðunni
www.112. is. Þar geta
þolendur leitað upp-
lýsinga um úrræði fyrir
þolendur mansals og
komist í samband við
neyðarvörð sem veitir
ráðgjöf um möguleg
úrræði og útvegar
nauð synlega aðstoð og
þjónustu, hvort sem
það er frá lögreglu eða
öðrum.
fjölskylduna“
„Ég kem með
Á ferdalag.is getur þú fundið allt það helsta
um ævintýrin sem Ísland hefur upp á að bjóða.
Komdu með í ferðalag!
Skoðun 13MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2021