Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Áfallið kom um sumarið á hennar
39. ári. „Ég fattaði ekki fyrr en níu
mánuðum seinna hvað var um að
vera. Ég hafði aldrei þekkt neinn
sem hafði greinst með vanvirkan
skjaldkirtil og þekkti því ekki
einkennin. Ég byrjaði bara að
þyngjast og það skipti ekki máli
hvað ég æfði mikið eða borðaði
hollt, ég hélt bara áfram að þyngj-
ast. Ég var búin að þyngjast um
16 kíló á níu mánuðum og skildi
ekkert hvað var í gangi,“ segir
Sigríður og bætir við: „Skjald-
kirtillinn hefur áhrif á brennslu
líkamans. Hann stjórnar þróun
efnaskiptanna, hitastigi líkamans,
orkuframleiðslu og kolvetna- og
fituefnaskiptum. Ef við miðum
við eðlilegan einstakling sem fer
í spinningtíma; til að ná sömu
brennslu þá þyrfti einstaklingur
með vanvirkan skjaldkirtil að fara
þrisvar. Það hægist á öllu.“
Hraðar breytingar
Sigríður átti Perluna líkamsræktar-
stöð í Keflavík og seldi 2008. „Það
sumar hóf hún störf í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Þetta var sumarið
áður en ég greindist og ég man að
mér var alltaf kalt. Ég klæddist
mörgum lögum af fötum og flís-
peysu þrátt fyrir að sólin skini inn
um gluggana og gerði bygginguna
að gróðurhúsi. Ég var líka alltaf
þreytt sem var mjög undarlegt því
ég var alla jafna mikil orkumann-
eskja. Svo var líka rosaleg bjúg-
myndun. Andlit, hendur og fætur
bólgnuðu út og ég þurfti númeri
stærra af skóm. Þetta skall á mér
fyrst. Svo kom þunglyndið. Allar
þessar hröðu breytingar og aukna
þyngd fóru alveg með mig. Ég vissi
ekkert hvað var í gangi og loks
drattaðist ég til læknis eftir níu
mánuði.“
Vill koma umræðunni af stað
Það breyttist allt hjá Sigríði þegar
hún fékk greiningu frá lækni.
„Þetta gerðist bara allt í einu hjá
mér, þetta sumar. Það var engin
ástæða, ekkert áfall sem raskaði ró
minni eða þannig lagað. Læknir-
inn vildi meina að þetta væri af
völdum sjálfsofnæmis hjá mér, en
fólk greinist með of- eða vanvirkan
skjaldkirtil af ýmsum orsökum.
Hjá sumum er þetta ættgengt og
stundum greinast ung börn með
þetta. Oftar er þetta hjá konum en
körlum, en ég finn að það vantar
meiri umræðu um þetta í sam-
félaginu. Jafnvel hefur loðað ein-
hver óskiljanleg skömm við þetta.
Þess vegna ákvað ég að stíga fram
og segja frá minni reynslu og koma
umræðunni betur af stað.“
Greiningin sjálf tók ekki langan
Sigríður segist
vera að stíga
rækilega út
fyrir þæginda-
rammann með
því að leyfa
fólki að fylgjast
með átakinu.
En henni finnst
mikilvægt að
vekja athygli á
skjaldkirtlinum
og auka umræð-
una um vanda-
mál tengdum
honum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@
frettabladid.is
tíma enda sást vandinn við fyrstu
blóðprufu. „Það tók þó sinn tíma
að stilla mig af. Hjá sumum gengur
fljótt að koma skjaldkirtlinum af
stað en hjá mér fór hann bara ekki
í gang. Ég var sett á lyf þegar ég
greindist sem hentuðu mér ekki.
Þá fór ég á önnur sem virkuðu
mun betur og ég tek þau enn í
dag. Ég finn enn fyrir aukaverk-
unum og kvillum en ég upplifði til
dæmis mikið hárlos. Þá missti ég
aðra augabrúnina sem er ástæða
þess að ég fékk mér húðflúraðar
augabrúnir. Einnig finn ég fyrir
gífurlegum þurrki í húð. Kálfarnir,
hendur og iljar eru eins og ég hafi
aldrei séð kremdollu. Ég fékk svo
heilmikla millirifjagigt en gigtar-
einkenni og stirðleiki eru líka
fylgifiskur skjaldkirtilsvandamála.
Eftir fjögur ár á lyfjunum var ég
sett á blóðþrýstingslyf vegna blóð-
þrýstingsvandamála. Svona hár
lyfjaskammtur hefur slæm áhrif á
beinheilsu og ég þarf að taka víta-
mín og steinefni til að vinna gegn
mögulegri beinþynningu.“
Átta mánuði út fyrir rammann
„Fyrir faraldurinn var ég í þjálfun
hjá Loga Geirs og við vorum komin
ansi langt. Svo kom faraldurinn
og allt féll niður. Mér þótti mjög
erfitt að halda dampi því mig
vantaði rútínu og hvatningu til að
halda mér gangandi í ræktinni.
Svo bættist ofan á þetta óöryggi,
hvort ég fengi Covid eða ekki. Það
var líka stressandi að vita ekki
hvort ég héldi vinnunni í f lug-
stöðinni. Þetta lagðist allt saman.
Í maí ákvað ég svo að gera hjá mér
lífsstílsbreytingu. Ég leitaði aftur
til Loga og fékk hann til að hjálpa
mér í átta mánaða átaki. Þó svo ég
sé starfandi einkaþjálfari sjálf þá
þarf ég líka hvatningu og spark í
rassinn.
Ég ákvað líka að stíga út fyrir
minn þægindaramma og fara í
allan pakkann hjá Loga; fá mynda-
töku, mælingar og allt. Þá hef ég
ákveðið að sýna frá minni vegferð
og birta myndirnar á Facebook:
Hafðu heilsuna með þér. Það geri
ég til að sýna öðrum að ef ég get
þetta, þá geta aðrir þetta líka. Það
er mikil ögrun fyrir mig að fara
svona út fyrir rammann og leyfa
fólki að fylgjast með en mér finnst
mjög fallegt hvað ég hef fengið
mikið af góðum straumum frá
fólkinu sem er að horfa. Mér líður
líka vel að finna að ég er að hjálpa
fólki. Ég leyfi fólki líka að heyra
það sem ég er að hugsa og finn að
margir eru að tengja við mig þar.
Þá verð ég stundum klökk af því
að lesa allt það fallega sem fólk
skrifar til mín. Fólk hvetur mig og
vonandi hvet ég það á móti. Ég fæ
líka mikið af fyrirspurnum um
mataræðið og hreyfinguna sem ég
svara fúslega. Svo hef ég líka getað
miðlað upplýsingum um Skjöld
sem er félag um skjaldkirtilssjúk-
dóma sem er mér dýrmætt.“
Ég er í sjokki
„Ég fæ nýtt prógramm á tveggja
mánaða fresti og núna vinnum
við mikið með eigin líkamsþyngd.
Armbeygjur, fram- og afturstig,
hnébeygjur og hopp, uppstig og
fleira. Svo geri ég líka styrktaræf-
ingar með handlóðum og sippa.
Svo var það plankinn,“ segir Sig-
ríður. „Æfingaprógrammið fyrstu
tvo mánuðina innihélt mikið af
plankaæfingum og hef ég verið
mjög óþolinmóð með þá. Maginn
hefur alltaf verið mitt erfiðasta
svæði. Ég hryggbrotnaði þegar
ég var 17 ára og hef alltaf þurft
að passa bakið. Fyrst gat ég bara
haldið stöðunni í þrjátíu sekúndur
en eftir tvo mánuði er ég farin
að geta haldið plankastöðunni í
tíu mínútur. Eins og ég var farin
að bölva Loga. Ég geri ýmsar
styrktaræfingar í plankastöðunni
og finn hvað ég er orðin mikið
sterkari. Mér líður líka mun betur í
líkamanum.“
Árangurinn hefur ekki látið á sér
standa hjá Sigríði. „Ég er algerlega
í sjokki. Ég er búin að minnka um
þrjú göt á beltinu síðan í maí. Ég
finn og sé að mér líður miklu betur,
mataræðið er léttara, ég passa
svefninn, passa að halda rútínunni
og á minn nammidag. Þá hef ég
horft til sykurlausa sælgætisins
því í raun þarf svo lítið til að drepa
nammilöngunina. Svo er hentugt
að margir veitingastaðir eru byrj-
aðir að bjóða upp á holla valkosti.
Núna er ég á 16/8 mataræði sem er
þannig að ég borða bara átta tíma
á dag og fasta í sextán. Ég borða
fyrst í hádeginu og svo er síðasta
máltíðin í kvöldmatnum. Á minni
lífsleið hef ég prófað alla heimsins
kúra en enginn af þeim hefur verið
langtímalausn. Núna fæ ég bara að
fara einu sinni á vigtina í mánuði
og það er fyrir mælinguna. Kílóin
segja nefnilega aldrei alla söguna.
Maður sér árangurinn mun betur
af því að líta í spegil.“
Engar öfgar
„Ég er það mikill fíkill í hreyfingu
að ég hreyfi mig alla daga vik-
unnar og tek bara einn dag í frí.
En ég er ekki í neinum öfgum. Ég
verð bara að fá smá hreyfingu á
hverjum degi. Þó það sé ekki nema
15 mínútna jógatími eða hálf-
tíma labb til að halda vöðvunum
mjúkum. Án þess stirðnar maður
bara upp í líkamanum. Mér líður
rosalega vel í dag og finn að ég er
mun léttari í lund. Ég er hamingju-
söm og líður vel í eigin líkama. Ég
elska sjálfa mig á annan hátt en
áður.
Í dag vinn ég í flugstöðinni. Þá
er ég líka alltaf með annan fótinn
í ræktinni að kenna, en ég kenni
jóga, spinning og ég kenni líka
kennurum. Mér finnst nauðsynlegt
að geta miðlað minni þekkingu
og reynslu og leiðbeint og hjálpað
öðrum. Ég er orðin fimmtug en
get engan veginn hætt að kenna.
Ég horfi líka til efri áranna og mig
langar að vera líkamlega og and-
lega hraust restina af ævinni. Það
er svo margt fram undan sem mig
langar til að gera og til þess þarf ég
að halda heilsu. Þó svo ég sé í átta
mánaða átaki núna, þá er mark-
miðið ekki bara að klára þessa átta
mánuði. Þetta er lífsstílsbreyting
hjá mér. Ég ætla mér sko að verða 98
ára gamalmenni í ræktinni,“ segir
Sigríður og kímir. ■
KVENRÉTTINDADAGURINN
Laugardaginn 19. júní gefur Fréttablaðið út sérblað tileinkað kvenréttindadeginum.
Fyrir 6 árum héldum við Íslendingar upp á 100 ára afmæli þess að konur fengu
hér kosningarétt. En sökum þess að Kvenréttindadagurinn 2021 kemur upp á afar
áhugaverðum tímum í kjölfar Covid19, þá viljum við fjalla um frábærar íslenskar konur,
hvað þær eru að gera í sínum störfum og í sínu lífi á þessum dæmalausu tímum.
Einnig viljum við heyra í fyrirtækjum sem eru með konur í framvarðarsveit sinni.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við:
Jóhann Waage, Markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
johannwaage@frettabladid.is eða 550-5656
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um ald r og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
2 kynningarblað A L LT 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGUR