Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 20
Árið 2015 fengum við tvo nokk- uð stóra fjárfesta og þá var ljóst að fyrir- tækið myndi lifa. Hermann Haraldsson var sendur í heimavistarskóla til Danmerkur þegar hann var 14 ára því hann var ódæll. Nú rekur hann stærstu netverslun Norðurlandanna sem metin er á 174 milljarðra króna. Hermann Haraldsson, forstjóri net- verslunarinnar Boozt.com, tók þátt í að stofna fyrirtækið fyrir ellefu árum. Nú er markaðsvirði þess tólf milljarðar sænskra króna, jafnvirði 174 milljarða íslenskra króna. „Boozt.com er stærsta netverslun Norðurlandanna,“ segir hann og lýsir henni sem stórverslun (e. department store) sem selji marg- víslegar vörur eins og tískufatnað, íþróttaföt og heimilisbúnað. Hermann segir að horft sé til þess að veltan verði 5,5 milljarðar sænskra króna í ár, jafnvirði 80 millj- arða íslenskra króna, sem yrði um 25 prósenta vöxtur á milli ára, og að tekjur verði tíu milljarðar sænskra króna, jafnvirði 145 milljarða, eftir þrjú til fjögur ár. Boozt, sem rekið hefur verið með hagnaði frá árinu 2016, hagnaðist um 132,8 milljónir sænskra króna í fyrra eða um 1,9 milljarða króna. Arðsemi eiginfjár var ellefu prósent árið 2020 en fyrirtækið er ekki með vaxtaberandi skuldir. Netverslunin hóf að selja til Íslands fyrir tveimur vikum. „Þetta er mesta vöruúrval sem til er á Íslandi,“ segir hann en sendingar- kostnaður til Íslands er 1.500 krónur. Hvernig kom það til að þú stofn- aðir Boozt.com ásamt fleirum? „Stjórnendur vísisjóðs komu að máli við mig. Þeir höfðu fjárfest í fyr- irtæki sem komið var í ógöngur. Við- skiptamódelið snerist um að annast rekstur netverslana fyrir aðra en það útvistaði helstu verkefnum til annarra landa. Mér þótti verkefnið spennandi og tók starfið að mér og fékk hlut í fyrirtækinu. Á þeim tíma störfuðu fimm hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu. Ég sá fljótt að rekstrar- módelið gekk ekki. Þess vegna var ákveðið að hreinsa til og fara af stað með nýtt viðskiptamódel. Ég hringdi í gamla vini og félaga og spurði hvort þeir vildu taka þátt í ferðalaginu. Enginn af okkur hafði unnið í fatabransanum áður. Ég hafði stýrt markaðsfyrirtæki og fékk til liðs við mig tvo aðra úr auglýs- ingageiranum, gamlan skólafélaga sem var sjóaður í að stýra aðfanga- keðjum og öflugan tæknimann. Því næst lá leiðin í Magasin Du Nord. Við hermdum í raun eftir verslun- inni nema vörurnar voru boðnar til sölu á netinu. Þegar Jón Björnsson hætti sem forstjóri Magasin Du Nord við upp- haf árs 2012 bað ég hann um að ganga í stjórn Boozt.com sem hann þáði. Ég sagði við hann að með þeim hætti gæti hann haldið tengslum við danskt viðskiptalíf og að hann myndi hafa gaman af ferðalaginu. Á þeim tíma störfuðu um 40 manns hjá fyrirtækinu,“ segir Hermann. Jón er forstjóri Origo og var áður forstjóri Festar sem þá rak meðal annars Krónuna og Elko áður en fyrirtækin sameinuðust N1. „Aðkoma Jóns að rekstrinum skipti sköpum. Hann var sá eini af okkur sem kunni á fatabransann. Við hinir höfðum aldrei unnið við þetta áður og því var reynsla Jóns afar dýrmæt. Hann benti okkur líka á besta starfsfólkið hjá Magasin Du Nord og ráðlagði okkur að ráða það til Boozt,“ segir Hermann. Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður fyrstu árin eða til ársins 2015. „Ég lagði allt mitt undir í reksturinn. Veðsetti allt. Í hvert skipti sem ég var að safna hlutafé fyrir Boozt spurðu fjárfestarnir hve mikið ég myndi leggja af mörkum. Þannig ég varð að leita leiða til að taka þátt. Það komu tímabil þar sem tví- sýnt var með framhaldið. Ég sá oft eftir því að hafa hafið þetta ferðalag á fyrstu fjórum árunum. Ég upplýsti eiginkonu mína um að ég gæti tapað Lagði allt undir í netverslunarrekstur og uppskar vel Verður forstjóri á meðan Boozt vex hratt „Ég verð forstjóri Boozt á meðan fyrirtækið er enn að vaxa hratt,“ segir Hermann. „Þegar hægir á vextinum mun ég láta af störfum. Það sem mér þykir skemmtilegast er að taka þátt í vexti fyrirtækja. Ég býst við halda áfram í um það bil fimm ár til viðbótar. Ég sé samt ekki fyrir mér að sinna eingöngu stjórnar- störfum í framtíðinni eins og margir gera. Ég á erfitt með að skipta mér ekki af dag- legum rekstri.“ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill @frettabladid.is öllum peningum okkar á fyrirtæk- inu. Hún sagði að það væri í lagi svo lengi sem við héldum húsinu. En í rauninni var ég búinn að veðsetja húsið. Hefði fyrirtækið farið á haus- inn hefðum við misst það en hún vissi það ekki þá. Árið 2015 fengum við tvo nokkuð stóra fjárfesta og þá var ljóst að fyrirtækið myndi lifa. Það var bara spurning hve Boozt yrði stórt. Ári síðar vildu tveir vísisjóðir selja hlut sinn í fyrirtækinu og þá var ákveðið að skrá fyrirtækið í sænsku kaup- höllina. Boozt var f leytt á markað árið 2017. Ég seldi hluta af eign minni til að greiða skuldir. Þá sagði eiginkona mín: „Ég vissi ekki að skuldirnar væri svona miklar.“ Ég svaraði að bragði: „Nei, það var eins gott að það var bara annað okkar sem svaf ekki á nóttunni af fjárhagsáhyggjum.“ Það er nú bara þannig að það þarf að leggja mikið undir í fyrirtækja- rekstri. Sem betur fer fór þetta allt vel að lokum. Við skráningu Boozt á markað urðu 20 manns vel stæðir. Það er góð tilfinning að hugsa til þess. Ég sagði við fólkið sem ég fékk með mér í hluthafahóp Boozt: „Þetta er áhættusamt en getur orðið veru- lega stórt.““ Hvað áttirðu stóran hlut fyrir skráninguna á hlutabréfamarkað? „Ég átti tvö til þrjú prósent. Ég á enn ágætis hlut, rúmlega eitt pró- sent. Þegar allt er talið, með kaup- réttum, á ég um milljón hlutabréf í Boozt.“ Markaðsvirði um eitt pró- sent hlutar í Boozt er tæplega tveir milljarðar íslenskra króna. Markaðs- virði milljón hluta er 2,7 milljarðar króna. Sóttu þið mikið fé þegar félagið var skráð á markað? „Í rauninni ekki. Við sóttum 400 milljónir sænskra [jafnvirði 5,8 milljarða íslenskra króna í dag, innsk. blm.]. Það er ekki mikill pen- ingur í þessu samhengi enda var tilgangur með skráningunni ekki að afla aukins hlutafjár heldur gefa hluthöfum færi á að losa um hlut sinn. Í nóvember í fyrra fórum við líka í dönsku kauphöllina. Við erum með tvíhliða skráningu og því er hægt að kaupa hlutabréf á báðum mörkuðum. Hluthafar Boozt koma víða að, til dæmis Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og Þýska- landi.“ Hvenær komst reksturinn á gott ról? „Við byrjuðum að skila hagnaði árið 2016. Þegar Boozt var f leytt á markað var mikið í umræðunni að til að hægt væri að skrá fyrirtæki í kauphöll yrði þau að skila hagnaði. Þess þarf ekki núna. Við erum það félag í okkar geira sem er í hvað mestum vexti og skilar jafnframt mestum hagnaði. Í fyrra uxum við um tæplega 30 prósent og EBIT-hlutfallið var 6,7 prósent. Enginn annar státar af slíku.“ EBIT stendur fyrir hagnað fyrir fjár- magnsliði og skatta. Velta bresku netverslunarinnar Asos, sem nýtur vinsælda hér á landi, jókst um 19 prósent í fyrra og 13 prósent árið áður og velta hins þýska Zalando jókst um 23 prósent í fyrra og 20 prósent árið áður. EBIT- hlutfall Zalando var 4,6 prósent í fyrra en 4,3 prósent hjá Asos þegar er horft er fram hjá einskiptisliðum. Af fyrirtækjunum þremur hefur markaðsvirði Boozt aukist mest á einu ári eða um 172 prósent, Zalando hefur hækkað um 51 pró- sent á sama tíma og Asos um 43 pró- sent. Hver er lykillinn að góðu gengi í rekstri Boozt? „Fyrir okkur skiptir sköpum að vaxa hratt því stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við getum boðið viðskiptavinum betra verð, lækkað sendingarkostnað og skilað hagnaði á sama tíma. Við einbeitum okkur að því að selja til Norðurlandanna en 95 pró- sent af veltunni kemur þaðan. Um 65 prósent teknanna má rekja til norænna vörumerkja. Vörumerkin sem við bjóðum upp á flokkast sem meðaldýr og dýr (e. mid-market to premium). Það gerir það að verkum að salan í hverri körfu hjá okkar skilar fleiri krónum í kassann en hjá flestum öðrum. Fyrir fjórum árum hófum við að bjóða upp á útsölumarkað (e. outlet) undir nafninu Boozlet. Við höfðum því til þeirra sem vilja kaupa eldri tískulínur með miklum afslætti og þeirra sem vilja kaupa nýja hönnun á hagstæðu verði.“ Hvernig hagið þið lagermálum? „Við rekum stærsta róbotalager á Norðurlöndum en þeir eru 500 talsins. Lagerinn er 70 þúsund fer- metrar eða álíka og sjö fótboltavellir. Þar hýsum við sjö milljónir vara. Róbotarnir gera það að verkum að við getum staflað vörunum betur. Ef þeirra nyti ekki við yrði lagerinn að vera 400 til 500 þúsund fermetrar. Róbotarnir vinna vinnu sem margir hafa ekki áhuga á að sinna. Eins eru þeir f ljótari og hagkvæmari. Þeir gera það að verkum að flestir við- skiptavinir fá vöruna afhenta dag- inn eftir að hún er pöntuð. Það tekur tvo til þrjá daga að fá vöruna senda til Íslands. Sonur minn vann tvö sumur við það að tína vörur á vagna áður en róbotarnir komu til sögunnar. Hann gekk um 20 kílómetra á dag. Auk róbótanna vinna 500 manns á „Fyrir okkur skiptir sköpum að vaxa hratt því stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við getum boðið viðskiptavinum betra verð, lækkað sendingar- kostnað og skilað hagnaði á sama tíma,“ segir Hermann Haraldsson, forstjóri Boozt en fyrirtækið hefur vaxið hratt á ellefu árum. MYND/AÐSEND MARKAÐURINN4 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.