Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 22
Íslenzk matvælafyrirtæki þurfa
mörg hver að nota mjólkur- og
undanrennuduft í framleiðslu sína,
sum í stórum stíl. Þessi hráefni eru
notuð t.d. í súkkulaði og annað
sælgæti, ís, kex og kökur og unnar
kjötvörur.
Tvær aðgerðir stjórnvalda ráða
því að innlendur matvælaiðnaður
er þvingaður til að kaupa þessar
vörur af einu fyrirtæki, Mjólkur-
samsölunni, á verði sem er langt
yfir heimsmarkaðsverði. Annars
vegar hefur undanþága mjólkur-
iðnaðarins frá samkeppnislögum
leitt af sér algjöra yfirburðastöðu
MS og Kaupfélags Skagfirðinga á
mjólkurmarkaðnum. Það er engin
innlend samkeppni í sölu mjólkur-
og undanrennudufts. Hins vegar
eru gífurlega háir tollar á innfluttu
mjólkurdufti þar sem Bænda-
samtökin náðu á sínum tíma „frá-
bærum“ samningi við stjórnvöld
um að tollarnir skyldu hækkaðir
duglega. Það er engin erlend sam-
keppni heldur.
Hver sá sem rekur fyrirtæki getur
sett sig í þau spor að vera þvingaður
til að kaupa aðföng af einu fyrirtæki
eingöngu. Viðskiptavinir MS kaupa
ekki mjólkurduft vegna verðsins
eða gæðanna eftir að hafa skoðað
aðra kosti. Þeir kaupa vöruna af því
að valdhafarnir hafa rænt þá öllum
eðlilegum valkostum. Það er í hæsta
máta óeðlileg staða.
Sættir matvælaiðnaðurinn sig
við mismunun?
Við þetta bætist að verðið sem
Mjólkursamsalan lætur innlenda
viðskiptavini sína greiða fyrir
mjólkurduft er hátt í tvöfalt hærra
en það sem erlendir viðskiptavinir
sama fyrirtækis þurfa að borga. Þar
er um að ræða erlend matvælafyrir-
tæki, sem oft og tíðum eru í beinni
samkeppni við íslenzk matvæla-
fyrirtæki.
Sú spurning vaknar óneitanlega
hversu lengi íslenzkur matvælaiðn-
aður geti þolað þessa mismunun. Nú
er t.d. stutt síðan erlendir fjárfestar,
í matvælaiðnaði á Norðurlöndum,
keyptu allt hlutaféð í stærsta sæl-
gætisframleiðanda landsins. Hvern-
ig ætli gangi að útskýra fyrir þeim
að íslenzka mjólkurduftið sem þeir
geta keypt ódýrt erlendis sé dýrara
á Íslandi, þar sem það er framleitt?
Að það sé í raun ódýrara að fram-
leiða úr íslenzku hráefni erlendis og
líklega allra bezt að framleiða bara
erlendis úr erlendu hráefni?
Því hefur verið haldið fram að
undanþága mjólkuriðnaðarins frá
samkeppnislögum, sem leiddi af
sér sameiningu allra mjólkuraf-
urðastöðva í eina samstæðu, hafi
leitt af sér gríðarlega hagræðingu í
mjólkuriðnaðinum. Sú hagræðing
dugar greinilega ekki til að mjólkur-
iðnaðurinn treysti sér til að selja
öðrum matvælaiðnaði aðföng á
samkeppnishæfu verði.
Mjólkuriðnaðurinn vill ekki
skipta við sjálfan sig
Ýmislegt bendir til að íslenzkur
mjólkuriðnaður líti ekki einu sinni
svo á sjálfur að íslenzkar prótín-
vörur eins og undanrennuduftið og
skyrið séu alþjóðlega samkeppnis-
færar. Á sínum tíma þrýsti mjólkur-
iðnaðurinn mjög á um að fá stærri
tollfrjálsan innf lutningskvóta í
löndum Evrópusambandsins fyrir
íslenzka skyrið. Hins vegar ber
svo við að eftir að tollasamningur
Íslands og ESB, þar sem skyrkvót-
inn rúmlega tífaldaðist, tók gildi
árið 2018 hefur útflutningur á skyri
til ESB minnkað. Ástæðan er sú
að Mjólkursamsalan kýs fremur
að framleiða skyr samk væmt
„íslenzkri uppskrift“ í aðildarríkjum
ESB úr þarlendri mjólk. Líklegasta
skýringin á því, þótt forsvarsmenn
MS fáist ekki til að segja það opin-
berlega, er að íslenzku hráefnin til
framleiðslunnar séu einfaldlega of
dýr.
Félag atvinnurekenda greindi frá
því á dögunum að í viðræðum um
fríverzlunarsamning Íslands og
Bretlands hefðu brezk stjórnvöld
boðið umtalsverðan tollfrjálsan
innf lutningskvóta fyrir íslenzkt
undanrennuduft, á móti auknum
innflutningsheimildum fyrir brezk-
ar búvörur á Íslandi. FA furðaði sig
á að í landbúnaðinum hefðu menn
ekki viljað grípa þetta tækifæri, þar
sem þá hefði hin nýja skyrverk-
smiðja Íseyjar Skyr í Wales getað
unnið skyr úr íslenzku hráefni.
Guðmundur Þorgeirsson, for-
maður Bændasamtakanna, sagði
um þetta í grein í Bændablaðinu: „Ef
þetta hefði nú allt gengið eftir þá átti
að f lytja út iðnaðarvöru fyrir full-
unnar landbúnaðarvörur í skiptum.
Hvaða heilvita manni hefði dottið í
hug að flytja út störf svo mögulegt
væri að koma út iðnaðarvöru á verði
sem hefði aldrei staðist samkeppni í
hinum stóra heimi?“
Þar höfum við það – meira að
segja formaður Bændasamtakanna
staðfestir að íslenzka undanrennu-
duftið sé ekki samkeppnisfært.
Hann virðist hins vegar ekki átta
sig á því að með núverandi fyrir-
komulagi er einmitt verið að flytja
út störf frá innlendum framleiðslu-
fyrirtækjum sem eru í lakari sam-
keppnisstöðu vegna þessarar sér-
hagsmunagæzlu í þágu einokunar
og okurs.
Stjórnvöld verða að stíga inn í
Meðal hagsmunaaðila í landbúnað-
inum virðist eindregin samstaða
um að það skuli pína íslenzkan
iðnað til að kaupa aðföng á ósam-
keppnisfæru verði. Það er ekki við
því að búast að Mjólkursamsalan
skipti að eigin frumkvæði um stefnu
í þessu máli og reyni að bjóða inn-
lendum viðskiptavinum sínum verð
sem stenzt alþjóðlegan samanburð.
Hér verða stjórnvöld að stíga inn í,
annars vegar með því að afnema
undanþágu mjólkuriðnaðarins frá
samkeppnislögum, og hins vegar
með því að lækka tolla þannig að
matvælaiðnaðurinn geti nálgazt
aðföng á skynsamlegu verði.
Núverandi staða er algjörlega
óviðunandi. Það verður forvitnilegt
að sjá, nú þegar kosningar nálgast,
hverjir vilja breyta henni og hverjir
vilja óbreytt ástand. ■
Varan okkar er ekki samkeppnisfær
– kaupið hana samt
Ólafur Stephen-
sen, fram-
kvæmdastjóri
Félags atvinnu-
rekenda.
Meðal hagsmunaaðila
í landbúnaðinum
virðist eindregin
samstaða um að það
skuli pína íslenzkan
iðnað til að kaupa
aðföng á ósamkeppnis-
færu verði.
Eldsneytisskortur í Líbanon
Hagkerfi Líbanon er í molum um þessar mundir. Fjármálakreppa hefur leikið landið grátt síðastliðin tvö ár. Gjaldeyrisskortur er í landinu sem hefur leitt af sér
skort á innfluttum nauðsynjavörum á borð við eldsneyti. Á myndinni raða ökumenn sér upp í röð við bensínstöð í höfuðborginni Beirút. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
■ Skotsilfur
Múlbundinn
Jón Gunnar
Jónsson
forstjóri
Bankasýslunnar.
Hlutafjárútboð
Íslandsbanka
hefur gengið vel
og það endur-
speglast í gífurlegri eftirspurn.
Þegar almenningur sýnir útboðinu
jafn mikinn áhuga og raun ber vitni
vakna spurningar um þær tak-
markanir sem hafa verið á faglegri,
opinberri umræðu um útboðið.
Bankasýslan hefur ráðið svo mörg
fjármálafyrirtæki til að koma að
útboðinu með einum eða öðrum
hætti að varla hefur fundist við-
mælandi á fjármálamarkaði sem
ekki er bundinn þagnarskyldu þar
til um mánuði eftir að útboðinu
lýkur. Opinber umræða er fátæk-
legri fyrir vikið og ekki bætir úr
skák að Evrópulöggjöfin MiFid II
hefur sniðið fjárfestingaráðgjöf
fyrirtækja þröngan stakk. ■
Gunnar Smári
Egilsson
formaður
Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári
Egilsson, for-
maður Sósíal-
istaflokksins, er
fullyrðingaglaður í gagnrýni sinni
á ríkjandi skipan þjóðfélagsins. Nú
síðast tók hann fyrir leigusamning
ríkisins við félagið Íþöku vegna
leigu skrifstofuhúsnæðis undir
Skattinn. Frá sjónarhóli Gunnars
Smára er alltaf hagkvæmara fyrir
ríkið að eiga sínar eigin húseignir
og langtímasamningur við einka-
rekið fasteignafélag jafngildir því að
ríkið gefi heilt skrifstofuhúsnæði til
fjármagnseigenda. En röksemdar-
færslan hlýtur að ná lengra. Í krafti
stærðar sinnar ætti ríkið einfaldlega
að segja upp öllum samningum um
aðkeypta þjónusta og sinna henni
sjálft með ódýrari hætti. Eða hvað?
Þegar á reyndi kom raunveruleik-
inn sósíalismanum í koll þótt kenn-
ingarnar segðu annað. ■
Sigurður
Kristinsson
forstjóri SV
AirFinance.
Alþjóðlegi fjár-
festingarisinn
KKR hefur komið
á fót nýju félagi, AV AirFinance, sem
sérhæfir sig í fjármögnun flugfélaga.
Nýja félagið kom inn á markaðinn
með látum og keypti 800 milljóna
dala lánasafn, jafnvirði 97 milljarða
króna, sem nær yfir fleiri en 60 far-
þegaþotur. Athygli vekur að Sigurður
„Siggi“ Kristinsson hefur verið ráð-
inn forstjóri SV AirFinance en hann
hefur áratuga reynslu á þessu sviði.
Sigurður stofnaði Volito Aviation
Services í Svíþjóð og var forstjóri
þess í 14 ár en fyrirtækið veitti meðal
annars þjónustu og ráðgjöf til Gold-
man Sachs. Áður starfaði Sigurður
um langt skeið í Lúxemborg. ■
Alltaf hagkvæmara
Stýrir 97
milljörðum
MARKAÐURINN6 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGUR