Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 24

Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 24
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið Útlit er fyrir að hlutafjárútboð Íslandsbanka, sem lauk í gær, hafi verið vel heppnað á flesta mæli­ kvarða. Ríkið losar um eignarhald sitt í fjármálakerfinu með skyn­ samlegum hætti og þrátt fyrir nokkuð hagstætt útboðsgengi fyrir kaupendur – sem var meðal annars ætlað að stuðla að kraftmikilli þátt­ töku almennings í útboðinu – fær ríkissjóður gott verð fyrir sinn hlut. Vert er að staldra við og rifja upp úrtölurnar sem lituðu umræðu um söluferlið í byrjun þessa árs og fjölmiðlar gerðu hátt undir höfði. Málflutningur þingmanna Samfylkingarinnar var á þá leið að aðstæður fyrir sölu á banka væru óheppilegar og ráðgjafar stéttar­ félaga sögðu að óvissa um virði lánasafns Íslandsbanka myndi laða óprúttna fjármagnseigendur að bankanum. Málflutningurinn gaf til kynna að stjórnvöld vildu knýja í gegn rót­ tækar breytingar á fjármálakerfinu í þágu fjármagnseigenda. Því fer fjarri enda er sala á 35 prósenta hlut í öðrum af tveimur ríkisbönkunum varfærið skref í átt að heilbrigðara fjármálakerfi. Ljóst var, þá sem nú, að fullyrðingarnar héldu ekki vatni. Enn fleira var týnt til. Í greinar­ gerð frá sérfræðingahópi verka­ lýðshreyfingarinnar sem var birt í byrjun árs var mælt gegn bankasöl­ unni, meðal annars vegna þess að skort hefði samfélagslega umræðu um framtíðarsýn fyrir fjármála­ kerfið. Auk þess þyrfti að byggja upp meira traust á bankakerfinu og eftirlitsstofnunum áður en Íslands­ banki yrði seldur. Í örvæntingu var fálmað eftir hverju því sem gæti gert sölu Íslandsbanka tortryggilega. Sala bankans er eitt af nokkrum nýlegum dæmum sem sýna að framtakssemi í atvinnulífinu á undir högg að sækja. Hún kallar fram neikvætt og ósjálfrátt við­ bragð eins og slegið sé á hnéskelj­ arnar. Gildir þá einu hvort fram­ takið snúi að atvinnuuppbyggingu eða dreifingu eignarhalds í mikil­ vægum atvinnugreinum. Sem kunnugt er þrýsti stjórn VR á Lífeyrissjóð verzlunarmanna að sniðganga hlutafjárútboð Iceland­ air og formaður stéttarfélagsins hvatti einnig til sniðgöngu á hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar. Forseti ASÍ fann stofnun flugfélags­ ins Play allt til foráttu og formaður Eflingar lýsti áhyggjum sínum af því að endurreisn ferðaþjónustunn­ ar leiddi til „gullgrafaraæðis“. Framferði verkalýðsforingja og þingmanna endurspeglar ekki heil­ brigt mótvægi við atvinnurekendur heldur óþol gagnvart efnahags­ legum framförum. n Óþol fyrir framförum Þorsteinn Friðrik Halldórsson n Skoðun thorsteinn@frettabladid.is Á hluthafafundi fjárfestingafélagsins Hvals í lok síðasta mánaðar var tekin sú ákvörðun að lækka hlutafé félagsins með greiðslu til ákveðinna hlut­ hafa að fjárhæð 2,3 milljarðar króna. Hvalur hafði áður innleyst bréf þriggja hluthafa með greiðslu að fjárhæð 1.365 milljónir auk drátt­ arvaxta en félaginu bar skylda til þess samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands. Hluthafarnir þrír, sem réðu yfir 5,3 prósenta hlut, voru félög í eigu feðganna Einars Sveins­ sonar og Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar. Þeir stefndu Hval og sökuðu Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta hluthafa Hvals, um að hafa aflað ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa með kaupum sínum á hlutum á „verulegu undirverði“ 2017 og 2018. Með þessu hefði Kristján gerst brotlegur við ákvæði laga um hlutafélög og hluthafarnir ættu því rétt á innlausn samkvæmt tilteknu ákvæði sem kom fyrst inn í lögin árið 2010. n Hvalur gerir upp við fleiri hluthafa ORKUNA FLOKKA TIL AÐ Garðaúrgangsgámur fyrir heimilið Nú getur þú losað þig við garðaúrganginn á eftirfarandi Orkustöðvum í júní. • Hraunbæ, Reykjavík • Kleppsvegi, Reykjavík • Reykjavíkurvegi, Hafnarrði • Suðurströnd, Seltjarnarnesi Orkan — Lauétt fyrir þig NÝTUM Það skipti mig miklu máli að vera fínn og í raun vildi ég vera best klæddi maður Seðlabank ans. Því þann- ig vildi ég sýna stöðunni minni virðingu.  Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.