Fréttablaðið - 16.06.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 16.06.2021, Síða 36
Við fórum að lesa okkur til um það og þá kom í ljós að um miðja síðustu öld bjó í hús- inu maður sem hét Magnús Jónsson sem átti eina dóttur og drukknaði á sjó. Skuggahverfið er ný kvik- mynd í leikstjórn Jóns Einarssonar Gústafssonar og Karolinu Lewicka sem segir frá óútskýrðum atburðum og því hvernig áföll fyrri alda lifa enn innra með okkur. „Í Skuggahverfinu er allt fullt af sögum og það sem heillar mig eru sögur sem eru sannar og spretta upp úr íslenskum raunveruleika, segir Jón Gústafsson kvikmyndagerðar- maður en Íslenska-kanadíska kvik- myndin Shadowtown eða Skugga- hverfið, er loks komin í almennar sýningar. Myndin, sem leikstýrt er af Jóni og eiginkonu hans Karolinu Lewicka, var frumsýnd á RIFF í fyrra en fresta þurfti almennum sýningum margoft vegna heims- faraldursins. Afi í bakgrunni Jón segir í viðtali á Fréttavaktinni á Hringbraut að sagan á bak við kvik- myndina komi frá sögu sem pabbi hans sagði honum af pabba sínum, afa Jóns, sem hafði verið skipstjóri á togara og þarf að fara í land þar sem konan hans, amma Jóns, veiktist og var ekki hugað líf um nóttina. Annar maður fær plássið á togaran- um. „ Amma vaknar svo alveg frísk en togarinn sökk,“ segir Jón. „Síðan ég heyrði þessa sögu hef ég verið að velta fyrir mér hvað hafi orðið um hina fjölskylduna sem missti fyrir- vinnuna.“ Jón nefnir að um miðja síðustu öld sukku togarar reglulega, tugir manna drukknuðu og mikill fjöldi barna missti föður sinn. „Þetta eru sárin í íslenskri sögu og fjölskyld- um,“ segir hann. Grunar glæp Sögusviðið er Skugga hverfið á góðæristíma árið 2007. Kanadíska leik kon an Brittany Bristow fer með aðal hlut verkið og leikur konu frá Kanada, Mayu, sem erf ir hús ömmu sinn ar í Reykja vík, konu sem hún þekkti ekki og vissi ekki af. Maya fer til Íslands til að ganga frá dánar- búinu og uppgötvar þá ýmislegt um ræt ur sín ar og fortíðina, dul ar full ir at b urðir eiga sér stað og hana fer að gruna að glæpur hafi verið framinn. „Við segjum nokkra þræði í sögunni en svörum ekki öllum spurningum og leyfum áhorfandanum að fylla upp í sjálfum,“ segir Jón. Óútskýrðar tilviljanir Hann segir að við vinnslu myndar- innar hafi ýmislegt óútskýranlegt gerst. „Við höfðum rétt svo breytt nafninu á karakternum, gamla manninum sem drukknaði, í Magnús Jónsson, þegar við fundum þetta litla hús í Skuggahverfinu. Við fórum að lesa okkur til um það og þá kom í ljós að um miðja síðustu öld bjó í húsinu maður sem hét Magnús Jónsson sem átti eina dóttur og drukknaði á sjó.“ Fleira gekk á í kringum gerð myndarinnar. Ekið var á Bristow í Toronto þegar hún var á leið til landsins í tökur svo hún slasaðist og Ingamaría slasaðist lífshættulega í Kaupmannahöfn þegar hún varð fyrir bíl. Í myndinni er einmitt sena þar sem bíll ekur á hana. Áföllin búa í okkur Myndin fjallar meðal annars um áföll og reynslu sem erfist innan fjölskyldna og segir Jón að hér á landi hafi mannfall og harmur ekki verið vegna styrjalda heldur hafi Íslendingar missti þúsundir manna sinna á sjó. Sár og sál þjóðarinnar liggi í þessu meinar Jón. „Ég erfi það að tveir af mínum forfeðrum drukknuðu rétt fyrir utan Akranes og fólk stóð á ströndinni og horfði á Sárin í íslenskum fjölskyldum „Það sem heillar mig eru sögur sem eru sannar og spretta upp úr íslenskum raunveruleika,“ segir Jón Einars- son Gústafsson kvikmynda- gerðarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Karolina Lewicka leikstjóri, Eliza Reid, Edda Björgvinsdóttir og Jón Einarsson Gústafsson. MYND/GUNNAR FREYR STEINNSON Myndin vakti áhuga margra sem mættu á laugardaginn í bíó . Edward Farmer, Eric Wolf , Kári Stefánsson og Val- gerður Ólafsdóttir. MYND/GUNNAR FREYR STEINNSON Skuggahverfið er loks komin í sýningar og gestir mættu á laugardaginn. Bjarni Svanur Friðsteinsson, Ástrós Skúla- dóttir og Birkir Már Árnason. MYND/GUNNAR FREYR STEINSSON þá.“ Í þessu megi finna skýringar á ótta fólks við forlögin. Mystískar sögur i fjölskyldunni Fólk eins og í hans eigin fjölskyldu hafi verið fullt af mystískum sögum sem Jón hefur nú notað í íslenska bíómynd, „því þær hafa áhrif í dag“. Reynsla kynslóðanna búi í hverri manneskju. „Kári Stefánsson hefur jafnvel sagt að við erfum hugsanir,“ bætir Jón við. „Ég held því fram að þessi mynd sé sambland af mystík, þjóðtrú, draugum og íslenskum raunveru- leika.“ Aðrir leikarar í myndinni eru John Rhys-Davies, þekktur úr Hringadróttinssögu, Edda Björg- vins dótt ur, Kol beinn Arn björns- son, Ingamaría Eyj ólfs dótt ir og Atli Óskar Fjalars son. Mynd in er sýnd í Há skóla bíói og Sam bíó un um í Álfa bakka. ■ Linda Blöndal linda @frettabladid.is LÍFIÐ 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.