Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Side 15

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 01.12.1950, Side 15
STARFSMANNABLAÐIÐ 15 Samþykktir 13. þingsins. 1. Laimamál. Endurskoöuu launalaga. 13. þing B.S.R.B. ítrekar fyrri kröf- ur um setningu endurbættra launalaga. Hinsvegar telur þingið, að upplýsing- ar þær, sem fengizt hafa um frv. til nýrra launalaga, bendi til þess, að það frv. sé ekki í nægu samræmi við kröf- ur bandalagsþinga og milliþinganefndar í dýrtíðar- og launamálum. Þingið telur því nauðsynlegt, að kjósa 3 manna milliþinganefnd, er nú þegar fái að f jalla um umrætt frv. í nánu sam- ráði við einstök félög innan B.S.R.B. og stjórn bandalagsins. Leitast verði við að fá það frv. flutt og samþykkt á reglulegu Alþingi 1951. Við athugun frv. leggur þingið á- herzlu á eftirtalin atriði: 1) Flokkað sé eftir störfum, en ekki stofnunum. kostur á að kynna sér til hlítar ástæð- ur fyrir þeim. Félagið leyfir sér að vekja at- hygli á því í sambandi við fyrirhug- aðan samdrátt og sparnað í rekstri rík- isins, að eigi er síður nauðsynlegt að löggjafinn beiti sér fyrir svipuðum skipulagsbreytingum í þeim einka- rekstri, sem nýtur stórfelldrar aðstoð- ar ríkssjóðs árlega. Hætta er á, að sparnaðartilraunir í ríkisrekstri verði ekki teknar alvarlega, nema sýnt sé, að ákveðinn vilji sé til þess og viðleitni að afnema sérrétt- indi til óhófseyðslu og sóunar á hvers- konar verðmæturr þjóðarinnar." 2) Enginn starfsmaður lækki í laun- um, meðan hann gegnir því starfi, sem hann hefur við gildistöku nýrra launa- laga. 3) Að laun séu a. m. k. sambærileg við það sem tíðkast á frjálsum vinnu- markaði en lægstu laun þó svo há, að teljast megi lífvænleg. 4) Að þar til kjörin nefnd (sbr. sam- þykktir fyrri þinga B.S.R.B.) ákvarði, hvort stöður þær, er losna, verði lagð- ar niður eða ekki. 5) Tala starfsmanna verði ekki á- kveðin í launalögum. 6) Að jafnrétti karla og kvenna til starfa og launa verði tryggt. 7) Bráðabirgðaákvæði launalaganna verði efnislega þannig: Þar til sett hafa verið lög um réttindi og skyldur em- bættismanna og starfsmanna hins opin- bera, skal vinnutími ákvarðaður í fullu samráði við stjórn B.S.R.B. Auk þessa er þingið samþykkt stefnu- atriðum, sem fram koma í tillögum þeim um launamál, sem stjórn B.S.R.B. lagði fram í þingbyrjun og leggur sérstaka áherzlu á tölulið 1 A—B, tölulið 3 og 5 og tölulið 6, fyrri málsgrein. Leiðrétting launa. Vegna dráttar, sem verða kann á setn- ingu nýrra launalaga, felur 13. þing B.S.R.B. stjórn bandalagsins að fá nú þegar bætt kjör þeirra, sem mestum misrétti hafa verið beittir um laun og starfstíma. Launaniál bæja.starfsmanna. A. 13. þing B.S.R.B., felur stjórn bandalagsins að stuðla að því eftir

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.