Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 3

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 3
XV. ÁRG. 2. TBl. ASUUBUR NO V. 1966 ÚTGEFANDI: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. RITNEFND: Haraldur Steinþórsson (ábm.), Bjarni Sigurðs- son, Björn Bjarman, Guðjón B. Baldvinsson, Svavar Helgason, Valborg Bentsdóttir. Afgr.: Bræðraborgarstíg 9. Símar: 13009 og 22877. ORLOFSHEIMILI Á síðciri tímum er almennt viðurkennd nauðsyn þess, að menn fái orlof nokhrar vikur drlega til þess að hvíla sig frá daglegum störfum og endurnýja þannig starfskrafta og varðveita betur heilsu sína. En þó menn fái orlof, er það sífellt vandamál fýrir flesta, hvernig því verði varið á þann hátt, að út úr því fáist sú hvíld og hressing, sem til er ætlast. Ferðalög innan lands og utan eru kostnaðársöm og sama er að segja um dvöl á sumarhótelum. Af þeim og öðrum ástæðum er oft erfitt að verja orlofinu A réttan hátt, ékki sízt fyrir bdmafjölskyldur. Það er þess vegna engin tilviljun, að mikill áhugi er að vakna hjá ýmsum félagssamtökum hér á landi fyrir því að reisa orlofsheimili til þess að hæta lír brýnni þörf. Hér vantar staði þar sem menn geti dvalið stuttan tíma yfir sumarið án óhóflegs tilkostnaðar, og þannig gert sumarleyfið að þeim raunverulega hvíldartíma og ánægjustundum, sem því er ætlað að vera. Á þingi B.S.R.B. í október s. I. var samþykkt að hefjast handa um undir- búning drlofsheimila fyrir opinbera starfsmenn með því að leita eftir kaupum á landi á hentugum stað. Þegar landið er fundið verður að vinna kappsamlega að því að fylgja þessu máli eftir og tryggja fjárhagslegan grundvöll þess, þannig að fyrstu orlofsheimili samtaka okkar geti risið af grunni sem allra fyrst. Það þarf að stefna að því að sem alíra flestir geti átt þess kost að njóta orlofsins í orlafsheimilum, sem samtökin láta reisa. K. Th. ÁSGARÐUR 3

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.