Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 14

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 14
stærri sambönd. Þingið beinir því til bandalags- stjórnar, að ræða þetta mál við fulltrúa Alþýðu- sambands fslands. í þessu sambandi telur þingið mjög nauðsynlegt, að launþegasamtökin í land- inu komi á sameiginlegri hagstofnun, er hafi það hlutverk að framkvæma hagfræðilegar rann- sóknir, er koma mættu samtökunum að gagni í kjarabaráttu þeirra og verði til eflingar sam- stöðu þeirra. Einnig verði athugað, hvort til- tækilegt væri að finna launþegasamtökunum sameiginlegan starfsvettvang á annan hátt, t. d. með sameiginlegu þinghaldi sérstaklega kjör- inna fulltrúa, sem hefðu góð starfsskilyrði. Um leið og þingið sendir væntanlegu þingi A.S.Í. kveðju sína, væntir það þess, að þar verði þessu máli einnig gaumur gefinn. IV. Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna. Þingið hvetur bandalagsfélög og stjórn að vera enn vel á verði um lífeyrissjóði starfsmanna og að ekki verði skert réttindi þeirra, sem eru fé- lagar í þessum lífeyrissjóðum, til lána úr hinu almenna veðlánakerfi. Þá andmælir þingið því, að lífeyrissjóðslán verði vísitölubimdin. V. Slysatryggingar. Þingið bendir á, að lögboðaðar slysatryggingar eru ekki fullnægjandi miðað við þá áhættu, sem ýmsum störfum opinberra starfsmanna fylgir, og felur bandalagsstjórn að leita leiðrétt- ingar í þessu efni. VI. Ýmis réttindi starfsmanna. Þingið felur bandalagsstjórn að vinna að því eftir öllum tiltækum leiðum, að föst eftirvinna verði greidd í veikindum, vaktaálag verði greitt í orlofi, orlofsfé verði greitt fyrir alla yfirvinnu og tekin verði upp ótvíræð ákvæði um rétt ráð- inna starfsmanna til skipunar í starf og gildi skipunarbréfs. Frá samningsréttarnefnd. 24. þing B.S.R.B. fagnar því, að skipuð hefur verið nefnd til að endurskoða lög um samnings- rétt opinberra starfsmanna og væntir þess að hún hraði störfum, svo að unnt verði að afgreiða breytingar á komandi Alþingi. Þingið felur fulltrúum bandalagsins í nefnd- inni að beita sér fyrir eftirfarandi: a) Viðurkenndur verði fullur samningsréttur opinberra starfsmanna og þar með talinn verkfallsréttur. b) Aukin verði áhrif einstakra bandalagsfélaga á samningagerðina og jafnframt verði Alþingi beinn aðili að skipun samninganefndar af hálfu ríkisins og á sama hátt verði bæjar- stjómir beinn aðili. c) Kjarasamningar verði víðtækari en nú er og nái m. a. til lífeyrisréttinda, hlunninda, auka- tekna, orlofsréttar, kaups í veikindaforföll- um og annarra fríðinda, sem líkt er farið. d) Akvæðin um uppsögn kjarasamninga svo og tíminn til samningaviðræðna verði endurskoð- að og miðað við reynslu í undanförnum samn- ingum. e) Ollum þeim, sem kjarasamningar ná til skal skylt að greiða samningsréttargjald til sam- takanna, enda eiga þeir rétt á að gerast fé- lagsmenn. Frá skipulagsnefnd. I. Inntökubeiðni frá Félagi íslenzkra flugum- ferðastjóra og Félagi starfsmanna loftskeyta- stöðvarinnar í Gufunesi. 24. þing B.S.R.B. lítur svo á, að inntaka þeirra tveggja félaga, sem um getur í A-lið á þing- skjali nr. 6 varði svo veigamikil grundvallar- atriði í skipulagsmálum B.S.R.B., að ekki sé unnt að verða við beiðni téðra félaga á þessu þingi bandalagsins. Þingið telur, að þetta mál þurfi nánari athugun en unnt er að framkvæma á yfirstandandi þingi, enda verður það naumast slitið úr tengslum við margþætt skipulagsmál B.S.R.B. Þingið samþykkir að kosin verði 11 manna milliþinganefnd til að endurskoða skipulagsmál og lög bandalagsins. Nefndin skili áliti sínu til stjórnar bandalagsins fyrir 1. janúar 1968. II. Yegna framkominnar beiðni frá Starfsmanna- félagi Ríkisútvarpsins — Sjónvarp, sem 24. þing B.S.R.B. hefur fengið til meðferðar, ákveður þing B.S.R.B. með tilvísun til þeirra raka, sem fram koma í tillögu Varðandi inntökubeiðni tveggja félaga, sbr. þingskjal nr. 11, að synja þessari inntökubeiðni á sama hátt og þar greinir. Frá allsherjarnefnd. Orlof sheimilas j óður. 24. þing B.S.R.B. felur bandalagsstjórninni að beita sér fyrir að útvega og skipuleggja land með það fyrir augum að gefa bandalagsfélögum kost á að eignast orlofsheimili. Til þessara framkvæmda heimilar þingið banda- 14 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.