Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 31

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 31
Kjaradóms og á stjómarfundi 15. des. 1965 var samþykkt eftirfarandi mótmælaályktun með at- kvæðum allra fundarmanna: I. Stjóm B. S. R. B. mótmælir harðlega dómi Kjaradóms, uppkveðnum 30. nóv. s. 1. Með 7% almennri launahækkun eru ríkis- starfsmönnum ákveðin mun lægri laun en lág- markslaun samkvæmt sambærilegum kjarasamn- ingum annarra stéttarfélaga. Ríkisstjómin og Kjaradómur höfðu í höndum tölulegan saman- burð varðandi launakjör á frjálsum vinnumark- aði. Þótt ekki sé tekið tillit til yfirborgana þar, sannar sá samahburður réttmæti miklu meiri kjarabóta til opinberra starfsmanna en þeim vom dæmdar. Það skal viðurkennt, að dómurinn hefur hækkað allmarga ríkisstarfsmenn í launaflokki og þar með komið nokkuð til móts við óskir þeirra sérstaklega, en þær breytingar ná of skammt og sumar skapa beinlínis ósamræmi gagnvart öðrum starfshópum. Hinn 1. marz 1964 staðfesti Kjaradómur synjun ríkisstjómarinnar um 15% launahækkun til opin- berra starfsmanna, eingöngu á þeim forsendum að hann með því vildi gera tilraun til stöðvunar verðbólgu. Því fer fjarri, að synjun þessi hafi nokkur áhrif haft til að draga úr verðbólguþróun- innl Þrátt fyrir þetta er það ranglæti, sem þá var framið, ekki leiðrétt nú. f dómi sínum 1963 leiðrétti Kjaradómur veru- lega kjör opinberra starfsmanna. Með síðari dómum sínum hefur hann tekið þessa leiðréttingu aftur að miklu leyti að því er virðist samkvæmt kröfu ríkisvaldsins og bregzt þar með því hlutleysi sem honum ber. Þegar kjarasamningalögin voru sett á árinu 1962 lýsti stjórn B. S. R. B. yfir því að þrátt fyrir samkomulag um þá lagasetningu sem talin var spor í rétta átt, viðurkenndi hún ekki réttmæti þess, að kjör launþega væru ákveðin með lög- skipuðum gerðardómi. Að fenginni reynslu af slíkum gerðardómi leggur stjóm B. S. R. B. áherzlu á að hún telur óhjákvæmilegt, að opinberir starfsmenn fái fullan samningsrétt til jafns við aðra launþega, þar með talinn verkfállsréttur. II. Stjóm B. S. R. B. felur fulltrúum banda- lagsins í nefnd þeirri, sem hefur með höndum endurskoðun kjarasamningalaganna að vinna að því, að nefndin semji nú þegar fmmvarp til laga um fullan samningsrétt til handa opinberum starfsmönnum. III. Stjórn B. S. R. B. skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp það, sem nú liggur fyrir þinginu um að fella úr gildi lög frá 1915, er banna opinberum starfsmönnum verkföll. Framkvæmdin: I sambandi við skipun einstakhnga í launa- flokka var óskað eftir breytingartillögum frá fé- lögunum. Hefur Kjararáð athugað þessar tillögur og síðan sent kröfur, sem því hefur borizt um breytingar til samninganefndar ríkisins. Nokkrar leiðréttingar hafa fengizt fram en öðrum beiðn- um verið synjað af ríkinu og enn vantar svör við nokkrum kröfum. Enn hefur verið sá ágalli á störfum samninga- nefndar ríkisins, að nefndin leggur ekki fram greinargerðir tun störf einstakra starfsmanna, Synjanir á kröfum B. S. R. B. varðandi skipun einstaklinga í launaflokka eru því oftast studdar litlum eða engum rökum, eins og áður. Starf Kjaranefndar: I sambandi við framkvæmd á dómi Kjara- dóms frá 30. nóv. 1965 hafa rerið lögð fyrir Kjaranefnd 8 mál, en engir úrskurðir í þeim komnir frá nefndinni, þegar þessi skýrsla er tekin saman. Málarekstur fyrir Kjaranefnd fer þannig fram, að málflutningsmenn Kjararáðs leggja fram skrif- lega kröfugerð, ásamt greinargerð fyrir kröf- unum. Síðan fær varnaraðili (málflytjandi ríkis- ins eða bæjarfélagsins) málið til athugunar og gerir gagnkröfur ásamt greinargerð. Því næst skiptast aðilar á skriflegum athugasemdum, en nefndin kveður ekki upp úrskurð í máli fyrr en báðir aðilar hafa lýst yfir að gagnasöfnun sé lokið. Haraldur Steinþórsson og Guðjón B. Baldvins- son hafa annazt málflutning fyrir Kjaranefnd af hálfu B. S. R. B. A fyrra samningstímabilinu voru lögð 419 mál fyrir Kjaranefnd, er snertu laun eða starfskjör 5—600 einstaklinga. Úrskurðir féllu á þann veg, að um 35% málanna töpuðust, en nokkra eða fulla lagfæringu eða hækkun fengu um 65% þeirra er hlut áttu að máli. Þess má geta, að hinn mikli fjöldi kjara- nefndarmála á fyrsta samningstímabilinu stafar af því, að tekið er þá upp algerlega nýtt launa- kerfi, og voru því mörg atriði óljós og ollu ágreiningi. ÁSGARÐUR 31

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.