Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Side 32

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Side 32
Ágreiningsatriði um vinnutíma o. fl.. Ágreiningur er ennþá um framkvæmd dóms Kjaradóms um nokkur atriði varðandi vinnu- tíma. Hefur bandalagsfélögunum verið skrifað og þau beðin að senda bandalagsstjórn greinar- gerðir um ágreiningsatriði varðandi vaktavinnu- fyrirkomulag og greiðslur fyrir yfirvinnu. Var þetta gert til þess að heildaryfirlit fengist um málið og betri grundvöllur til viðræðna við ríkisvaldið um þessi atriði. Svör hafa enn ekki borizt frá öllum félögum við þessu bréfi, en ýmis atriði varðandi vinnu- tíma eru til athugunar hjá samninganefnd rikis- ins. Kjarasamningar bæjarstarfsmanna: Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram um upp- sögn samninga bæjarstarfsmanna í þeim kaup- stöðum, þar sem starfsmannafélög eru til. Munu 753 bæjarstarfsmenn hafa greitt atkvæði, og samþykktu 714 að segja upp samningum en 35 voru andvígir því og 4 seðlar auðir og ógildir. Stjórn B. S. R. B. boðaði til ráðstefnu bæjar- starfsmanna 14. og 15. júní 1965 og mættu þar fulltrúar frá öllum bandalagsfélögum bæjar- starfsmanna auk stjórnarmeðlima B. S. R. B. Voru samþykktar eftirfarandi ábendingar til félagsstjórnanna: 1) Bæjarstarfsmannafélögin leggi ekki fram sérstakan launastiga í upphafi viðræðna, en leggi í þess stað fram þá samþykkt bandalagsstjórnar frá fundi 28. maí s. 1., sem afhent var ríkisstjórninni með kröfugerð ríkisstarfsmanna. 2) Bæjarstarfsmannafélögin leggi fram breyt- ingartillögur varðandi vinnutíma, yfirvinnu o. fl. í samræmi við kröfugerð ríkisstarfs- manna. 3) Krafizt verði fullrar viðurkenningar á ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfs- manna til samræmis við lög nr. 38/1954 með áorðnum breytingum. 4) I væntanlegum samningum bæjarstarfs- manna verði sett fram krafa um myndun samstarfsnefnda félagsins og viðkomandi bæjarstjórnar, þar sem slíkt er ekki þegar komið til. Einnig voru samþykktar ábendingar varð- andi röðun bæjarstarfsmanna í launaflokka. Félög bæjarstarfsmanna settu síðan fram kröf- ur sínar í samræmi við þetta fyrir 1. júlí 1965. Samningaviðræður munu þó yfirleitt hafa legið 32 ÁSGARÐUR niðri yfir sumarið, en teknar upp í september. Fulltrúar frá B. S. R . B. tóku þátt í samn- ingaviðræðum, þar sem þess var óskað. Samkvæmt breytingum á reglugerð um kjara- samninga sveitarfélaga, sem gerð hafði verið, þá átti kjaradeila bæjarstarfsmanna að ganga til sáttasemjara 15. sept. Munu sáttasemjarar hafa setið einhverja samningafundi aðila á sumum stöðum. Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar náði sam- komulagi um laun og önnur starfskjör 8. okt. Var þar samið um 13% hækkun grunnlauna, einnig færslu milli launaflokka til hækkunar fyrir allmarga starfsmenn og ýmis atriði varð- andi starfskjör, sem opinberir starfsmenn ekki höfðu haft. Má þar nefna 7% orlof á allt yfir- vinnukaup og föst yfirvinna skyldi greidd í slysa- og veikindaforföllum og nætur- og helgidaga- vinna greidd með 100%álagi. Samningur þessi olli því, að það rofnaði sam- staðan, sem rejmt hafði verið að skapa meðal forráðamanna kaupstaðanna um að standa gegn kjarabótum til baajarstarfsmanna, sem gætu talizt fordæmi fyrir ríkisstarfsmenn. Samninga- umleitanir á svipuðum grundvelli og á Akra- nesi voru sums staðar komnar nokkuð áleiðis. Þann 14. október, eða daginn áður en kjara- deilur bæjarstarfsmanna skyldu ganga til Kjara- dóms boðaði sáttasemjari samningsaðila á Suður- og Vesturlandi til sáttafundar í Reykjavík. Afleið- ing þess fundar varð, að sjálfstætt frumkvæði einstakra kaupstaða til að ná samkomulagi var stöðvað og endanlega slitnaði upp úr samninga- viðræðum hjá flestum bæjarstarfsmönnum. Þó samdi Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 15. október um nokkrar breytingar á röðun starfsheita en jafnframt, að þar skyldi gilda dómur Kjaradóms um launastiga ríkisstarfsmanna og einnig um vinnutíma, yfirvinnukaup og önnur starfskjör. Starfsmannafélag Kópavogskaupstaðar samdi 16. okt. um röðun starfsheita og var um hækkun að ræða á allmörgum þeirra. Einnig samdist þar um vinnutíma, yfirvinnu o. fl. og fékkst þar lag- færing á nokkrum atriðum frá fyrri samningi. Samið var um að launastigi skyldi vera sá sami og Kjaradómur dæmdi ríkisstarfsmönnum. Mál varðandi starfsmenn eftirtalinna félaga gengu síðan til Kjaradóms: Lögreglufél. Reykja- víkur, Starfsmannafélags Hafnarfjarðarkaupstað- ar, Starfsmannafélags Keflavíkurbæjar, Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar, Starfsmannafélags

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.