Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 33

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 33
Þingíulltriíar aS kaffidrykkju að Hótel Sögu. Vestmannaeyja og Félags opinberra starfsmanna ísafirði. Samninganefnd Lögreglufélagsins annaðist mál- flutning af þess hálfu, en hin málin fluttu þeir Guðjón B. Baldvinsson og Haraldur Steinþórs- son. Eftir að fyrir lá dómur frá 30. nóv. 1965 um vinnutíma, yfirvinnu o. fl. fyrir rikisstarfsmenn, þá var gengið frá samkomulagi samningsaðila annarra en lögreglumanna um þau atriði og einnig var gert samkomulag um röðun starfs- heita í Hafnarfirði. Að loknum munnlegum málflutningi, sem fram fór 8.—20. desember kvað Kjaradómur upp dóma sína. Dómur í máli lögreglumanna var kveðinn upp 20. desember en hinir 29. des. Launastigi var alls srtaðar ákveðinn hinn sami og hjá ríkisstarfsmönnum, en nokkrar tilfærslur voru gerðar til hækkunar á röðum starfsheita, þó misjafnlega margar eftir stöðtnn. Dómar þessir hafa verið birtir í Asgarði. Breytingar gerðar eftir dóm Kjaradóms. Breytingar á röðun í launaflokka í samræmi við dóm Kjaradóms frá 30. nóv. 1965 munu hafa náð til þriðjungs af ríkisstarfsmönnum eða um 1700 manna. Flestir þeirra hafa þó aðeins hækkað um einn launaflokk og launahækkun þeirra því orðið um 11%. Einnig eru dæmi um, að starfs- heitum einstaklinga hafi verið breytt til hækk- unar. Meginhluti opinberra starfsmanna fékk þó ein- ungis þá 7% almennu grunnkaupshækkun, sem Kjaradómur dæmdi, sem er langtum minna en réttlátur samanburður við aðra starfshópa gaf tilefni til. Tilfærslur þær, sem gerðar voru reynd- ust heldur ekki nægilega miklar og of handahófs- kenndar. Það munu hafa átt sér stað uppsagnir einstakra starfsmanna í ýmsum greinum vegna óánægju með launakjörin. Almennar uppsagnir áttu sér stað hjá línumönnum, símvirkjum og símritur- xun í þjónustu Landssímans, dagskrártækni- mönnum útvarpsins og sjúkrahúslæknum. Ríkisvaldið hefur í þessu sambandi tekið upp beina samninga við forráðamenn einstakra fé- laga eða starfshópa og síðan fallizt á breytingar frá því, sem dæmt var af Kjaradómi, og sem ríkið sjálft hafði algerlega hafnað í samninga- viðræðum. Stærsta skrefið í þessum efnum er stigið gagnvart sjúkrahúslæknum. Stjómamefnd ríkis- spítalanna og Reykjavíkurborg gerðu sjálfstæða kjarasamninga við Læknafélag íslands og með því eru sjúkrahúslæknar í raun orðnir undan- þegnir lögum þeim, sem gilda um opinbera starfs- menn og hafa fengið fullan samningsrétt. Launa- kjör þau, sem samið var um við lækna eru ekki ÁSGARÐUR 33

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.