Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Side 35

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Side 35
í neinu samræmi við dóm Kjaradóms, heldur er þar um að ræða því sem næst tvöföldun á kaupi. Samningar þessir hafa verið birtir í heild í Ás- garði, svo að ekki er ástæða til að rekja hér ein- stök atriði þeirra. Fj ármálaráðherra skrifaði stjóm B.S.R.B. bréf í febrúar 1966, þar sem settar eru fram tillögur um framhaldsnámsskeið fyrir línumenn, teng- ingamenn og símvirkja, sem veiti síðan tveggja launaflokka hækkun. Fyrir símritara skyldu vera námskeið sem veitti eins flokks launahækkun. Röðun verkstjóra og yfirmanna breyttist til hækkunar í samræmi við þetta. Síðan sagði í niðurlagi bréfsins: „Samþykki ráðuneytisins á framangreindum tillögum er háð því, að stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja lýsi því yfir fyrir sitt leyti, að hún telji þessa ráðstöfun ekki geta skapað fordæmi fyrir kröfum annarra starfshópa £ þjón- ustu ríkisins um launahækkanir." Stjórn B.S.R.B. leitaði umsagnar nokkurra bandalagsfélaga um tillögur ráðherra, og að þeim fengnum svaraði hún bréfi þessu svohljóðandi: „Sem svar við bréfi ráðuneytisins, dags. 15. f. m. tekur stjórn B.S.R.B. fram, að banda- lagið mun hér eftir sem hingað til hafa þá starfs- aðferð í sambandi við framkvæmd samninga að setja fram sjálfstæðar tillögur og rökstuðning vegna kjarabóta til hvers einstaks starfsmanns og starfshóps og forðast að rökstyðja kröfur eins aðila innan B.S.R.B. með samanburði við annan. Jafnframt tekur stjóm B.S.R.B. fram, að með bessu afsalar hún heildarsamtökunum eða ein- stökum bandalagsfélögum engum rétti. er þau telja sig hafa til þess að vinna að hagsmunamál- um meðlima samtakanna." Fjármálaráðherra ákvað síðan breytingar á stöðum tæknimanna hjá Landssímanum og er bandalaginu kunnugt um hækkun 69 símvirkja og verkstjóra þeirra og 60 línumanna og verk- stjóra þeirra. Loftskeytamenn og símritarar, sem sagt hafa lausum stöðum sínum munu ekki hafa aftur- kallað uppsagnir sínar, en uppsagnarfrestur þeirra mun renna út í byrjun október. Dagskrártæknimenn hjá Ríkisútvarpinu voru hækkaðir frá dómi Kjaradóms eftir ákvörðun fjármálaráðuneytis og sumir þeirra um nokkra launaflokka. Þá er bandalaginu kunnugt um, að nokkur starfsheiti í Keflavík hafa verið hækkuð um einn launaflokk frá dómi Kjaradóms. Ekki hef- ur B.S.R.B. verið tilkynnt um aðrar breytingar á röðun starfsheita bæjarstarfsmanna, en til- færslur starfsmanna milli starfsheita munu sums staðar hafa átt sér stað. 6,6% launahækkun frá 1. okt. 1964: í júnímánuði 1964 óskaði stjórn B.S.R.B. eftir samkomulagi við ríkisstjórnina á sama grund- velli og verkalýðsfélögin gerðu í hinu svonefnda „j únísamkomulagi" 1964 við Vinnuveitendasam- band íslands og ríkisstjómina. Þegar þeirri ósk hafði verið synjað af rikis- stjórninni og komið var fram í desember ákvað bandalagsstjómin að gera laúnahækkunarkröfu á grundvelli 7. gr. kjarasamningalaganna. Ástæð- an til þess, að slík krafa var ekki sett fram fyrr var, að almennar launahækkanir annarra stétta urðu ekki fyrr en á haustmánuðum, þó sum verkalýðsfélög næðu samkomulagi í júní. Bandalagsstjórnin taldi rétt að taka þá jafn- framt upp að nýju kröfuna um 15% launahækk- un, sem Kjaradómur hafði hafnað 31. marz 1964. í upphafi viðræðna í des. 1964 kom það skýrt fram, að ríkisstjórnin léði ekki máls á viðræð- um um 15% kröfuna, en lýsti sig reiðubúna til viðræðna á grundvelli launahækkana, sem urðu skv. júnísamkomulaginu. 28. janúar 1965 vom svo undirritaðir samn- ingar, sem fólu í sér 6,6% launahækkun til ríkis- starfsmanna frá 1. okt. 1964 að telja. Þó skyldi yfirvinnukaup og vaktaálag vera óbreytt til 1. jan. 1965. Jafnframt var samið um að eftirvinnuálag lækkaði frá 1. jan. 1965 úr 60% í 50%. Var þetta til samræmis við júnísamkomulag verkalýðs- félaganna. 4% launalækkun frá 15. júli 1965. Hinn 16. ágúst 1965 var samið við ríkisstjóm- ina um 4% launahækkun til opinberra starfs- manna og skyldi hækkunin gilda frá 15. júlí 1965. Jafnframt náðust samningar um að vikulegur vinnutími þeirra starfsmanna. sem höfðu 48 klst. vinnuviku styttist í 44 klst. Verðlagsuppbót á laun. Á árinu 1960 var hætt að greiða verðlagsupp- bætur á laun. Síðan hefur mikið af orku laun- þegasamtakanna farið í að berjast fyrir launa- hækkun til þess að vega á móti hækkvrn verð- lags. Hefur af hálfu launþegasamtakanna verið lögð áherzla á, að tekin yrði á ný upp greiðsla ÁSGARÐUR 35

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.