Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 37

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 37
verðlagsuppbótar. Um þetta var m. a. gerð ályktun á síðasta þingi B.S.R.B. I júnísamkomulagi verkalýðsfélaganna 1964 var samið um að löggjöf yrði sett á næsta Al- þingi um greiðslu verðlagsuppbóttar á laun. I viðræðum, sem fulltrúar B.S.R.B. áttu við fulltrúa ríkisstjórnarinnar í júní 1964 var því lýst yfir, að í væntanlegri löggjöf yrði einnig gert ráð fyrir verðlagsuppbótum á laun opin- berra starfsmanna. Samkvæmt lögum nr. 63/1964 hefur verið greidd verðlagsuppbót á laun opinberra starfs- manna og annarra launþega. Breytist vísitala launa á 3ja mánaða fresti, þannig að fyrir hvert stig sem kaupgreiðsluvísi- tala hækkar greiðist 0,61% verðlagsuppbót á grunnlaun. Verðlagsuppbótin vegur þvi ekki upp þær verðlagshækkanir, sem verða. Þar að auki mælir vísitala framfærslukostnaðar, sem kaupgreiðslu- vísitalan er miðuð við, alls ekki raunverulegar verðlagshækkanir. Sem dæmi um það má nefna, að samkvæmt vísitölunni er húsnæðiskostnaður hér á landi talinn hafa hækkað aðeins um 33% frá því í marz 1959, þótt allir viti, að á þessum tima hefur verð á íbúðum meira en tvöfaldast, vextir stþrhækkað, og húsnæðiskostnaður þar af leiðandi hækkað margfalt meira en vísitalan segir til um. Enda hefur vísitala byggingakostn- aðar hækkað úr 100 stigum 1959 í 222,1 stig í júní 1966. Þótt bót sé að því að launþegar fái greidda verðlagsuppbót mæta þær greiðslur engan veg- inn hinni sífellt vaxandi dýrtíð. Ásgarður: Á starfstímabilinu hafa komið út 5 tölublöð af blaði bandalagsins, Ásgarði. Þingum B.S.R.B. og stjórn þess hefur verið ljóst, að nauðsyn bæri til að efla útgáfustarfsemi bandalagsins, og gerði síðasta bandalagsþing ályktun um þetta efni. Á yfirstandandi starfstímabili hefur sérstök ritnefnd séð um blaðið, eins og oft áður, en nú var auk þess ráðinn ritstjóri, Bjöm Bjarman, til að sjá um útgáfuna, Blaðið hefur komið oftar út á þessu starfs- tímabili en áður, og óhætt mun að fullyrða, að tekizt hafi að gera það fjölbreyttara að efni .En æskilegt er að gera hér enn meira átak og auka og foæta útgáfuna enn. I ritnefnd eiga sæti Bjarni Sigurðsson, Guð- jón B. Baldvinsson, Svavar Helgason, Yalborg Bentsdóttir og Björn Bjarman, sem jafnframt hefur verið ritstjóri blaðsins. Préttatilkynningar hafa, eins og áður verið sendar öðru hvoru til blaða og útvarps, þegar ástæða hefur þótt til, varðandi ýmislegt í starfi samtakanna. Skrifstofan: Starfið á skrifstofunni hefur verið með svip- uðum hætti og áður. Þó hefur sú breyting orðið, að Guðjón B. Baldvinsson hefur ekki unnið þar fullt starf vegna síns aðalstarfs, en hefur starfað þar af og til að sérstökum verkefnum, svo sem í sambandi við samningaundirbúning. Starfslið skrifstofunnar er nú Haraldur Stein- þórsson, sem annast stjórn skrifstofunnar, Þórð- ur Hjaltason og Erla Gunnarsdóttir. Bandalagið er enn í sama húsnæði og áður að Bræðraborgarstíg 9. Skrifstofan hefur nú gert heildarspjaldskrá yfir alla meðlimi bandalagsfélaganna og einnig látið útbúa áritunarspjöld með heimilisföngum vegna útsendingar á blaðinu og til að útbúa kjörskrár o. fl. Rétt er að benda einstökum bandalagsfélögum á, að þau gætu átt þess kost að hagnýta sér þetta ef þau þyrftu þess með. Bandalagsfélögin hafa ekki öll gætt þess sem skyldi að tilkynna um breytingar á félagatali og heimilisföngum, en það er afar nauðsynlegt að spjaldskrá og áritunarspjöld séu í fullkomnu lagi. Síðasta bandalagsþing samþykkti að hefja undirbúning að húsbyggingu. Bandalagsstjómin hafði þá þegar sótt um lóð undir framtíðarfél- agsheimili. Munnleg svör hafa fengizt hjá borgar- yfirvöldunum um, að bandalagið muni væntan- lega eiga kost á lóð í nýja miðbænum svo nefnda. Nýjustu fréttir af því máli eru hins vegar þær, að enn muni líða 3—4 ár þangað til lokið verður við að skipuleggja þetta svæði. Er því nauðsyn- legt að taka húsbyggingarmál bandalagsins til nýrrar yfirvegunar. Orlof: Á árinu 1965 varð lenging á orlofi á frjálsum vinnumarkaði úr 18 í 21 virkan dag. Bandalagsstjórn fór þess á leit, að orlof ríkis- starfemanna lengdist hlutfallslega. Urðu all- miklar umræður um það mál, sem enduðu með samkomulagi við rikisstjórnina um, að orlof opinberra starfsmanna yrði 21 virkir dagar (í ÁSGARÐUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.