Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 41

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 41
2) Að dæmt verði, að Haukur eigi, er harm vinnur yfirvinnu í þágu radíóflugþjónust- unnar rétt til næturvinnugreiðslu fyrir þann tíma, sem fer fram úr 2 klst. þótt yfirvinna sé unnin á tímabilinu milli kl. 8 og 19. Úrslit málsins urðu þau, að ríkissjóður var sýknaður af kröfu B.S.R.B. um 33% álagsgreiðslu samkvæmt fyrri kröfuliðnum. Á hinn bóginn var talið skylt að greiða næturvinnukaup fyrir yfir- vinnu umfram 2 klst. frá lokum tilskilins vöku- tímabils. B.S.R.B. taldi, að Félagsdómur hefði með þessu staðfest síðari kröfu bandalagsins. Þetta sjónar- mið komu einnig fram í bréfi, sem fjármálaráðu- neytið sendi forstöðumörmum ríkisstofnana 13. okt. 1964. Síðan gerist það, að fjármálaráðuneytið snýr alveg við blaðinu í bréfi til sömu aðila 9. des. 1964. Telur það þá umræddan dóm einungis gilda um yfirvinnu. sem sé í beinu framhaldi af reglulegri vinnuvöku. Önnur yfirvinna á tíma- bilinu kl. 9—19 greiðist með eftirvinnukaupi. Reynt var að fá fram skýrari ákvæði um yfir- vlnnugreiðslur þessar fyrir Kjaradómi, en dómur hans varð þó lítil bót frá fyrri ákvæðum og gef- ur ennþá tilefni til ágreinings um túlkun. 3. Mál vegna Geirs Giumarssonar, fyrrv. skrif- stofustjóra Hafnarfjarðarkaupstaðar. Geir Gunnarssyni, skrifstofustjóra Hafnar- fjarðarkaupstaðar var sagt upp störfum á árinu 1962 án þess að sakir væru á hann bomar fyrir misferli í starfi eða aðrar ástæður gefnar upp. Starfsmannafélag Hafnarfjarðar leitaði til stjómar B.S.R.B., út af þessu máli og var reynt að fá hlut Geirs réttan með viðræðum við bæjar- stjórann í Hafnarfirði, en án árangurs. Samþykkti bandalagsstjórn mótmæli gegn hinni tilefnislausu uppsögn, sem greinilega var af póli- tískum toga spunnin. Jafnframt átti B.S.R.B. hlut að málshöfðun á hendur bæjarstjóminni, þar sem krafizt var skaðabóta vegna uppsagnar- innar. Dómur undirréttar féll á þá leið, að bæjar- sjóður Hafnarfjarðar var sýknaður af kröfu um skaðabætur, þar sem ákvæði laga um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna gætu ekki talizt ná til starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar. Á hinn bóginn var uppsagnarfrestur talinn of stuttur og gerði undirréttur bæjarsjóði að greiða Geir laun miðað við lengri uppsagnarfrest. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. 4. Mál vegna uppsagnar 3ja lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli: Hinn 1. jan. 1962 var þremur skipuðum lög- reglumönnum á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Ástæðan fyrir uppsögninni var talin fækkun lögregluþjóna í samræmi við samþykkt Alþingis í fjárlögum 1961. Þegar fækkun þessi átti sér stað, þá voru starf- andi sex lögregluþjónar, sem voru ráðnir en höfðu ekki skipunarbréf. Enginn þeirra var lát- inn víkja úr starfi heldur þessir þrír, sem allir höfðu lengri starfsaldur auk skipunarbréfsins. Einnig mun hafa verið ráðið í a. m. k. þrjár lögregluþjónsstöður eftir að þessum var sagt upp, án þess að þeim væri gefinn kostur á störf- um þessum. Þegar synjað hafði verið um að afturkalla uppsagnir þessar, höfðuðu hlutaðeigandi starfs- menn mál gegn utanríkisráðherra og fjármála- ráðherra f. h. ríkissjóðs. Stjóm B.S.R.B. ákvað að kosta málareksturinn, þar sem deilt væri um grundvallaratriði, sem hefðu almenna þýðingu fyrir opinbera starfsmenn. Undirréttardómur féllst á þá skoðun stefnda, að ráðherra hafi skýlausa heimild til að víkja frá skipuðum ríkisstarfsmönnum sbr. 20. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 per analogiam. Hlutaðeigandi ráðherra eða eftir atvikum yfir- maður hlutaðeigandi stjórnsýslugreinar eigi frjálsan ákvörðunarrétt um það, hverjum sagt er upp starfi, þegar fækkað er starfsmönnum. Voru starfsmönnum hins vegar dæmdar nokkr- ar greiðslur umfram það, sem þeir höfðu fengið greitt þá þegar vegna uppsagnarinnar. Máli Einars Ingimundarsonar var síðan skotið til Hæstaréttar. Aðalkrafan, sem sett var fram var sú, að brottvikning hans úr starfi lögreglu- manns á Keflavíkurflugvelli frá upphafi árs 1962 verði dæmd ólögmæt og gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honum bætur að fjárhæð kr. 1.574.239,60. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn 14. marz 1966 og staðfesti dóm undirréttar varðandi megin- atriði málsins. 5. Félagsdómsmál um námskeið framhaldsskólakennara. Landssamband framhaldsskólakennara óskaði þess, að B.S.R.B. höfðaði mál fyrir Félagsdómi út af ágreiningi milli L.S.F.K. og menntamálaráð- herra um, hvort skipun framhaldsskólakennara í launaflokka, sem ákveðin var með dómi Kjara- ÁSGARÐUR 41

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.