Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 48

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 48
fárra cinstaklinga telja samtökin sér ekki fært aS eiga aðild að lausn málsins á þeim grundvelli.“ Ekkert heyrðist síðan frekar um lánveitingar af hálfu ríkisstjómarinnar og urðu því skatt- greiðendur að bera byrðar sínar óstuddir í þetta skipti sem og endranær. Kjarasamningagjald. Síðasta þing B.S.R.B. skoraði á Alþingi að lög- festa ákvæði, sem heimili bandalaginu að krefj- ast kjarasamningsgjalds af öllum þeim starfs- mönnum, sem taka laun samkvæmt kjarasamn- ingum B.S.R.B. og ekki eru innan vébanda banda- lagsins. Stjóm bandalagsins var falið að semja rök- studda greinargerð með þessu, og var hún send fjármálaráðherra í okt. 1964. Formlegt svar hef- ur ekki borizt, en ráðherra mun hafa talið eðli- legt að þetta yrði athugað í sambandi við endur- skoðim laganna um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem sérstök nefnd fjallar um og getið er annars staðar. Bráðabirgðasamningar verkalýðsfélaga í sumar. Stjórn B.S.R.B. hefur á tveimur fundum rætt þau viðhorf, sem skapazt hafa við samninga þá, sem ýmis verkalýðsfélög gerðu í júní og júlí 1966. Ákvað stjórn bandalagsins að senda fjár- málaráðherra eftirfarandi bréf af því tilefni: „Af yfirliti, sem Hagstofa íslands hefur gert fyrir bandalagið kemur fram, að í júní og júlí þ. á. hafa verkamannafélagið Dagsbrún, Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Starfsstúlkna- félagið Sókn og nokkur önnur verkalýðsfélög samið um 3,5% launahækkun eða meira til bráða- birgða, en þessir bráðabirgðasamningar munu gilda til 1. október n. k. Frá sama tíma eru lausir samningar hjá öðrum verkalýðsfélögum innan Alþýðusambands íslands. Stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur ákveðið að bíða átekta fram yfir 1. októ- ber með kröfugerð skv. 7. gr. laga nr. 55/1962, en áskilur sér rétt til þess að gera síðar á þessu ári kröfur um launahækkanir til samræmis við kjarabætur þeirra verkalýðsfélaga, sem þegar hafa gert samninga í sumar.“ Félagsmannafjöldi. Aðildarfélög bandalagsins em 28 og er það óbreytt frá síðasta bandalagsþingi. Meðlimafjöldi þeirra í árslok 1965 var 5742. í árslok 1963 voru aðildarfélögin 29 (Læknafélagið var þá með) og meðlimafjöldinn 5149. Fundir: Stjórnarfundir á kjörtímabili stjórnarinnar hafa verið haldnir 33. Kjararáð hefur haldið 103 fundi og launamálanefnd haldið 4 fundi. M INN BANKI $ ANNAST ÖLL INNLEND BANKAVIÐSKIPTI GREIÐIR HÆSTU VEXTI AF SPARIFÉ 48 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.