Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 14.02.1967, Blaðsíða 31

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 14.02.1967, Blaðsíða 31
viðhlítandi árangur af ráðstöfunum löggjafans og framkvæmdavaldsins. Ber að harma að sam- staða hefir ekki náðst um þetta atriði. Ég vil skjóta því hér inn í að 17. sept. 1942, þ. e. 8 mánuðum eftir stofnun B. S. R. B., ritaði stjórn þess bréf til A. S. I., Búnaðarfélags íslands og Fiskifélags Islands í því skyni að leita eftir „frjálsri, víðtækri samvinnu með launþegum og framleiðendum“ . . . gegn „sívaxandi dýr- tíð“ . . . „með heill almennings fyrir augum“ . . . og árið 1947 áttum við fulltrúa á ráðstefnu stéttarfélaga um dýrtíðarmál, og enn mætti nefna fleiri dæmi. Nú er eitt af helztu áhuga- málum okkar að stofnuð verði hagstofnun laun- þegasamtakanna, sem m. a. hefði það með höndum að fylgjast með launaþróun, markaðs- málum og öllum efnahagsþáttum, sem áhrif hafa á verðlag og kaupgjald í landinu, til þess að auðveldara verði að glöggva sig á hverjar ráð- stafanir séu eðlilegastar á hverjum tíma. Ann- ars er erfitt að fjalla um dýrtíðarmál á hlut- lægan hátt, þar sem flokkapólitík ræður skoð- unum manna, má furðulegt heita hve oft hefir náðst góð samstaða um mál þessi á þingum okkar. Lífeyrissjóðurinn reyndist helzta björgin fyrir ríkið á stríðsgróðatímanum — Kom ekki mikið los á menn í þjónustu ríkisins þegar stríðsgróðinn sneri við öllu mati á peningum og tryggri atvinnu? — Jú, vissulega má segja það, en það sem varð helzta björgin fyrir ríkið var tilkoma líf- eyrissjóðs fyrir fasta starfsmenn. Það var fyrsti sigur B. S. R. B. að fá endurskoðuð lög um líf- eyri starfsmanna. Skömmu áður en bandalagið var stofnað kom heim frá námi í tryggingafræði við Kaupmannahafnarháskóla Guðm. Kr. Guð- mundsson, — nú forstjóri íslenzkra endurtrygg- inga. — Ein af aðalkröfum okkar var að fá líf- eyrisrétt. Samkv. ósk stjórnar B. S. R. B., sem þáverandi form. Sig. Thorlacius fylgdi eftir af mikilli og alþekktri lagni sinni, þá féllst þáver- andi fjármálaráðherra Jakob Möller á, að skipa nefnd til að athuga eftirlaunamál og semja frv. Skipaði hann af sinni hálfu prófessor Ólaf heit- inn Lárusson og samkv. okkar tilnefningu ný- nefndan tryggingafræðing. Sömdu þeir frv. til laga um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og breyttu einnig lögum um lífeyrissjóð barna- kennara. Aðalreglan var að allir ráðnir, settir eða skipaðir áttu rétt til að vera sjóðfélagar, ef þeir höfðu 3ja mánaða uppsagnarfrest. Ákveðið var að sjóðfélagar greiddu 4% en ríkið 6% af launum í iðgjöld til sjóðsins, hefir það haldizt síðan. Allróttæk breyting var gerð á lögunum 1963, m. a. fengu þá opinberir starfsmenn fullan rétt til ellilífeyris skv. lögum um almannatryggingar auk þess lífeyris, er sjóðfélagi á rétt til úr sín- um lífeyrissjóði. Eftirlaunaréttur bæjarstarfsmanna hefir mót- azt af lögum þessum, en verið einna erfiðasta viðfangsefni félaga okkar í smærri bæjafélög- um. —Hvenær var farið að veita lán úr lífeyris- sjóðum til húsbygginga? — I lok stríðsins, en þó einkum árið 1946 kom mikill skriður á húsbyggingar fyrir opin- bera starfsmenn ekki síður en aðra landsmenn, þá spruttu upp mörg byggingasamvinnufélög, sem stofnuð voru vegna ákvæða um ríkisábyrgð. Þó að ýmsir örðugleikar væru um framkvæmd- ir meðan íbúðabyggingar voru háðar leyfisveit- ingum, byggðust fjölmargar íbúðir fyrir ríkis- starfsmenn, er hlutu lán úr lífeyrissjóðum þeirra. Þetta varð öðrum stéttum til fyrir- myndar, margir lífeyrissjóðir hafa verið stofn- aðir, og þá einkum með það í huga að safna lánsfé til húsbygginga, enda mikil þörf vegna lánsfjárskorts á almennum peningamarkaði. Þegar húsnæðismálastjórn var stofnsett kom fram mjög einkennilegt sjónarmið, er réði því að þeim, sem áttu rétt á láni úr lífeyrissjóði, var synjað um lán úr þessum sameiginlega sjóði landsmanna. Þetta fékkst lagfært um tíma fyrir áróður okkar og ýtni þáverandi formanns okkar, Sig- urðar Ingimundarsonar kennara, gekk hann þar fram með lagni og atorku, en ekki stóð sú dýrð lengi. Nú fá lífeyrissjóðsfélagar ekki nema hálft lán hjá húsnæðismálastjóm. Ég hygg að þessar réttindaskerðingar opinberra starfsmanna hljóti að stafa af miklum misskilningi og nærsýni fremur en öfund og illgimi. Iðgjöld greidd 1 lífeyrissjóði eru ekki annað en sparifé viðkom- andi sjóðfélaga, iðgjaldshluti launþegans er beint framlag hans, sem aðrir leggja í sparisjóði, og ASGARÐUR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.