Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 14.02.1967, Síða 34

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 14.02.1967, Síða 34
— Hvernig háttar til á Norðurlöndum í þess- um efnum? — Ég veit ekki til að hliðstæð lög séu í gildi í nágrannalöndunum. í Danmörku munu þó ýmiskonar lög, er kveða á um almennar skyld- ur opinberra starfsmanna, vera túlkuð þannig að opinberum starfsmönnum sé óheimilt að gera verkföll. í Noregi og Svíþjóð hafa opinberir starfsmenn fengið viðurkenndan verkfallsrétt, en þó með ýmsum takmörkunum á rétti til vinnustöðvunar. — Þú minntist á lögin frá 1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. — Já, ég tel þau merkasta áfanga, sem náðst hefur í kjarabaráttunni á þeim tíma er ég var formaður. Þessi löggjöf hafði lengi verið á döf- inni, því að skömmu eftir stríð hafði Gunnari Thoroddsen, núverandi sendiherra, verið falið að undirbúa þessa löggjöf, sem hlaut endan- lega staðfestingu árið 1954. Þessi lög leystu svo sem ekki allan vanda, en ég tel að réttar- staða opinberra starfsmanna hafi verið stórum betri eftir að lögin voru sett en áður. Tími for- ystumannanna hafði áður mikið farið í að sinna kvörtunum vegna tilefnislausra uppsagna, og það var erfitt að leita samninga við þá aðila, sem höfðu staðið fyrir uppsögnunum. Eftir að lög- gjöfin hafði tekið gildi voru slík þrætumál rekin fyrir dómstólum með ólíkt meiri árangri, þó að sumir úrskurðir dómstóla í þessum málum hafi að vísu valdið vonbrigðum. Launalög á erfiðum tímum Annað stórmál frá þessum tíma voru launa- lögin frá 1955. Þá voru erfiðir tímar á margan hátt, aflaleysisár og óhagstæð verzlunarkjör. Á slíkum tímum eru ekki góðar aðstæður til að bæta kjörin. Mest áherzla var lög'ð á að vinna upp það, sem tapazt hafði á undanförnum árum, og reyna að tryggja það að launin fylgdu al- mennum dýrtíðarbreytingum. Ég tel að þetta hafi tekizt í meginatriðum og þýðingarmest að þeir lægstlaunuðu fengu talsverðar hækkanir og innbyrðis flokkun var skynsamlegri en áður hafði verið. Á árunum 1948—1956 ríkti kyrrstöðutímabil í efnahagsmálum almennt, og gerði það að sjálfsögðu erfiðara um vik fyrir stéttir eins og opinbera starfsmenn að bæta kjör sín verulega. — Hvað myndir þú vilja segja um launa- jöfnuðinn, telur þú að hér sé meiri launajöfn- uður en annars staðar? — Það er ekki vafi á því, að launajöfnuður er hér meiri en í nágrannalöndunum. í byrjun aldarinnar voru árslaun um 8000 krónur, eða um 16 föld góð laun verkamanns á sama tíma. Fyrir launalögin 1955 voru ráðherralaun vart meiri en sem svaraði tvöföldum árslaunum verkamanns á dagvinnukaupi. Síðustu árin hefur þetta dálítið breytzt og eru ráðherralaun nú tæplega þrefalt hærri en verkamannalaun. Ef miðað er við fyrri tíma sést hve breytingin hefur orðið gífurleg, og má þá einnig minna á, að um aldamótin greiddu embættismenn mjög lága tekjuskatta. I minni formannstíð voru launin það lág, að í samningunum 1955 var lögð megináherzla á að tryggja að menn gætu lifað af launum sínum, og því voru þeir sem höfðu betri tekjur látnir sitja á hakanum. í seinni tíð hefur efnahagurinn batnað og þá kemur sú spurning hvort ekki sé of langt gengið í launajöfnuninni. í síðustu samningum voru félagsmenn B. S. R. B. yfir- leitt sammála um að teygja meir úr launastig- anum en áður var. Ég tel að nú séu að skapazt að ýmsu leyti ný viðhorf í þessum efnum, og þess er að vænta að ríkisvaldið átti sig á þeirri þróun, sem „þekkingarbyltingin“ hefur í för með sér, en hvað snertir skilgreiningu á því hugtaki, og þau nýju viðhorf, sem hún skapar, m .a. í launamálum, verð ég hér að láta nægja að vísa til kjallaragreinar, sem ég skrifaði um þetta mál í Mbl. þ. 16. des. s. 1. Efnahagsmólin náskyld stjórnmálum — B. S. R. B. hefur oft gert samþykktir um efnahagsmál. Telur þú að samtökin leggi næga áherzlu á þann þátt kjarabaráttunnar? — Efnahagsmálin eru náskyld almennum stjórnmálum, og því ætíð hætta á talsverðri togstreitu. Af því leiðir svo aftur hætta á því að á samþykktir um þessi mál verði litið sem pólitíska skoðanakönnun á bandalagsþingum. Þótt efnahagsmálin hafi á seinni þingum horfið 34 ASGARÐUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.