Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 14.02.1967, Blaðsíða 70

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 14.02.1967, Blaðsíða 70
son, dósent, séra Eggert Pálsson og séra Skúli Skúlason. Á fyrsta aðalfundi ári síðar (27. og 28. júní 1919) voru samþykkt lög fyrir félagið og kosnir í stjóm- ina: Séra Skúli Skúlason, formaður, Magnús Jónsson, dósent, séra Árni Björnsson, Sigurður P. Sívertsen, prófessor, séra Bjarni Jónsson. Síðan hafa þessir menn gegnt formannsstöðum í félaginu: Magnús Jónsson, prófessor 1920— 24, Sigurður P. Sívertsen, prófessor 1924—36, Ásmundur Guðmundsson, prófessor, síðar biskup, 1936—1954, séra Jakob Jónsson 1954—64 og séra Gunnar Árnason frá 1964. Árið 1919 átti Prestafélagið 5 full- trúa í Miðstjórn allsherjar samtaka íslenzkra ríkisstarfsmanna og var eitt af stofnfélögum B. S. R. B. 1941. Stefna félagsins er mörkuð í 2. grein félagslaganna: „Félagið vill vera málsvari hinnar íslenzku prestastéttar, efla hag og sóma hennar inn á við og út á við, og glæða áhuga presta á öllu því, er að starfi þeirra lýtur og samvinnu þeirra í andlegum málum þjóðar- innar.“ f samræmi við þetta hefur P. í. látið margvísleg mál til sín taka. Aðeins örfá verða hér tilgreind: Snemrna var saminn Codex ethicus Ásmundur Guðmundsson fyrir prestastéttina. Barizt hefur verið fyrir því að prestar nytu sanngjamra kjara, þ. e. sambæri- legra við hliðstæðar stéttir. Breyt- ingar á prestakallaskipuninni hefur félagið mjög látið til sín taka, upp- fræðsla ungmenna oft verið á dag- skrá þess. Það átti frumkvæði að farprestastarfinu, sem reynzt hefur mjög nauðsynlegt. Þá hefur það alltaf staðið að mikilli útgáfustarf- semi. Þó nokkrar bækur, fræðirit og hugvekjur hafa komið út á veg- um þess og allt frá upphafi hefur það gefið út allstórt tímarit. Fyrst Prestafélagsritíð, sem kom út einu sinni á ári 1919—1934. Var Sigurð- ur P. Sívertsen ritstjóri þess alla Gunnar Ámason tíð. 1933—34 gaf félagið út Kirkju- blað, aðalritstjóri Knútur Arn- grímsson. Síðan Kirkjuritið frá 1935. Ritstjórar hafa verið: Próf- essoramir Sigurður P. Sívertsen, Ásmundur Guðmundsson, Magnús Jónsson og séra Gunnar Árnason. Þess skal getið að innan Presta- félagsins starfa dugmiklar deildir í hinum ýmsu landshlutum og hafa þær allar hrundið mörgu í verk og verið aðahélaginu mjög til styrktar. Núverandi stjórn skipa: Séra Gunnar Árnason, formaður, Bjami Sigurðsson, Jón Þorvarðar- son, Sigurjón Árnason og Sigurjón Guðjónsson. Somband íslenzkra barnakennara Samband íslenzkra barnakennara var stofnað 17. júní 1921 í Reykja- vík (Templarahúsinu). Fyrstu stjórn sambandsins skipuðu: Bjarni Bjamason, formaður, Hall- grímur Jónsson, ritari, Sigurður Jónsson, gjaldkeri, Hervald Bjöms- son, Guðmundur Jónsson, Stein- grímur Arason og Svafa Þórleifs- dóttir. Formenn S. í. B. hafa verið: Bjarni Bjarnason, Helgi Hjörvar, Guðjón Guðjónsson, Amgrímur Kristjánsson, Sigurður Thorlacíus, Aðalsteinn Sigmundsson, Ingimar 70 Jóhannesson, Pálmi Jósefsson, Gunnar Guðmundsson og núverandi form. Skúli Þorsteinsson. Þeir, sem lengst hafa setið í stjóm S. í. B., eru: Arngrímur Kristjáns- son 29 ár, Guðjón Guðjónsson 26 ár og Pálmi Jósefsson 22 ár. Starfssaga S. I. B. er alllöng á liðnum rúmlega 4 áratugum. Er þess ekki kostur hér að drepa nema á örfá atriði hennar. Starf sam- bandsins hefur einkum beinzt að tveimur höfuðverkefnum: hags- munabaráttu kennara og uppeldis- málum þjóðarinnar í víðri merk- ingu. S. í. B. er í senn stéttarfélag og menningarstofnun. Á fyrstu árum þess vom haldin þing árlega eða í 14 ár, en þá var ársþingunum breytt í fulltrúaþing og samhliða þeim uppeldismálaþing annað hvert ár. Fyrsta fulltrúa- þingið var haldið 1935 og uppeldis- málaþingið 1937. Uppeldismálaþing eru ætluð öllum kennurum, og hef- ur verið samvinna milli S. f. B. og L. S. F. K.. um þau hin síðari ár. Eru þar tekin fyrir ákveðin verk- efni til úrlausnar eða umræðu. Fyrirlestrar hafa oft verið fluttir, haldnar sýningar og stundum efnt til námskeiða. Fulltrúaþing sækja einungis kjörnir fulltrúar. Þar eru einkum tekin til meðferðar bein hagsmunamál, launa- og kjaramál. Sambandið hefur gefið út tíma- ritið „Menntamál“, síðan 1935, en þá keypti sambandið rit þetta, sem Ásgeir Ásgeirsson, forseti, hafði stofnað árið 1924. Frá 1952 hefur ÁSGARÐUR 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.