Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 6

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 6
6/ Viðtalið Gunnar Baldur Guðnason: Gunnar Baldur Guðnason hefur verið vagnstjóri hjá SVR sl. 25 ár. Hann er 1. fulltrúi 9. deildar strætis- vagna, í fulltrúaráði Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar. Hann átti einnig fyrstur manna sæti í stjóm SVR sem fulltrúi starfsmanna. Skammaður jyrir shakkan vagn „Ég var að keyra leið, sem þá var nýbyrj- uð, Kleppsholt — Kaplaskjól. Inni í Vogum kom kona upp í vagninn hjá mér, borgaði og settist. Þegar ég beygði inn á Miklubraut af Suðurlandsbrautinni, reis hún upp, hellti sér yfir mig og jós mig óbótaskömmum alla leið niður á Miklatorg fyrir að hafa hleypt sér inn í vagninn, en ég kom ekki að öðru en brosi öðru hvoru. Blessuð konan ætlaði víst í annan vagn, sennilega Voga — hraðferð.“ Þannig sagðist Gunnari frá, er Ásgarður stal af honum kaffitímanum niðri á Hlemmi eitt síðdegi nú fyrir stuttu. — En snúum okkur að alvarlegri málefn- um, hvernig er vinnu ykkar vagnstjóra háttað? Hér er unnið á þrískiptum vöktum, 6.30 til 13, 13 til 19 og 19 til ca. 1. Einnig eru nokkrir tveggja vakta menn, sem taka morgun- og miðvaktir. Hvað berið þið svo úr býtum fyrir vinnu ykkar? Byrjunarlaun okkar eru 8. lfl. og hæst komumst við í 10. Við erum ekki ánægðir með okkar hlut, frekar en flestir aðrir, enda eiga menn ekki að vera ánægðir. Er þetta ekki erfitt starf? Þetta er engin átakavinna lengur, vagn- arnir eru orðnir það góðir. Hins vegar fylgir því mikið álag að vera alltaf að keppa við tímann, og það hefur jafnvel komið fyrir, að menn hafa hætt af þessum sökum. Nú voruð þið að kjósa á dögunum. Um hvað var verið að greiða atkvæði? Já, hér var á ferðinni skoðanakönnun á vegum St. Rv. um „bókun C“ í síðasta aðalkjarasamningi, þ.e. athugun á því, hvort brunaverðir, hafnsögumenn og strætisvagnastjórar eigi að geta farið á eftirlaun fyrr en nú er heimilt. Niðurstaðan varð sú, að mikill meirihluti vagnstjóra mundi vera þessari breytingu hlynntur. Eigið þið mikil samskipti við starfs- mannafélagið? Við fulltrúaráðsmennirnir höfum all- nokkur samskipti við félagið, en almennt virðist félagsáhugi ekki vera mikill. Við höfum leitast við að leysa sem flest mál, sem upp koma hér innan S.V.R. í því skyni eru t.d. haldnir fundir með forstjóranum, einnig má benda á, að S.V.R. var eitt fyrsta fyrir- tækið til að gefa starfsmönnum kost á að eiga fulltrúa í stjórninni, sem er að öðru leyti pólitískt skipuð. Svo að við snúum okkur að þeirri hlið, sem út á við snýr, telur þú núverandi leiða- kerfi þjóna hagsmunum neytenda nægilega vel? Leiðakerfið er árangur algerrar byltingar, sem gerð var fyrir 5—6 árum. Helsti gallinn á því finnst mér vera sá, að það tekur nú oft lengri tíma en áður að komast úr úthverf- unum í miðbæinn. Úr því hefur að nokkru verið bætt með hraðferðum í Breiðholts- Tvær orlofsferðir fyrir aldraða Samvinnuferðir—Landsýn h/f hefur tekið upp þá nýbreytni að skipuleggja sérstakar orlofsferðir fyrir eldri kynslóð- ina. Ferðaskrifstofan mun í sumar efna til tveggja slíkra ferða. Farið verður til Por- toroz í Júgóslavíu og eru báðar ferðirnar þriggja vikna, sú fyrri hefst 22. maí, sú síðari 4. sept. Verð frá 374 þús. kr. Portoroz er mjög vel til sumarleyfis- dvalar fallin, þar er mikil veðursæld og fjölmörg tækifæri til skoðunarferða. Gist er á fyrsta flokks hóteli, og er hálft fæði innifalið í verði ferðarinnar. í tengslum við hótelið er rekin heilsuræktarstöð, sem er mörgum íslendingum að góðu kunn. Frú Ásthildur Pétursdóttir mun annast allan undirbúning og fararstjórn þessara ferða. Gefin hefur verið út sérstakur bæklingur sem skýrir nánar þennan merka þátt í rekstri Samvinnu- ferða—Landsýn h/f. Hinn 23. febrúar kynnti frú Ásthildur ferðir þessar fyrir ellilífeyrisþegum innan SFR og voru undirtektir mjög góðar. Leiguflug til Norðurlanda Eins og undanfarin ár munu Samvinnu- ferðir—Landsýn h/f bjóða upp á fjöl- breytta möguleika í leiguflugi til hinna ýmsu staða á Norðurlöndum. Við höfum áður bent á þá möguleika sem skapast, þegar að aðildarfélög erlendis taka sig saman og mynda hópa sem að áhuga hafa á íslandsferðum. Þessir sömu aðildarhópar leita síðan til okkar um aðstoð eða öllu heldur samvinnu við leit að sambærilegum hóp'eða hópum, sem nýtt gætu sér „tómu sætin“ eins og þau eru gjarnan nefnd. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram, að þegar slík samvinna tekst, fást verð sem nær undantekningalaust eru meira en helmingi lægri en þau fargjöld sem almennt bjóðast.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.