Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 10

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 10
10/Félagafréttir Sjálfkjörið í stjórn Aðalfundur SFR verður haldinn mánu- daginn 24. mars kl. 20.30 að Hótel Esju. Að venju hafa verið skipaðar vinnunefndir af trúnaðarmannaráði til undirbúnings fund- arins. Á fundi trúnaðarmannaráðs 29. febr. s.l. skiluðu tvær nefndir verkefnum sínum og voru tillögur þeirra samþykktar athuga- semdarlaust. Uppstillinganefnd lagði fram tillögu um stjórn SFR 1980—1982: Formaður: Einar Ólafsson, útsölustjóri ÁTVR. Aðalstjórn: Sigurfinnur Sigurðsson, full- trúi Vegagerð ríkisins, Jónas Ásmundsson, skrifstofustj. Háskóli íslands, Birgir Svein- bergss., leiktjaldasmiður Þjóðleikhús, Tómas Sigurðsson, forstöðumaður Vita- og hafnarmál., Helga Ólafsdóttir, meinatæknir Landspítalinn og Ólafur Jóhannesson, eft- irlitsm. Veðurstofa ísl. Varastjórn: Jón ívarsson, skattendursk. Skattst. Reykjavíkur, Úlfar Þorsteinsson, afgr.stjóri ÁTVR — lager, Halldóra Lárus- dóttir, sjúkraliði Kleppsspítalinn og Sigrún Aspelund, gjaldkeri Brunabótafél. Isl. Framboðsfrestur var útrunninn svo það er ljóst að stjórn félagsins er sjálfkjörin. Ennfremur gerði uppstillinganefnd tillögur um menn í kjörstjórn 1980—1982 og end- urskoðendur 1980—1981. Laganefnd lagði fram til umsagnar til- lögu til breytingar á lögum félagsins, þar sem kveðið er skýrar á um aðild lífeyrisþega að félaginu. Tillagan hefur verið send BSRB til umsagnar og fengið jákvæðar undirtektir. Alþingi semur beint SFR annast sérsamninga fyrir félags- menn sína eins og lög gera ráð fyrir. í flest- um tilfellum ganga þeir átakalítið fyrir sig, — þó á stundum þyki þeir taka nokkuð langan tíma. í síðustu félagafréttum var gerð efnislega grein fyrir samningi félagsins við Alþingi. Ágreiningur hefur verið uppi milli félagsins og fjármálaráðuneytisins um framkvæmd samningsins fyrir starfsmenn Alþingis. Þetta gekk svo langt að þingmenn úr öllum þingflokkum fluttu á þingi frum- varp sem tók af öll tvímæli um rétt forseta Alþingis til að gera sér kjarasamning um kjör starfsmanna þingsins. Tilgangur frumvarpsins var skv. greinar- gerð, að „tryggja svo ótvírætt sé forræði Alþingis 1 samningagerð við starfsmenn Alþingis“. Frumvarpið hefur nú verið sam- þykkt sem lög frá Alþingi, og því væntan- lega lokið deilu SFR og fjármálaráðuneyt- isins um framkvæmd þessa samnings. Námskeið í skyndihjálp verður haldið á vegum SFR fyrri hluta marsmánaðar. Kennari verður Sigurlína Davíðsdóttir, fulltrúi hjá Almannavörnum ríkisins, eins og á fyrra námskeiðinu, en þetta er haldið vegna fjölda beiðna um endurtekningu. í síðasta tbl. Ásgarðs kom m.a. fram, að kjarnorkuverin og hættan af þeim væru eitt umdeildasta málið í Svíþjóð þessa dagana. í 3. tbl. TCO-TIDNINGEN, sem er blað opinberra starfsmanna í Svíþjóð er grein um þá hættu, sem stafar af geislavirkni á sjúkra- húsum. Hún er þýdd og endursögð hér. Geislavarnir á sjúkrahúsum Vemdum starfsfólk og sjúklinga — Við borgum 10 milljónir sænskar (1 milljarð ísl.) til að koma í veg fyrir að nokkur starfsmaður skaðist af völdum geislavirkni í kjarnorkuverunum. — En það má ekki verja nema einni milljón sænskra (100 millj. ísl.) til geislaverndunar í heilbrigðisþjónust- unni. Þess vegna starfa margir 1 heil- brigðisþjónustunni við miklu hættu- legri skilyrði en starfsmenn kjarn- orkuveranna. — Hjá Geislaverndunarstofnun ríkisins hafa tíu sérfræðingar eftirlit með kjarnorkuverum en aðeins fimm eftirlit með allri heilbrigðisþjónust- unni. Samt er um samskonar geislavirkni að ræða í heilbrigðisþjónustunni og í kjarn- orkuverunum. Auk þess bitnar léleg geislavernd á margfalt fleiri í heilbrigðis- þjónustunni og þar koma bæði starfsfólk og sjúklingar við sögu. Hálso- och sjukvárdens tjánstemanna- förbund (SHSTF — Félag starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni) hefur gert rann- sóknir, sem sýna að geislavernd í heil- brigðisþjónustunni er léleg. Hins vegar hefur Geislaverndunarstofnun ríkisins skellt skollaeyrum við öllum aðvörunum SHSTF. Deildar meiningar Gunnar Bengtson, sem er skrifstofustjóri hjá Geislavemdunarstofnun rikisins 1 Sví- þjóð fullyrti nýlega, að eftirlit með röntgen- tækjum væri fullnægjandi. Aðspurður viðurkenndi hann þó, að starfsfólk, sem ynni með krabbameinssjúklingum, ætti í erfið- leikum og unnið væri að endurbótum á því sviði. Hann vildi þó draga úr hættunni fyrir starfsfólkið og taldi líklegt, að aðeins einn af 100.000 sköðuðust. Það væri sambærilegt við hættuna af því að taka „pilluna" í eitt ár, eða að ferðast í umferðinni í eitt ár. En hefur þetta verið rannsakað? Liggur full vitneskja fyrir? „Við byggjum á ágisk- unum og útreikningum“, svaraði Gunnar Bengtsson. Gun — Marie Arvidsson, fulltrúi SHSTF, hefur aðra sögu að segja. „Meðan við vitum ekki um þetta með fullri vissu, getum við ekki slappað af og gengið út frá að allt fari vel. Rannsóknir á þessu sviði eru öldungis ófullnægjandi. Það hefur sýnt sig, að afleið- ingamar af geislun koma ekki í ljós fyrr en 10—15 ámm síðar. I Bandaríkjunum hafa vísindamenn meira að segja sett fram efa- semdir um hvort yfirleitt sé hægt að tala um að geislun geti verið í hættulausum skömmtum.“ (Þýtt og endursagt. B.A.) f góðutómi Árangur rannsóknar- blaðamennsku Nú er það upplýst hvað möppudýrin gera á mánu- dögum: — Þá koma þau til skjalanna.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.