Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 9

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 9
Samanburdur við aðra Efalaust mun ýmsum blöskra sú hækk- un, sem hér er ráðgerð á leigunni. Er því fyllsta ástæða til að gefa frekari skýringar á máli þessu. Lagðar voru fram upplýsingar á aðal- fundi fulltrúaráðsins um það, að sum bandalagsfélögin höfðu á síðasta ári borgað niður leiguna á húsum sínum frá því lága verði, sem ákveðið var á aðal- fundinum í fyrra. Þannig var framkvæmd lækkun á 40% húsanna, annaðhvort hluta sumarsins, eða allan leigutímann. Var hún afar misjöfn, eða frá 3—16 þús. kr. á vikuleigunni. Nú hafa öll bandalagsfélögin fengið sérstakan tekjustofn í ár, sem fer til or- lofsstarfsemi þeirra. Má því búast við því, að einhverjar niðurgreiðslur verði hjá sumum félaganna frá þeirri leigu, sem aðalfundur fulltrúaráðsins ákveður. Upplýsingar, sem vitað er um varðandi leigu orlofshúsa hjá öðrum eru þær, að Bandalag háskólamanna er með nokkru hærri leigu en BSRB, eða 45—55 þús. kr. á hús (hliðstætt 38—50 þús. hjá okkur). Hjá félögum ASÍ er leigan verulega lægri, eða um 25 þús. kr. á viku, en greiðsla hvers félags vegna reksturs er sennilega hærri en hjá okkur, svo að þau borga leiguna mikið niður. Samþykkt aðalfundar fulltrúaráðs or- Iofsheimilanna um leiguna í vor og sumar er birt hér með frásögn þessari. Aðalfundur Föstudaginn 29. febr. og laugardaginn 1. mars var aðalfundur fulltrúaráðs or- lofsheimila BSRB haldinn að Munaðar- nesi. Mættir voru fulltrúar frá 21 aðildar- félagi. Fundarstjóri var Örlygur Geirsson og fundarritari Júlíus Hafsteinsson. Formaður stjórnar fulltrúaráðsins, Kristján Thorlacius, gerði rækilega grein fyrir starfseminni á s.l. ári og fram- kvæmdum í Munaðarnesi og einnig skýrði hann frá samkomulagi, sem gert hefur verið nýlega um orlofssvæði að Eiðum. Frá því máli er sagt nánar annars staðar í blaðinu. Þakkaði hann sérstak- lega starfsfólki í Munaðarnesi vel unnin störf. Haraldur Steinþórsson, framkvæmda- stjóri, las upp reikninga fulltrúaráðsins. Efni þeirra hefur verið rakið hér að framan. Þá greindi hann frá reikningum orlofsheimilasjóðs, sem greiðir vexti og afborganir af lánum vegna Munaðarness, auk þess sem hann greiddi á árinu veru- legan reksturskostnað vegna fulltrúaráðs- ins (yfir 20 millj. kr.) Loks upplýsti hann að aðalsjóður BSRB hafi greitt 3.4 millj. kr. vegna aðalbækistöðvar í Munaðarnesi (verslun, afgreiðsla og veitingahús). Miklar umræður urðu um starfsemina og komu fram fjölmargar þarfar ábend- ingar. Samþykktar voru einróma tillögur um útgáfu á upplýsingariti um Munaðar- nes, gerð minigolfvallar, stórbætta að- stöðu til útileikja og að prentaðar verði ábendingar um raforkusparnað. Kosin stjóm Stjórn fulltrúaráðsins átti skv. reglu- gerð að kjósa á fundinum til þriggja ára. Hafði bandalagsstjórn tilnefnt í hana Kristján Thorlacius formann og með honum Einar Ólafsson (SFR) og Hersi Oddsson (St. Rvík.) og kaus fundurinn til viðbótar þau Helgu Richter (LGF) og Boga Jóh. Bjarnason (Lögr.) — voru þessi öll endurkjörin. í varastjórn var endur- kosinn Sindri Sigurjónsson (Póstmf.) og loks var Elsa Eyjólfsdóttir (Keflavík) kosin þar I stað Friðþjófs Sigurðssonar (Hafn.), sem baðst undan endurkjöri. Friðþjófur hefur verið í orlofsstjórn frá upphafi (1969). — Endurskoðendur voru endurkjörnir, en þeir eru Alexander Guðmundsson (FÍS) og Guðrún Jör- undsdóttir (Kópav.) og til vara Þorgeir Runólfsson (Tollv.) Tillögur stjórnarinnar um fjárhags- áætlun og leigu orlofshúsanna voru sam- þykktar samhljóða. Leigugjaldið er sér- staklega auglýst annars staðar í blaðinu. Greiðslur bandalagsfélaganna í rekstrar- sjóð 1980 voru ákveðnar sem hér segir (í svigum eru hliðstæðar tölur frá því í fyrra): Stærri húsin 750 þús. kr. (440 þús.) og minni húsin 540 þús. kr. (315 þús.). Leiga í Munaðarnesi 1980 Aðalfundur fulltrúaráðs orlofsheimila MINNIHÚSIN BSRB hefur samþykkt eftirfarandi há- / svefnherbem) marksleigu á orlofshúsum í Munaðarnesi. ' MpwcTvnyj — Félögin annast leigu sinna húsa að Vor-og haustleiga 28.000 kr. á viku sumrinu, og ákveða endanlega útleigu til Sumarleiga . 37.000 kr. á viku félagsmanna. Vetrarleiga hjá BSRB Skiptidagar eru á föstudögum. Frá g apdl tjl 16 maj Qg aftur eftir Vikuleiga hjá félögum 12. sept. leigir skrifstofa bandalagsins , orlofshús og er leigan þá: STÆRRIHUSIN Starri búsin: (jtrjú svefnherbergi) vikuleiga... 28.000 kr. Vor- og haustleiga 2—4 nætur..... 23.000 — páskar (frá 28/3—8/4) i nótt .............. 16.000 — 16. maí—13. júníog . 15. ágúst—12. sept. ... 38.000 kr. á viku Minm husin: Vikuleiga......... 17.000 kr. Sumarleiga 2—4 nætur........... 13.000 — 13. júní—15. ágúst ... 50.000 kr. á viku 1 nótt ........11.000 —

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.