Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 24
BANDALAG STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA
Útgefandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja • Rit-
stjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Steinþórsson # Rit-
nefnd: Jón ívarsson, Óli Vestmann Einarsson, Sigrún
Stefánsdóttir og Þorsteinn Óskarsson • Ritstjórnarfull-
trúi og blaðamaður: Guðni Björn Kjærbo • Ritstjórn,
afgreiðsla og tilkynning heimilisfangabrcytinga: Skrif-
stofa BSRB, Grettis götu 89 105 Reykjavík. Sími 26688 •
Prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar, Bol-
holti 6 • Innpökkun: Plastpökkun s.f. • Eintakafjöldi:
16500 • Blaðið er sent öllum félagsmönnum innan BSRB
og eftirlaunafólki er þess óskar • Áskriftargjald til ann-
arra: Árgjald (1979) 4000 kr. • Hvert blað (1980) 600 kr.
Baksíðan
Um hvað verður samið?
Margur veltir þessari spurningu fyrir
sér núna, þar sem kjarasamningar
flestra stéttarfélaga eru lausir — og
sáttafundir eru að hefjast bæði hjá
BSRBog ASÍ.
Meðan ekki eru neitt farnar að skýr-
ast línur um efnisatriði nýrra samninga,
þá væri e.t.v. rétt að nota tækifærið til
að kynna þær fylkingar, sem takast á
við gerð nýs kjarasamnings og hlutverk
hvers og eins.
Einnig er talsverður munur á samn-
ingagerð opinberra starfsmanna ann-
ars vegar og ASÍ félaganna hins vegar,
sem þarfnast skýringa.
Aðalkjarasamningur
BSRB.
Það eru bandalagsfélögin sjálf, sem
tilnefna samninganefndarmenn BSRB
— 16 ríkisstarfsmannafélög hafa þar
37 fulltrúa og 17 bæjarstarfsmannafé-
lög eiga rétt á 21 fulltrúa. Formaður og
báðir varaformenn bandalagsins eiga
svo sæti í samninganefndinni.
tökum af kröfugerðinni, og getur hver
sá, sem þess óskar, fengið kröfurnar
hjá bandalaginu.
Mótaðilinn í samningunum er samn-
inganefnd ríkisins, sem tilnefnd er af
fjármálaráðherra. Eru það einkum
embættismenn í háum stöðum (ráðu-
neytisstjórar, skrifstofustjórar, deildar-
stjórar o.s.frv.). Aðalmenn munu vera
fimm, og jafnmargir varamenn.
Þriðji áðilinn er svo ríkissáttasemjar-
inn eða staðgengill hans (nýskipaður
er Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. ráð-
herra), sem ásamt tveimur aðstoðar-
mönnum hefur á hendi verkstjórn við
samningagerð.
Tengslin við
félagsmenn
Það er afar áríðandi að við gerð nýs
kjarasamnings, að félagsmenn sjálfir
þekki eins vel og kostur er efni endan-
legs samkomulags, eða sáttatillögu.
Það er nefnilega skylda að leggja málið
fyrir ríkisstarfsmenn í allsherjarat-
kvæðagreiðslu og þeim er þar ætlað að
samþykkja eða fella samning eða
sáttatillögu. Sama gera bæjarstarfs-
trúum félags þíns í samninganefnd,
eða öðrum forustumönnum í BSRB?
Félögin semja hjá
ASÍ
Hvert einstakt verkalýðsfélag innan
ASÍ hefur fullan og óskoraðan samn-
ingsrétt um sín mál. — Þegar þau sjálf
ákveða að hafa samflot um ramma-
samning, sem gæti þannig orðið sam-
eiginlegur, þá er það ráðið hverju sinni
og um þá samvinnu gilda ekki neinar
fastmótaðar reglur.
Rammasamningur og sérkjara-
samningur félagsins eru síðan lagðir
sameiginlega fyrir félagsfund í hverju
félagi til samþykktar eða synjunar.
Persónulegt samband
Þannig hafa verkalýðsfélögin a.m.k.
skipulagslega möguleika til persónu-
legra og beinna sambands forustunnar
við sína félagsmenn, heldur en t.d. rík-
isstarfsmenn, sem eru í mörgum mis-
munandi starfsmannafélögum og
dreifðir um allt land, en greiða sameig-
inlega atkvæði um aðalkjarasamning.
Mynd frá fjölmennum vinnustaöatundi um kjaramál opinberra startsmanna.
Samninganefndin skiptir sér oft í
undirnefndir, sem fjalla um ákveðna
þætti samninganna. Kröfugerðin, sem
lögð var fram í tveimur áföngum á síð-
asta ári hefur síðan veriö kynnt í
bandalagsfélögunum — sennilega
nokkuð misjafnlega mikið — en skrif-
stofa BSRB hefur útdeilt yfir 3000 ein-
menn með allsherjaratkvæðagreiðslu
eða á fundi.
Mestu máli skiptir því virkni hvers og
eins. — Þekkirþú kröfurnar, sem settar
hafa verið fram fyrir þína hönd? —
Hefur þú mætt á fundi í félaginu þínu,
eða viltu fá fund um málið á vinnu-
staðnum? — Viltu fá skýringar frá full-
Þennan aðstöðumun þurfum við að
reyna að bæta með auknu félagslegu
starfi. Ætti Ásgarður að vera einn
hlekkurinn í því aukna samstarfi sem
opinberir starfsmenn væntanlega efla
með sér í samningum þeim, sem nú
fara í hönd. Að því viljum við gjarnan
stuðla hér í blaðinu. HarStþ