Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 14
Frá efnahagsráðstefnu BSRB
Mikil áhrif opin-
berra aðgerða
á atvinnuiífið
Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri
ASÍ, og Björn Arnórsson, hagfræðingur
BSRB, höfðu framsögn undir dagskrárliðn-
um „áhrif opinberra aðgerða á atvinnulífið“
og var Ásmundur með fyrri framsögu.
Asmundur:
Full atvinna,
en óstöðugt
verðlag
Ásmundur nálgaðist efnið á sögulegan
hátt og minnti á helstu aðgerðir, er haft hafa
áhrif á atvinnulífið á síðustu áratugum.
Opinberar aðgerðir hafa verið mjög mis-
miklar og margvíslegar. Um og upp úr
kreppunni og fram undir 1960 var atvinnu-
lífinu stýrt með ýmis konar hömlum og
höftum. Þeim var svo smám saman aflétt
með „viðreisninni" á sjöunda áratugnum og
nær algjörlega með inngöngunni í EFTA
1970 og með samningum við Efnahags-
bandalag Evrópu 1973.
Samstaða um
markmið
Nánast allir virðast sammála um eftir-
farandi atriði:
1) að auka hagvöxtin, það gerum við með
því að framleiða meira í ár en í fyrra.
2) að auka kaupmátt launa.
3) að halda verðlagi stöðugu.
4) að allir hafi vinnu.
5) að opinber þjonusta sé fullnægjandi.
6) að tekjur landsmanna séu sem jafnastar.
7) að jafnvægi sé í viðskiptum við útlönd,
þ.e. að ekki sé keypt fyrir meira en aflað
er í erlendum gjaldeyri.
8) að reyna að jafna út sveiflur er verða í
efnahagskerfinu milli þess að mikið
veiðist og þess að lítið veiðist.
Þokkalega hefur gengið að nálgast mörg
þessara markmiða. Haldið hefur verið fullri
atvinnu, svo dæmi sé tekið, en erfiðar hefur
gengið með önnur, og má nefna það að
halda verðlagi stöðugu.
Hagstjómartœki
ríkisvaldsins
Eftir að hafa fjallað um þá árekstra, sem
geta komið upp milli þeirra markmiða, sem
hér hafa verið nefnd, fjallaði Ásmundur
ítarlega um þá möguleika sem ríkisvaldið
hefur til þess að stjórna efnahagsmálum
þjóðarinnar.
Fyrst nefndi hann að ríkisstjórnir geta
haft áhrif á efnahagsmálin gegnum fjár-
lagagerð. Með fjárlögum eru tekjur og út-
gjöld ríkisins ákvörðuð og hægt er til dæmis
að afgreiða hallalaus fjárlög, það er að út-
gjöld fari ekki fram úr tekjum.
Þá nefndi hann að ríkisstjómir geta haft
áhrif gegnum lána og peningamál. Þær geta
haft áhrif á útlán banka, haft hemil á sínum
eigin lántökum, ákvarðað vexti og svo
framvegis.
Þær geta með gengisbreytingum ákvarð-
að verð á erlendum gjaldeyri og þannig
hækkað eða lækkað það sem við flytjum
inn, svo og það sem við flytjum út. Þannig
geta þær til dæmis með gengislækkun tryggt
útgerðinni hærra verð fyrir fisk á erlendum
markaði, en það hefur jafnframt í för með
sér að erlend vara verður dýrari á innan-
landsmarkaði.
Þá geta ríkisstjórnir haft áhrif með beinu
eftirliti til dæmis verðlagseftirliti og aðrar
aðferðir mætti nefna svo og fjöldamargt
annað fróðlegt sem Ásmundur nefndi.
Hann gerði t.d. samanburð á heildarskatta-
tekjum sem hlutfalli af heildarþjóðartekj-
um í nokkrum löndum samanber línuritið
hér á síðunni.
Bjöm:
T apfyrirtækin
þarf að skoða
í erindi sínu gagnrýndi Björn að þegar
efnahagsráðstafanir væru ákveðnar, væri
gengið út frá svokallaðri meðaltalsafkomu
fyrirtækja. Hún er fundin þannig, að tap
eða gróði fyrirtækjanna er lagt saman og
deilt í með fjölda þeirra. Björn taldi þetta
ekki rétta aðferð. Þó að ein atvinnugrein
væri illa stæð þegar á heildina væri litið, þá
gæti stór hluti hennar staðið í blóma, en
mikið tap verið hjá hinum verst stöddu,
þannig að meðaltal heildarinnar yrði lélegt.