Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Blaðsíða 21
FJÖLDI í
LAUNAFLOKKUM
300 t
%
12,2:2,0
ÝcH- %
5,0:13^5,9:2,6
Ts T
fN
FJÖLDI 2038
KONUR 1251
iwama
KARLAR 837
stafsetningu og fl. er lítils metið til launa,
a.m.k. þeirra er annast „skrifstofustörf".
Þar af leiðir að t.d. verslunarskólapróf er
einskis metið hjá því opinbera (og oft ekki
heldur hjá einkafyrirtækjum) ef konur
eiga í hlut, enda þótt sama próf dugi vel til
að fleyta ungum karlmönnum áfram á
framabraut. A vinnustöðum er auðvelt að
benda á mörg dæmi þess að karl og kona
vinni störf í ólíkum launaflokkum en ekki
er að sama skapi auðvelt að koma auga á
hvað réttlætir þennan launamismun —
a.m.k. ekki eðli starfsins eða menntun og
reynsla viðkomandi starfsmanna. Þegar
konur hefja „skrifstofustörf" á tilteknum
vinnustað byrja þær í mjög lágum flokki
en hafa möguleika á að hækka „ef vel
líkar við þær“, eins og viðmælandi minn
sagði. Þessar hækkanir eru þó einstakl-
ingsbundnar og eftir því tilviljanakennd-
ar. Konur sem vinna í mestum tengslum
við æðstu embættismenn fá tiltölulega
fljótt umbun ef þær vinna vel. En hinar
sem eru svo óheppnar að vera ekki stað-
settar í návigi við karlmenn með völd geta
aftur á móti þurft að bíða lengi.
Láplaunastéttin hjá
SKÝRR
Dæmigerð kvennastétt eru starfsmenn
sem vinna við götun hjá Skýrsluvélum
Ríkisins og Reykjavíkurborgar
(SKÝRR). Götun I—III er metin til
6.—8. lfl. Á síðasta áratug varð algjör
tæknibylting í þessari grein, en starfsmat-
ið miðast þó við vélakostinn eins og hann
var árið 1963. Nú er ekki gatað heldur
rýnt á sjónvarpsskerm. Starfið er vanda-
samt og lýjandi. Óvenju mikið ber á at-
vinnusjúkdómum hjá konunum, t.d.
vöðvabólgu, en fyrirtækið bíður upp á
nudd. Yfirmaður hjá SKÝRR sem ég
kom að máli við tjáði að götun væri síst
ábyrgðarminna en önnur störf þar. Öll
mistök væru seint bætt og dýr að leiðrétta,
því væri mikilvægt að konurnar gætu á
sem skemmstum tíma tileinkað sér
óskeikul vinnubrögð, og afkoma fyrir-
tækisins byggist að verulegu leyti á
ásláttarhraða þeirra. Af einhverjum
ástæðum er þetta kvennastarf minnst
metið allra starfa við þessa stofnun. Við
erum ekkert óvön því að dæmigerðum
kvennastörfum sé haldið sérstaklega
niðri, en í þessu tilfelli er erfitt að festa
hendur á málinu þar sem öll tölvuvinnsla
er sem lokuð bók fyrir þorra fólks. Þarna
eiga ráðamenn því tiltölulega hægan leik
á borði að skipa nokkuð stóra starfsstétt
konum sem síðan eru gerðar að lág-
launahópi. Samstöðunni meðal starfs-
manna fyrirtækisins sem eru kannske
einnig dómbærir á þessi vinnubrögð má
svo spilla með því að bjóða öðrum hópum
mun betri kjör. SKÝRR hefur þá sérstöðu
miðað við aðrar opinberar stofnanir sem
flestar eru eingöngu peningahítir að fyr-
irtækið aflar tekna, selur sína vöru og
skilar arði. Önnur stór og smærri fyrirtæki
rekin af einkaaðilum fylgjast grannt með
launagreiðslum SKÝRR og miða sín laun
og ekki síður yfirborganir við launakjör
þar á bæ. Þessi fyrirtæki beita eðlilega
áhrifum til þess að þrýsta niður launin
þar sem því verður við komið og eiga
auðvelt með að yfirbjóða SKÝRR án þess
að greiða þó há laun.
Kvennastéttum fómað
Konur eru röskur meiri hluti félaga
innan B.S.R.B., en annars flokks félagar,
vegna þess að við samningaborðið hefur
kvennastéttum alltaf verið fórnað og á því
virðist ekkert lát. Eitt gleggsta dæmið er
það að verkalýðsforystan skuli ekki vera
farin að beita sér af neinni alvöru fyrir því
að reynsla við húsmóðurstörfin sé metin
til launa hjá þeim konum sem fara út í
skyld störf og þær eru ekki fáar.
Samstaða alls launafólks undir forystu
karla hefur borið þann árangur að
menntun, reynsla og ábyrgð eru þættir
sem lítils eru metnir þegar um dæmigerð
kvennastörf er að ræða og þá skiptir mik-
ilvægi starfsins fyrir land og þjóð ekki
máli.
Þessu verður ekki unað til lengdar.
Samningamenn B.S.R.B. verða að taka
upp ný vinnubrögð og konur innan sam-
takanna að beita þá þeim þrýstingi sem til
þarf.