Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 3
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s
Við verðum með
Janssen á þriðjudaginn
og Pfizer á miðviku-
daginn.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar
hjá Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins.
1 1 9 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 8 . J Ú N Í 2 0 2 1
w
v
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.volkswagen.is/id3
Verð frá 4.690.000 kr.
Rafmagnaður ID.3
Drægni að þínum þörfum!
Hvert ertu að fara?
#NúGeturÞú
Megináherslan eftir næstu
viku verði á að gefa fólki
annan skammt bóluefnis. Í
kjölfarið verður byrjað að
sprauta fólk án kennitölu og
þá sem eru með mótefni.
thorgrimur@frettabladid.is
COVID-19 „Við verðum með nokkra
stóra daga í næstu viku,“ segir
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
um horfur í bólusetningum gegn
Covid-19 á næstunni. „Við verðum
með Janssen á þriðjudaginn og Pfiz-
er á miðvikudaginn. Svo stefnum
við á að vera með AstraZenica á
fimmtudaginn, en við vitum ekki
hvað það verður stór dagur. Það fer
eftir því hvort stór sending sem er
von á verður komin eða ekki.“
Ragnheiður segir að til séu um
9.000 bóluefnaskammtar fyrir
hvern þessara daga. Að loknum
boðuðum bólusetningum verði
opið hús þar sem sprautað verður
með afgangsskömmtum. Þá verði
næsta vika sú síðasta þar sem meg-
ináherslan verði á að gefa fyrsta
skammt bóluefnanna en þar á eftir
verði áherslan lögð á að gefa fólki
annan skammtinn. „Svo förum við
að snúa okkur að öðrum hópum, til
dæmis fólki sem býr á landinu en
er ekki með kennitölu og fólki sem
þegar er með mótefni.“
Um þessar mundir hafa um
239.000 einstaklingar verið bólu-
settir á Íslandi og eru þar af tæplega
153.800 fullbólusettir.
Ragnheiður telur Íslendinga hafa
staðið sig vel í bólusetningaátakinu
miðað við önnur lönd og segir það
meðal annars skýrast af sterkri
menningu fyrir bólusetningum á
landinu. Að vísu hafi borið á því að
færri hafi mætt í sprautur með bólu-
efni Janssen en öðrum efnum þótt
munurinn sé ekki mikill.
„Ég held að flestir Íslendingar séu
mjög jákvæðir fyrir bólusetningum.
Hlutföll á bólusetningum barna eru
yfirleitt á bilinu 90 til 95 prósent.
Það er lítið um að fólk sé að hafna
Covid-sprautunum eða tilkynna að
það sé hrætt við þær, þótt það séu
kannski einstaka háværar gagn-
rýnisraddir.“ n
Allir verði sprautaðir einu
sinni fyrir lok næstu viku
Það var mikið um dýrðir í kringum 17. júní um allt land í gær þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á sitt besta. Þessir kátu krakkar máluðu sig og stigu dans á Klambratúni í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
arib@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Ísland er eftirbátur hinna
Norðurlandanna í samkeppnis-
hæfni samkvæmt nýjum saman-
burði IMD-viðskiptaháskólans í
Sviss. Ísland er í 21. sæti af 64 og
stendur í stað milli ára.
Sýni að við
viljum erlendar
fjárfestingar
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Ægir Þór Svansson, níu
ára drengur sem glímir við vöðva-
rýrnunarsjúkdóminn Duchenne,
hefur óskað eftir að fá lyftu í renni-
brautirnar í sundlauginni á Höfn
í Hornafirði. Hulda Björk Svans-
dóttir, móðir Ægis, segir að f leiri
börn séu í sömu sporum.
Vill líka fara í
rennibrautina
Ægir Þór
Svansson, níu
ára íbúi á Höfn.
„Fatlaðir einstaklingar vilja líka
fara í rennibrautina í sundlaugum
landsins eins og heilbrigt fólk,“ segir
Hulda. „Þessir krakkar sem búa oft
við svo miklar áskoranir þurfa á
allri þeirri gleði að halda sem þau
geta fengið í sitt líf. “ n – SJÁ SÍÐU 4
Konráð Guðjónsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs,
segir að það þurfi samstillt átak
stjórnvalda, atvinnulífs og stéttar-
félaga til að ráðast í aðgerðir svo
Ísland færist ofar á listann.
Búast má við að Ísland færist ofar
á listann þegar hagkerfið jafnar sig
eftir Covid-faraldurinn.
Konráð segir áberandi hvað
Ísland kemur illa út þegar kemur
að erlendum fjárfestingum. „Það
sem er stóra málið þar er að finna
f löskuhálsana sem veldur því að
erlend fjárfesting er ekki að koma til
landsins. Stjórnvöld þurfa að sýna
að þau vilji fá erlenda fjárfestingu til
landsins. n