Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652. „Uppáhalds morgunmaturinn minn er grísk jógúrt með góðu múslí. Ég laga stundum múslí sjálf en eftir að ég kynntist múslíinu frá Deliciously Ella verður örugglega minna um það. Það er engu líkara en að Ella hafi sérmixað múslíið sérstaklega fyrir mig; það er svo ótrúlega ljúffengt og nostrað við það eins og það sé heimagert, stútfullt af hollum, gómsætum og náttúrulegum hráefnum; berjum, kanil, rúsínum, kókosflögum og fleiru ómótstæðilegu góðgæti,“ segir einkaþjálfarinn og snyrti- fræðingurinn Aðalheiður Ýr Ólafs- dóttir. Aðalheiður er upprunalega sveitastúlka frá Patreksfirði og mörgum kunn sem áhrifavaldur- inn Heidi Ola. „Ég hef alltaf verið kölluð Heiða en þegar ég fór utan til að keppa í módelfitness árin 2009 til 2014 áttu margir bágt með að bera fram nöfnin Aðalheiður og Heiða, og úr varð að ég var kölluð Heidi sem festist við mig,“ útskýrir Heiða sem varð meðal annars heimsbikar- meistari í módelfitness árið 2012 og í 2. sæti í módelfitnesskeppn- inni Arnold Classic í Bandaríkj- unum. „Í módelfitness ríkir heragi í mataræði og þá var ég sannarlega í öfgunum en einn daginn fékk ég nóg og fer aldrei aftur í það sport. Ég get ekki hugsað mér að gera manninum mínum og syni það að hugsa mest um sjálfa mig, að geta ekki borðað það sama og þeir, og vera föst í ræktinni tvisvar á dag. Mataræðið er rosalega strangt og stundum fór í skapið á manni að þurfa að neita sér um allt mögu- legt. Matseðillinn samanstóð af kjúklingabringu með sætri kart- öflu og káli og kannski grænu epli í millimál. Þegar ég svindlaði fékk ég mér gjarnan prótínstykki en ég mæli heilshugar með Deliciously Ella orkustykkjum sem eru frábær fyrir þá sem langar í gott millimál og eru aðeins um 200 hitaeiningar, sem er mjög hentugt fyrir fólk í aðhaldi.“ Slær fljótt á sætindaþörfina Heiða er yfir sig hrifin af úrvalinu frá Deliciously Ella. Hún er ekki ein á báti þar því Ella er með vinsæl- ustu heilsukokkum heimsins í dag, með yfir tvær milljónir fylgjenda á Instagram. „Ella Mills fæddist á Englandi 1991. Árið 2011 glímdi hún við ýmiskonar veikindi en lyf virkuðu ekki sem skyldi. Hún ákvað því að taka málin í sínar hendur og sjá hvort breyting á lífsstíl og mat- aræði hefðu betri líðan í för með sér. Hún var léleg í eldamennsku, vissi ekkert um plöntufæði og skorti alla drift en til að berjast gegn því öllu byrjaði hún að halda dagbók yfir tilraunir sínar í eld- húsinu og prófa nýjar uppskriftir hvern einasta dag á vefsíðu sinni deliciouslyella.com. Útkoman sló fljótt í gegn, æðislegir réttir og vörulína með sitthverju ljúffengu og fljótlegu sem er auðvelt að taka með sér í vinnuna, gönguferðina eða bara til að hafa meðferðis í töskunni til að grípa til í dagsins önn,“ greinir Heiða frá. Sjálf er Heiða sólgin í orkustykki frá Deliciously Ella sem hún tekur með sér í útivistina. „Ella er með hollan og gómsætan kost fyrir öll tækifæri. Þetta eru seðjandi bitar úr döðlum, hnetum, fræjum og fleiru sem slær fljótt á sætindaþörfina og sumt er eins og konfekt. Þar á meðal dýrindis sælkeramolar sem er frábær kostur þegar mann langar í eitthvað sætt með kaffibollanum, líka snakk, hnetur og möndlur til að maula á kvöldin. Ég kolféll fyrir æðis- legum kúlum úr cashew-hnetum og hindberjum, sem og litlum bollakökum með saltri karamellu. Þetta er geggjað hollustunammi til eiga þegar sætindaþörfin kallar og þar kemur Deliciously Ella sterk inn með fjölbreytt og heillandi vöruúrval,“ segir Heiða. Ella elskar alla og allir elska Ellu Heiða starfaði sem einkaþjálfari í World Class Laugum í átta ár, eða þar til hún varð ófrísk af syni sínum 2017. „Maðurinn minn, Erlendur Kári Kristjánsson, rekur sitt eigið garð- yrkjufyrirtæki, Allt fyrir garðinn ehf., og er með aðstöðu og verk- stæði í gamalli hlöðu á Álftanesi. Hann vinnur iðulega langa vinnu- daga og því gekk illa upp að fara aftur til starfa við einkaþjálfun eftir að strákurinn okkar fædd- ist. Ég gerðist því flugfreyja hjá Icelandair, en svo kom Covid og flugið datt upp fyrir. Þessa dagana er ég að hjálpa manninum mínum í fyrirtækinu, ásamt því að elda og baka, sem ég elska,“ segir Heiða sem byrjaði á samfélagsmiðlum þegar hún fór að þjálfa og tekur að sér ýmis samfélagsmiðlaverkefni, ekki síst það sem tengist hollu mataræði, eins og Deliciously Ella. „Ég er dugleg að sýna hvað ég borða og vil koma góðum kosti til leiðar því mataræði er 80 prósent af árangrinum þegar maður vill vera í góðu formi. Ég er sjálf hætt öllu öfgafæði og elda nú venjulegan heimilismat, vil helst ekki vera í gerviefnum né unnum mat, heldur vel ég hollt og náttúrulegt fæði sem ég get líka gefið barninu mínu. Þar er Deliciously Ella einstakur kostur, með náttúruleg hráefni og engan gervimat, öll línan er glú- tenfrí og vegan, og meira að segja umbúðirnar eru umhverfisvænar, segir Heiða sem er þó ekki græn- keri sjálf en fær ekki nóg dásamað vörurnar frá Ellu. „Vinkona mín er heilsumark- þjálfi og elskar líka Ellu. Hún er dugleg að benda á skordýraeitur og óæskileg innihaldsefni í hinum og þessum matvælum og kýs ein- göngu hreint og náttúrulegt fæði. Hún hefur fylgt Ellu lengi, á mat- reiðslubækurnar hennar og notar app þar sem Ella gefur uppskriftir. Þá spillir ekki fyrir að maður er öruggur með að gefa börnunum sínum allt frá Ellu.“ Njótum lífsins lystisemda Heiða nýtur þess að borða hollt, hreyfa sig og bæta heilsu sína og annarra. „Ég er hætt að vera með nammi- dag því ég var stundum farin að telja niður í nammidaginn og átti það til að missa mig í gotteríinu. Ef mig langar í sætt með kaffinu fæ ég mér sætindi, sama hvaða dagur vikunnar er. Það er líka best að borða mest af kolvetnum fyrri hluta dagsins og því hika ég ekki við að fá mér súkkulaði út á múslí eða með morgunkaffinu. Þá næ ég að losa mig við nammi- þörfina þann daginn. Þetta er allt í hausnum á okkur og við þurfum að breyta hugarfarinu og leyfa okkur smá, í stað endalausra megr- unar- og matarkúra sem erfitt er að halda út til lengdar. Hver nennir líka að vera vinkonan í sauma- klúbbnum sem getur ekki borðað vegna þess að það er ekki rétti dagurinn? Borðum frekar minna yfir þann daginn til að geta notið saumaklúbbsins. Lífið er of stutt fyrir hömlur, boð og bönn. Við eigum að njóta lífsins lystisemda og þá er ekkert betra en að eiga girnilegt og hitaeiningasnautt holl- ustugóðgæti frá Ellu til að njóta með góðri samvisku og drekka ískalt sódavatn með.“ Fylgist með Heidi Ola á Instagr- am: heidiola og hladan_alftanesi og Deliciously Ella á Instagram. n Deliciously Ella fæst meðal annars í Nettó, Hagkaup, Krónunni og Heimkaup. Heiða var vön að útbúa sitt morgunmúslí sjálf en segir því sjálfhætt eftir að hún kynntist múslítegundum Deliciously Ella. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Heiða segir sæta bita Ellu hreint frábært hollustunammi. Heiða stenst ekki lostætar kúlur Ellu með kaffibollanum. Þær eru með- hindberjum og cashewhnetum, en til í fleiri út- færslum. Allt frá Ellu Mills hefur á sér ljúfan og heimilislegan blæ. Lífið er of stutt fyrir hömlur, boð og bönn. Við eigum að njóta lífsins lystisemda og þá er ekkert betra en að eiga girnilegt og hitaeininga- snautt hollustugóðgæti frá Ellu til að njóta með góðri samvisku. Þetta eru seðjandi bitar í dagsins önn og slá fljótt á sætindaþörfina. Heidi Ola. 2 kynningarblað 18. júní 2021 FÖSTUDAGURNÆRING OG HEILSA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.