Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 12
Barrtré og erlendar
ágengar trjátegundir
eiga ekkert erindi ofan
í íslenska lyngmóa þar
sem þau umturna upp-
haflegri gróðurþekju
og því lífríki sem fyrir
er.
Við þurfum að skapa
frelsi fyrir bændur til
að byggja upp sína
starfsemi til að ná fram
hagkvæmni.
Það er
nöturlegt
til þess að
hugsa að
samninga-
nefnd ríkis-
ins skuli
vera stað-
ráðin í því
að skaða
öryggis-
menningu
Land-
helgisgæsl-
unnar með
þessum
hætti.
Það er hagur okkar allra að búa
þannig um hnútana að ferðaþjón-
usta skapi heils árs atvinnutækifæri
á landsbyggðinni. Sjávarútvegur og
landbúnaður hefur lengi verið for-
senda byggða víða um land en með
uppbyggingu nýsköpunar og ferða-
þjónustu er hægt að tryggja aukin
lífsgæði á landsbyggðinni. Blómlegt
atvinnulíf skapar jafnframt for-
sendu fyrir öflugri heilbrigðisþjón-
ustu og annarri almennri þjónustu.
Ferðaþjónusta líkt og nafnið bendir
til er þjónusta. Aðdráttarafl lands-
byggðarinnar fyrir ferðamenn er
sannarlega náttúrufegurðin en það
þarf einnig að tryggja aðgengi og
góða þjónustu. Ferðamenn sækja
í fjölbreytta þjónustu sem hefur
jákvæð áhrif á nýsköpun og fram-
þróun á landsbyggðinni. Lykillinn
að því er að efla innviði sem felst
fyrst og fremst í betri samgöngum
og aukinni þjónustu við náttúru-
perlur á hverju svæði fyrir sig. Slík
uppbygging getur skipt sköpum
þegar kemur að fjárfestingu og til að
skapa mikilvæg störf og skemmti-
legra samfélag.
Í Norðvesturkjördæmi er ógrynni
af náttúruperlum en mikilvægt er
að efla aðgengi að þeim til að skapa
tækifæri fyrir fjölbreytta verslun
og þjónustu sem skapar frekari
fjölbreytni í störfum á svæðinu.
Uppbygging ferðaþjónustu skapar
einnig aukin tækifæri fyrir íbúa,
ekki bara fjölbreyttari störf heldur
einnig þjónustu og afþreyingu. Það
er mikið hagsmunamál fyrir Ísland
að efla vöxt heilsársferðaþjónustu
í Norðvesturkjördæmi en það er
mikilvægt að dreifa álagi vegna
umferðar ferðamanna um land allt.
Það er mikilvægt að standa vörð um
náttúruna og að auðlindir hennar
séu nýttar með sjálf bærum hætti.
Við þurfum að horfa til sjálf bærni
í uppbyggingu ferðaþjónustunnar
í Norðvesturkjördæmi. Samhliða
getum við skapað tækifæri fyrir
nýsköpun í landbúnaði þar sem
við leggjum áherslu á að auka fjöl-
breytileika og ef la afurðaverðið
með sjálf bærni að leiðarljósi. Við
þurfum að skapa frelsi fyrir bændur
til að byggja upp sína starfsemi til
að ná fram hagkvæmni. Ferðaþjón-
usta og landbúnaður geta stutt við
uppbyggingu á umhverfisvænni
mat vælaframleiðslu . Þar sem
megin áherslan er á ábyrga efna-
hagslega uppbyggingu þar sem við
hlúum að mannauðinum, dýravel-
ferð, umhverfinu og samfélaginu.
Það er jafnframt mikilvægt að við
tölum vel um ferðaþjónustu og fólk
sem hefur fjárfest í þeirri uppbygg-
ingu. Ferðaþjónusta, ásamt sjávar-
útvegi, eru grunnstoðir atvinnulífs
fyrir vestan og koma til með að efla
efnahagslegt sjálf bærni svæðisins
til lengri tíma litið. n
Ferðaþjónusta –
Augljós vaxtarbroddur
á landsbyggðinni
Guðrún Sigríður
Ágústsdóttir
tekur þátt
í prófkjöri
Sjálfstæðis-
f lokksins í
Norðvestur-
kjördæmi.
Íslenskt landslag hefur tekið umtals-
verðum breytingum undanfarin ár
vegna skógræktar, m.a. í nafni kol-
efnisjöfnunar. Finnst mér kominn
tími til að staldra við og huga betur
að þeim spjöllum sem hömlulaus
skógrækt getur valdið. Í rauninni
ætti hvergi að leyfa umfangsmikla
plöntun trjáa nema að undan-
gengnu umhverfismati, svo miklum
breytingum sem skógrækt veldur á
landinu. Víða er plantað stórvöxn-
um barrtrjám í valllendismóa sem
smám saman gjörbreytir gróður-
þekjunni, eyðir smágróðri og berja-
lyngi og hrekur mófuglinn burt úr
kjörlendi sínu. Víða er plantað upp
um hæðir og fjallshlíðar, með fram
vötnum og klettabeltum sem hindar
útsýni svo jafnvel hraunmyndanir,
hólar, klettar, gil og lækir hverfa á
kaf í skóg eða ágengar gróðurteg-
undir. Sums staðar er stórvöxnum
trjám plantað nálægt vegum svo
ferðalangar sjá lítið lengur nema
upp í heiðan himininn og á vetrum
draga trén að snjóalög.
Það er gott og blessað og þakkar-
vert að græða landið þar sem þörf
krefur, græða uppblásin svæði og
eyðisanda og stöðva uppblástur
en það má ekki vera á höndum
fárra einstaklinga að ákvarða hvar
umbylta má landslagi á varanlegan
máta. Umhverfismat vegna skóg-
ræktar hlýtur að vera réttmæt krafa
rétt eins og þegar um er að ræða
virkjanir, vegaframkvæmdir eða
annað sem veldur verulegri röskun á
landslagi. Barrtré og erlendar ágeng-
ar trjátegundir eiga ekkert erindi
ofan í íslenska lyngmóa þar sem þau
umturna upphaflegri gróðurþekju
og því lífríki sem fyrir er.
Á vegi okkar hjóna varð eitt sinn
bandarísk fjölskylda sem hafði orð
á því hve dásamlegt væri að aka um
Ísland þar sem auðvelt væri að virða
fyrir sér fjölbreytni landslagsins.
Þegar þau ferðuðust um sitt heima-
land sæist varla neitt nema tré eða
heiður himinninn milli trjátopp-
anna. Viljum við kaffæra landið
okkar á þennan hátt? Ég segi nei,
förum gætilega að gróðri landsins,
„smávinirnir fögru“ eru foldar-
skart eins og Jónas komst forðum
að orði. n
Skógrækt í umhverfismat
Hildur
Hermóðsdóttir
eigandi
Textasmiðjunnar.
Það er margt framandi við f lug-
bransann og auðvelt að ala á for-
dómum gagnvart því sem fólk skilur
ekki. Eitt af rótgrónustu úrræðum
f lugrekenda og f lugmanna sem
tryggir f lugöryggi er starfsaldurs-
listinn, ein af burðarsúlum heil-
brigðar öryggismenningar. Þetta
fyrirkomulag er ekki séríslenskt og
er ekki krafist samkvæmt lögum
eða reglugerðum. Það þarf engan að
undra að þetta rótgróna fyrirkomu-
lag passi illa við ferkantað skapalón
opinberrar stjórnsýslu. Núna tekst
ekki að ljúka gerð kjarasamnings
við flugmenn Landhelgisgæslunnar
því samninganefnd ríkisins hefur
bitið í sig þá sérviskulegu fordóma
að starfsaldurslisti f lugmanna
Gæslunnar standist ekki lög um
opinbera starfsmenn. Orðið starfs-
aldurslisti kemur ekki fyrir í lögum
um opinbera starfsmenn. Öryggis-
nefnd FÍA viðheldur alla jafnan
ströngum hliðaraðskilnaði við
kjaramál, en þegar framganga við-
semjenda er til þess fallin að skaða
flugöryggi látum við í okkur heyra.
Það er líklega eins gott að sann-
girnismenning (e. just culture) hafi
verið innleidd í lög um loftferðir,
annars er hætt við að flugrekendur
sem skortir faglegan metnað myndu
taka þann pól i hæðina að hafa sinn
rekstur alls ekki með því móti, því
þess væri ekki krafist í lögum.
Þeir sem reka fjármálafyrirtæki
á markaði kunna ef til vill vel við
samkeppni á skrifstofunni, en að
skapa slíkt andrúmsloft í stjórn-
klefa fjölstjórnarvéla er allt annað
en eftirsóknarvert. Það hefur til
dæmis vakið furðu f jölmiðla-
manna að f lugfélag þurfi að segja
flugmönnum upp í starfsaldursröð
komi til samdráttar. Málsmetandi
fjölmiðlamaður hafði á orði síðast-
liðið sumar að f lugfélag þyrfti að
geta haldið í „öfluga af burðaflug-
menn“ og fullyrti í viðtali að þetta
væri „algerlega galið kerfi“ án þess
að neinar röksemdarfærslur fylgdu
með. Þetta kerfi er nú ekki galnara
en svo að fleiri en færri flugfélög búa
svo um hlutina, að minnsta kosti í
þeim heimshluta sem við teljumst
tilheyra. Hér hættir f jölmiðla-
mönnum til að rugla saman rekstri
f lugfélaga og fjármálafyrirtækja.
En hverjir eru „öflugir afburðaflug-
menn“? Eru það flugmennirnir sem
valda minnstum kostnaði og lenda
á áfangastað með minnst eldsneyti?
Þeir sem lenda aldrei á varaflugvelli
og fljúga mest fyrir sem lægst laun?
Eru það flugmenn sem þora að taka
áhættu, láta ekki samviskuna flækj-
ast of mikið fyrir sér, eru kaldlyndir
í erfiðum ákvarðanatökum og hafa
getu til að ráðskast með fólk? Að
heimfæra þau lögmál sem áhættu-
sækin fjármálafyrirtæki starfa eftir
upp á starfrækslu f lugvéla er einu
orði sagt háskalegt. Lexíur flugiðn-
aðarins og fjármálageirans í raun
líka, eru margar og sárar.
Við sækjumst flest öll eftir fram-
gangi í starfi. Flugmenn sem starfa
á fjölstjórnarvélum sjá eitt stórt
tækifæri á sinni sjónarrönd. Að
færast úr starfi f lugmanns í sæti
flugstjóra. En það er ekki sjálfgefið,
því þreyta þarf próf, bæði bóklegt og
verklegt í f lughermi til þess að stíga
fæti fram yfir þessa sjónarrönd. Það
þykir í senn sanngjarnt og hluti af
heilbrigðri öryggismenningu að
flugmenn þreyti þetta eina próf er
röðin kemur að þeim samkvæmt
starfsaldursröð. Slíkt fyrirkomulag
skapar sanngirni og fyrirsjáanleika.
Flugrekendur með skýra stefnu og
langtímamarkmið ráða einmitt til
starfa flugmenn sem teljast líklegir
til þess að standast þetta próf þegar
röðin kemur að þeim. Þegar fólk
er spurt um ávinninginn af því að
styðjast ekki við starfsaldurslista
er iðulega lítið um svör eða svörin
á þá leið að þá sé hægt að ráðskast
með flugmannahópinn. Svo er hægt
að orða það á mismunandi máta.
Af leiðingin af slíku stjórnlyndi
er möguleg togstreita á milli f lug-
manna sem þurfa að taka snarpar
ákvarðanir í síbreytilegu og hröðu
starfsumhverfi. Án starfsaldurslista
hafa stjórnendur óheft frelsi til að
ráðskast með f lugmenn og hand-
velja hvaða f lugmenn verða f lug-
stjórar og hverjir ekki. Slíkt ástand
hefur skaðleg áhrif á öryggismenn-
ingu. Stærsti ábatinn fyrir f lug-
rekanda er að með starfsaldurslista
halda flugmenn fremur tryggð við
flugrekandann.
Muni samninganefnd ríkisins
ná fram markmiði sínu, munu dyr
spillingar og frændhygli standa
opnar forstjórum Landhelgisgæsl-
unnar til framtíðar.
Það er nöturlegt til þess að hugsa
að samninganefnd ríkisins skuli
vera staðráðin í því að skaða örygg-
ismenningu Landhelgisgæslunnar
með þessum hætti. Að heimfæra
ráðstafanir sem gilda um starfs-
menn á t.d. opinberum skrifstofum
annars vegar, upp á stjórnklefa
fjölstjórnarflugvéla hins vegar, er
fjarstæðukennt. Það er einlæg von
okkar meðlima Öryggisnefndar FÍA
að samninganefnd ríkisins öðlist
nauðsynlegan skilning á öryggis-
menningu f lugrekenda og setji til
hliðar ferkantaða skapalónið.n
Gæslan og starfsaldurslistinn
Ingvar
Tryggvason
formaður
Öryggisnefndar
Félags íslenskra
atvinnu-
f lugmanna.
10 Skoðun 18. júní 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ