Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 8
Það er verið að ræða um að tryggja það að árekstrar verði ekki á milli manna. Jón Þór Ólason, stjórnarfor- maður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Forsvarsmenn Stangaveiði- félags Reykjavíkur og hesta- mannafélagsins Fáks segja samstarf gott um vegslóða veiðimanna sem tengdur hefur verið við reiðleiðakerfi. Ýmsir hafa þó áhyggjur af því að slys geti orðið á slóðanum. kristinnhaukur@frettabladid.is REYKJAVÍK Sambýli stangveiði- manna og hestamanna á vegslóða við Elliðaár hefur valdið núningi og nokkrum áhyggjum um öryggi. Forsvarsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og hestamannafélags- ins Fáks segja félögin hafa gott sam- starf og að skilti verði sett upp á svæðinu. Umræddur slóði er 700 metra langur, vestan við skeiðvöll Fáks. Orkuveita Reykjavíkur byggði hann á sínum tíma að beiðni Stangaveiði- félagsins. Með nýju deiliskipu- lagi Elliðaárdalsins var ákveðið að Fákur fengi að deila veginum og tengja hann inn í sitt reiðleiða- kerfi. Fékk Fákur fjárveitingu, bæði frá Landssambandi hestamanna og Reykjavíkurborg til að laga slóð- ann. „Þeir voru mjög fegnir því að vegurinn var orðinn ónothæfur og hár hryggur í honum miðjum,“ segir Dagný Bjarnadóttir, sem sér um reiðleiðamál hjá Fáki. Segir hún samráð við stjórn Stangaveiðifélags- ins hafa verið gott. „Þetta er ekkert vandamál. Þeir eru á tímum þegar eru mjög fáir hestar á veginum og öfugt.“ Stangveiðimenn eru þó ekki á eitt sáttir við fyrirkomulagið og eru ugg- andi yfir því að hestafólki og veiði- mönnum, oft á stórum bílum, sé att inn á slóðann sem sé þröngur. Hafa stangveiðimenn meðal annars verið stöðvaðir af hestamönnum sem vilja þá af veginum, vitandi ekki að þeir megi keyra hann. Lagði Stangaveiðifélagið fram til- lögu um að vegslóðanum yrði deilt yfir árið. Stangveiðimenn hefðu hann út af fyrir sig 1. maí til 15. september og hestamenn þess utan. Fákur hafnaði þeirri tillögu. „Við höfum kynnt það á okkar heimasíðu að þetta sé slóði sem við deilum með stangveiðimönnum og allir eiga að vita það,“ segir Dagný. „Við beinum því til reiðskólanna að fara ekki þennan slóða svo það sé ekki löng lest af reiðskólakrökkum á meðan menn eru að flýta sér milli veiðistaða.“ Jón Þór Ólason, stjórnarformaður Stangaveiðifélagsins, hafnar því einnig að ágreiningur sé milli veiði- og hestafólks út af slóðanum. Hann segir að verið sé að útbúa skilti til að tryggja betra öryggi. „Það er verið að ræða um að tryggja það að árekstrar verði ekki á milli manna. Við erum ekki í stríði við Fák,“ segir Jón Þór. Eins og Dagný segir hann að skila- boðum verði komið til þeirra sem veiða við Elliðaárnar. „Þetta breytir því ekki að okkar veiðimenn geti keyrt þarna. Það þarf bara að sýna aukna aðgæslu,“ segir hann. n Áhyggjur af notkun stangveiðimanna og hestamanna á sama vegslóðanum Stangveiðimenn í Elliðaánum deila vegslóða með hestamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN arib@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Það er búið að hafa af mér æruna fyrir að hafa stolið eigin sög,“ segir Emil Thorarensen, íbúi á Eskifirði. Emil var ákærður í janúar af lögreglu á Austurlandi fyrir að hafa tekið sög síðasta haust, sög sem Emil segir að hafi upphaf- lega verið í sinni eigu. Málið var látið niður falla í Héraðsdómi Austurlands nýverið. Um er að ræða veltisög af gerð- inni DeWalt. Forsaga málsins er löng en sögin var keypt þegar Kárahnjúkavirkjun var í smíðum. „Ég átti fyrirtæki ásamt góðum vini mínum. Við fórum að byggja hús úr brasilískum harðvið. Þegar álverið kom á Reyðarfirði þá hugs- uðu margir sér gott til glóðarinnar, þar á meðal ég. Þetta fyrirtæki átti ýmislegt, þar á meðal þessa DeWalt veltisög,“ segir Emil. „Í hruninu 2008 þá fór allt á haus- inn. Ég þurfti að greiða 10 milljónir í persónulegar ábyrgðir.“ Emil vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvernig sögin endaði í hans persónulegu eigu, en þrotabúi fyrirtækisins var slitið fyrir allmörgum árum. „Sögin hún dagaði uppi hjá mér. Ein sög var ekki mál málanna.“ Svo gerðist það að Emil fór í fyrir- tækjarekstur með öðrum manni. „Við keyptum húsnæði sem þurfti að lappa upp á. Ég lánaði honum sögina.“ Svo gerðist ekki neitt að sögn Emils. „Ég fór að spá í hvar sögin væri, mundi það ekkert. Nema það að maður á Stöðvar- firði sagði mér hvar sögin væri, hún væri í gámi. Ég spurði son hans hvort sögin væri þarna. Hann þurfti að spyrja mömmu sína. Mamma hans, sem er þjófur í eðli sínu, sagði að þau ættu sögina.“ Endaði það með því að Emil fór og sótti sögina. „Gámurinn var ólæstur. Ég braust ekkert inn. Næsta sem ég veit að ég er ákærður fyrir að stela eigin sög.“ Getur verið að hún hafi ekki vitað betur? „Ég vissi betur,“ segir Emil. Óttast hann að umræða um þetta mál hafi skaðað orðspor hans fyrir austan. „Ég er orðinn 67 ára gamall og hefði aldrei dottið í hug að gerast þjófur,“ segir hann. „Það er ekki gaman að vera ákærður.“ n Æran horfin eftir ákæru fyrir að stela eigin sög Veltisög af gerðinni DeWalt. kristinnpall@frettabladid.is AUSTURRÍKI Heilbrigðisráðuneyti Austurríkis áætlar að með bólu- setningum hafi tekist að bjarga rúmlega átján hundruð manns í vor sem annars hefðu látið lífið af völdum kórónaveirunnar. Rúmlega tíu þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Austurríki af þeim 650 þúsund sem hafa smitast en um 2.200 létust á þriggja mánaða tímabili í vetur. Bólusetningarherferð stjórn- valda í Austurríki gengur ágætlega og er um fjórðungur landsmanna á bólusetningaraldri kominn með bóluefni frá einum af fjórum bóluefnaframleiðendum sem hafa fengið markaðsleyfi í landinu. Þá er tæplega helmingur landsmanna kominn með fyrri bólusetninguna og sjö prósent íbúa landsins búin að smitast og ná sér af veirunni. Heilbrigðisráðuneytinu í Austur- ríki barst fyrirspurn um að áætla hversu mörg dauðsföll hefði tekist að koma í veg fyrir með bólusetning- um og var áætlað að 1.807 til viðbót- ar hefðu látist og um fjögur þúsund þurft innlögn á spítala. Markmið stjórnvalda er að ná sjötíu prósent bólusetningu fyrir haustið. n Telja bóluefni hafa bjargað átján hundruð manns Frá mótmælum gegn bóluefnum í Vín fyrr á þessu ári. MYND/AFP thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN „Þessi úrskurður stað- festir það sem við vissum: Lögin um aðgengilega heilbrigðisþjónustu eru komin til að vera,“ sagði Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, um úrskurð sem hæstiréttur Banda- ríkjanna felldi í gær þar sem því var hafnað að heilbrigðislögin sem kennd eru við Obamacare brytu gegn stjórnarskrá landsins. Lögin hafa lengi verið bitbein bandarískra íhaldsmanna, sem hafa nánast frá upphafi reynt að fá þeim hnekkt. Þetta var í þriðja sinn sem hæstirétturinn felldi úrskurð í tengslum við lögin og úr þessu þykir ólíklegt að lögunum verði nokkurn tímann hnekkt fyrir dómstólum. Álitaefnið í málinu snerist um svokallað einstak lingsumboð heilbrigðislaganna, sem fól í sér refsiskatt á fólk án heilsutrygginga. Einstaklingsumboðið var í reynd afnumið með skattalöggjöf Donalds Trump árið 2017, sem mælti fyrir um að heilsutryggingar þyrftu ekki að vera hærri en núll dollarar. Gagn- rýnendur Obamacare héldu því fram að án einstaklingsumboðsins brytu heilbrigðislögin í heild sinni gegn stjórnarskránni þar sem nú væri um að ræða ólögmæta skatt- lagningu. Málinu var vísað frá á þeim grundvelli að kærendurnir hefðu ekki lögvarða hagsmuni. n Obamacare komið til að vera Heilbrigðislögin í Bandaríkjunum er kennd við Obama. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 6 Fréttir 18. júní 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.