Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 38
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Svanborgar Sigmarsdóttur n Bakþankar Hið einstaka bláköfl ótta Hästens-áklæði er táknrænt fyrir heimspeki okkar: að búa til svo fullkomið rúm að það haldi þér meira vakandi. Tilfi nningin sem þú færð þegar gormar, hrosshár, ullartrefjar, bómull, hör og viður vinna saman er í raun ávöxtur nærri 170 ára linnulausrar vinnu. Því það er það sem þarf til að leggja grunn að betri degi. ICONIC? CHECK. Hästens Blue Check Since 1978 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 44% 18-80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* *Samkvæmt prentmælingum Gallup 20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — Sími: 550 5050 soludeild@frettabladid.is NÁÐU TIL FJÖLDANS! FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Undanfarna viku hef ég reynt að nota farsímann minn eins og nafnið gefur til kynna – sem síma. Auðvitað kemur það ekki til af góðu. Mín kæra Samsung, sem ég er vön að hafa samhangandi við mig nótt sem nýtan dag, er í viðgerð og því hef ég þennan láns- síma. Þessi lánssími er ekki með neitt af símanúmerunum mínum og því hringi ég ekki í neinn. Né sendi ég sms, sem mér skilst að einhverjir örfáir aðrir en stofnanir og fyrir- tæki noti enn til samskipta. Nýi síminn er ekki heldur með Messenger, Facebook, Twitter, Instagram, Whatsapp, TikTok, Slack, Webex, Google Meet, Zoom eða Snapchat til að eiga í samskiptum. Hann er ekki með Spotify, útvarpsöppin, Audible eða podcast-öppin til að hlusta. Það er ekkert Netflix, Prime eða Nova til að horfa. Ekkert heilsuapp til að segja mér hvað ég eigi að gera í ræktinni. Ég hef ekki Trello, Asane, Canva, tölvupóst og Google Drive til að segja mér hvað ég eigi að vera að gera í vinnunni. Ég get ekki lagt með Parka, keypt strætómiða, hoppað eða stokkið á Wind. Ég þarf að bíða í röð þegar í hringi á leigubíl. Ég safna ekki punktum á kaffihúsinu, panta ekki pítsu og þurfti að hefja dauðaleit að öku- skírteininu og greiðslukortunum. Þetta gæti verið hátimbraður pistill um hvað nútímalífið væri miklu betra ef við værum ekki bundin við þessa tækni. En það er það ekki. Ég sakna símans míns. Ég sakna allra appanna minna sem gera lífið þægilegra. Ég sakna þess að hafa allt við fingurgómana þegar ég er ekki við tölvu. Kæra Samsung, komdu aftur heim! n Bundin í báða skó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.