Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 10
Ekkert af því sem úrtölu- fólkið hélt fram um söluferlið, sem var eins vit- laust þá og nú þegar niðurstaða útboðsins liggur fyrir, stóðst skoðun. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags Enginn er eyland, veiran er slóttug, stökkbreyt- ist og virðir ekki landa- mæri. Hörður Ægisson hordur @frettabladid.is 44% 18-80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* 49% 35-65 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* *Samkvæmt prentmælingum Gallup 20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — Sími: 550 5050 – soludeild@frettabladid.is NÁÐU TIL FJÖLDANS! arib@frettabladid.is Ratleikurinn Frá 1. júlí verður bannað að selja einnota burðarpoka í verslunum samkvæmt reglum sem þá taka gildi. Reyndar má selja þá áfram en ekki við kassann. Þeim þarf því að koma fyrir í grænmetis- borðinu, mjólkurkælinum eða hjá hreinlætisvörunum. Þetta eitursnjalla trikk mun tryggja að viðskiptavinir geta tekið þátt í skemmtilegum ratleik í verslun- um í ákafri leit sinni að pokum undir varninginn sem verið er að kaupa. Í reglurnar vantar reyndar að ekki megi hafa pok- ana tvo daga í röð á sama stað í búðinni. Það myndi gera leikinn jafnvel enn skemmtilegri. KFC og Samherji Hvað eiga Samherji, Blaða- mannafélagið, löggan og Útvarp Saga sameiginlegt? Jú, það er að vera á móti neyslu kannabisefna, ef marka má langan lista fyrir- tækja og stofnana sem birtur var í gær. Listinn var forvitnilegur fyrir margar sakir. Þar var meðal annars KFC, Hamborgarabúllan og Pizzavagninn á Selfossi. Talandi um að bíta í hendina á þeim sem matar þig. Það vita Subway og Dominos, sem eru ekki á listanum. Á listanum er líka Lambhagi, líklega óhress með síhækkandi verð á búnaði fyrir gróðurhús. Svo má ekki gleyma Vínbúðinni og Ámunni, sem luma á öðrum leiðum til að verða ringlaður. n UNICEF á Íslandi hefur sett af stað fjáröflunarátakið „Komum því til skila“, til að tryggja jafna dreifingu bóluefna gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins og kallar nú eftir stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda. Við hjá Krónunni svörum þessu kalli, enda hefur faraldurinn kennt okkur að samstaða skiptir öllu máli. Við bjóðum viðskipta- vinum okkar að bæta 459 krónum við upphæðina þegar verslað er hjá okkur, en það samsvarar kostnaði við flutning á tveimur bóluefnaskömmtum til efna- minni ríkja. Á móti mun Krónan gefa krónu á móti hverri krónu sem safnast, og styrkja þannig verkefnið með jafn hárri upphæð og allir viðskiptavinir okkar til samans. UNICEF hrindir þessu verkefni af stað sem hluta af herferð Sameinuðu þjóðanna og ítrekuðu ákalli frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni (WHO) og fleiri stofnunum um þörf á bóluefni um allan heim. Sam- kvæmt fréttatilkynningu frá UNICEF hefur minna en 1% bóluefna sem framleidd hafa verið skilað sér til efnaminni ríkja heimsins. Á sama tíma hafa tíu auðugustu ríki heims tryggt sér 80% alls bóluefnis. Enginn er eyland, veiran er slóttug, stökkbreytist og virðir ekki landamæri. Þó svo að bólusetningar gangi vel hér á landi og við sjáum fram á líf án Covid-tak- markana á næstu mánuðum er staðan því miður ekki sú í efnaminni ríkjum heims. Með átakinu „Komum því til skila“ er markmiðið að tryggja flutning á 2 millj- örðum skammta til meira en 90 lág- og millitekjuríkja, s.s. Sýrlands, Gana, Bólivíu, Úkraínu og Afganistan. Hér á landi bárum við gæfu til að standa öll saman. Stjórnvöld, sóttvarnayfirvöld og allur almenningur. Þannig náðum við fágætum árangri. En ef efnaminni ríki eru skilin eftir er hætta á að ný afbrigði verði til þar og breiðist út um heiminn. Því er mikilvægt að taka höndum saman og tryggja heimsbyggðinni allri bóluefni. Við hjá Krónunni viljum leggja okkar af mörkum til verkefnis UNICEF og hvetjum viðskipta- vini okkar til hins sama. n Söguleg herferð í bólusetningum Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmda- stjóri Krónunnar. Fyrir hartnær tveimur árum voru fá teikn á lofti um nýskráningar fyrirtækja í Kauphöll-ina. Umræðan var fremur á þann veg að ein-hver þeirra kynnu, meðal annars vegna lítillar veltu og fárra skoðanaskipta milli ólíkra fjár- festa, að sjá hag sínum betur borgið með afskráningu. Lífeyrissjóðirnir sýndu markaðinum lítinn áhuga á meðan efnameiri fjárfestar voru að stórum hluta enn á hliðarlínunni, almenningur fráhverfur hlutabréfa- viðskiptum, verðbréfasjóðum fór fækkandi og erlendir sjóðir voru byrjaðir að leita að útgöngu. Afleiðingin var grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og forsendur að baki öflugum hlutabréfa- markaði tæpast fyrir hendi. Í dag er staðan gjörbreytt. Tvær stórar skráningar á einum mánuði – fyrst Síldarvinnslan og núna Íslands- banki – ásamt vel heppnuðu útboði Icelandair síðasta haust hafa hleypt gríðarmiklu lífi í markaðinn, einkum með endurkomu almennra fjárfesta, og útlit fyrir að framhald verði á því þegar Play fer í Kauphöll- ina. Því ber að fagna en Ísland hefur verið eftirbátur nágrannaríkja þegar kemur að beinni hlutabréfa- þátttöku heimilanna. Lágvaxtaumhverfið, sem ýtir fjármagni yfir í áhættusamari eignir, hefur þar mest áhrif og nú eru sömuleiðis skýr merki um að erlendir vísitölusjóðir séu farnir að fjárfesta hér á landi eftir að Ísland var tekið inn í vaxtamarkaðsvísitölu MSCI. Aðkoma fleiri og fjölbreyttari fjárfesta mun auka skoð- anaskipti og skilvirkni og gera það eftirsóknarverðara fyrir fyrirtæki að fjármagna sig á hlutabréfamarkaði. Niðurstaðan í útboði Íslandsbanka markar af þeim sökum þáttaskil. Helstu markmið ríkisins með sölunni– gott verð, mikil þátttaka almennings og dreift eignarhald – náðust en heildareftirspurn var 486 milljarðar og umframeftirspurn eftir bréfum níföld. Stærstu tíðindin, sem ættu að hafa langvarandi áhrif á markaðinn, felast í því að hluthafar bankans eftir útboðið verða um 24 þúsund, mesti fjöldi hluthafa allra fyrirtækja í Kauphöllinni. Fjöldinn sem tók þátt var talsvert meiri en allir þeir einstaklingar sem áttu skráð hlutabréf í lok maí. Litið til baka hefur málflutningur þeirra sem and- mæltu sölu á Íslandsbanka elst illa. Í byrjun árs, þegar ljóst var að til stæði að selja hluta af bréfum ríkissjóðs, voru áformin gagnrýnd af þingmönnum í stjórnar- andstöðu, einkum Samfylkingunni, og sérfræðingum verkalýðshreyfingarinnar sem töldu óheppilegt að selja bankann á „undirverði“ í djúpri efnahagslægð. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði fjármálaráðherra réttilega þetta vera „þarfa áminningu um að það þurfi stefnufestu til að ljúka svona málum. Það verða alltaf einhverjar úrtöluraddir og sumir hanga á hliðar- línunni, bíða eftir að eitthvað fari úrskeiðis og reyna að telja úr mönnum kjarkinn.“ Undir það skal tekið. Ekkert af því sem úrtölufólkið hélt fram um sölu- ferlið, sem var eins vitlaust þá og nú þegar niðurstaða útboðsins liggur fyrir, stóðst skoðun. Vel á þriðja tug þúsunda fjárfesta sýndu með fjöldaþátttöku sinni að þeir gáfu einnig lítið fyrir holan málflutning þessa hóps. Eftir að hafa siglt sölu og skráningu Íslands- banka farsællega í höfn hefur ríkisstjórnin, einkum Sjálfstæðisflokkurinn, styrkt stöðu sína í aðdraganda kosninga. n Þáttaskil SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 18. júní 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.