Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 18.06.2021, Qupperneq 6
Ég skrifaði það sem hann sagði og hann fór svo og afhenti bréfið bæjarstjóranum. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis. Bréf hins níu ára Ægis Þórs Sævarssonar þar sem hann óskar þess að hitta bæjar- ráð til að ræða um að setja lyftu við vatnsrennibrautir í sundlaugina á Höfn vakti athygli. Móðir hans, Hulda Björk Svansdóttir, segir það ekki nógu gott að fötluð börn geti ekki rennt sér í laugum landsins. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Ég er ekki verkfræðingur en það hlýtur að vera hægt að laga aðgengið að brautunum einhvern veginn án þess að það sé mjög flókið. Við verðum að gera betur ef við vilj- um hafa samfélag þar sem allir geta tekið þátt í því sem er í boði,“ segir Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis Þórs Sævarssonar sem sendi bæjar- ráði Hornafjarðar bréf þess efnis að lyfta yrði sett upp við vatnsrenni- brautirnar í sundlauginni. Hulda, sem hefur ferðast víða með Ægi, segir að engar lyftur séu fyrir fötluð börn í sundlaugum landsins þar sem hún hefur komið. Ægir glím- ir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og finnst fátt skemmti- legra en að renna sér niður renni- brautirnar í sundlauginni á Höfn. Vegna sjúkdómsins er erfitt fyrir hann að fara margar ferðir og ákvað hann því að taka málin í sínar eigin hendur og skrifaði bæjarráði bréf um hvort mögulegt væri að fá fund með ráðinu til að ræða við þau um að fá lyftu við vatnsrennibrautirnar. „Ég var að spá í hvort við gætum hist á fundi til að tala um þetta. Það er út af því að mig langar að geta farið margar ferðir í rennibraut- unum með öllum vinum mínum. Ég get ekki farið margar ferðir ef ég er labbandi því ég þarf alltaf að hvíla mig í fótunum reglulega,“ skrifaði Ægir. Bæjarráð Hornafjarðar lofaði að taka málið til skoðunar. Hulda segir að Ægir hafi fengið sig sem ritara enda hafa þau töluvert lengi rætt þetta sín á milli. Velt því fyrir sér hvað væri hægt að gera og komist að þeirri niðurstöðu að lyfta væri einfaldasta lausnin. „Svo ákvað hann að fara og tala við bæjarstjór- ann með því að senda bréf. Hann tók málin í sínar hendur sem ég er afar stolt af. Ég skrifaði það sem hann sagði og hann fór svo og afhenti bréfið bæjarstjóranum, Matthildi Ásmundardóttur. Ég fór með hann niður á bæjar- skrifstofu þar sem hann labbaði einn upp á þriðju hæð og afhenti bæjar- stjóranum bréfið. Mér fannst það táknrænt þar sem skrifstofurnar eru uppi á efstu hæð og tröppurnar álíka margar og eru í rennibrautunum.“ Hún segir að f leiri foreldrar fatlaðra barna hafi minnst á þetta vandamál. „Þegar maður á sjálfur ekki fatlað barn þá er maður eðli- lega ekki mikið að hugsa um þessa hluti en þess vegna vil ég beina umræðunni að þessu. Þetta á líka ekkert endilega bara við fyrir yngri börn eins og Ægi heldur einnig eldri fatlaða einstaklinga og jafnvel eldra fólk sem vill nota brautirnar,“ segir Hulda. n Nánar á frettabladid.is Hvergi gott aðgengi fyrir fötluð börn sem vilja renna sér í vatnsrennibraut Ægir glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm og þarf því oft að hvíla fæturna. MYND/HULDA BJÖRK SVANSDÓTTIR arib@frettabladid.is VIÐSKIPTI Mikil eftirspurn er á hús- næðismarkaði og enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma. Samkvæmt nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkj- astofnunar eru rúmlega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu eða meira en helm- ingi færri en á sama tíma í fyrra. Aldrei síðan mælingar hófust hefur hærra hlutfall íbúða verið selt yfir ásettu verði. Í apríl seldist um helmingur allra sérbýla á hærra verði en ásettu. Á sama tíma hefur meðalsölutími aldrei verið styttri, en í apríl á þessu ári var meðal- sölutími í höfuðborginni aðeins 39 dagar. Til samanburðar voru íbúðir að meðaltali 78 daga í sölu í apríl 2020. Páll Heiðar Pálsson fasteigna- sali segir hann finni fyrir því að markaðurinn sé að hægja á sér og tölurnar komi til með að breytast þegar litið verði til maí og júní. „Ég sé á notendatölum fasteignavefjanna að innlit hafa dregist saman um 28 prósent frá því í lok apríl,“ segir Páll. Hluti af þessu sé árstíðabund- inn, en megin ástæðan sé ótti við vaxtahækkanir. „Ég held að vaxta- ákvörðun Seðlabankans og fréttir um áframhaldandi hækkun vaxta og verðbólgu sé að hægja á fólki.“ Heildarmat fasteigna fyrir árið 2022 hækkaði um 7,4 prósent frá árinu áður. Mesta hækkun er á Vestfjörðum, en þar hækkar fast- eignamat um 16,3 prósent. Á höfuð- borgarsvæðinu hækkar það um 8 prósent. Fjöldi krana í notkun er mæli- kvarði á umsvif í byggingum, alls hafa f leiri kranar verið skoðaðir á fyrstu fimm mánuðum ársins á þessu ári en á nokkru öðru ári fyrir utan þensluárin 2007 og 2008. n Aldrei hærra hlutfall íbúða selt yfir ásettu verði Stýrivextir hækkuðu í eitt prósent í maí. Landsbankinn hefur spáð frekari hækk- unum. arib@frettabladid.is MENNING Myndlistarkonan Ólöf Nor dal var útnefnd Borgar lista- maður Reykja víkur 2021 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við há tíð- lega at höfn í Höfða í gær. Út nefningin er heiðursviður- kenning til lista manns sem með list sköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sér stök spor í ís lensku lista lífi. Nýjasta lista verk Ólafar var afhjúpað nýverið við Mennta- skólann í Hamra hlíð, ber það heitið Auga. n Ólöf útnefnd borgar lista maður Ólöf fékk blóm og ágrafinn stein. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI benediktboas@frettabladid.is REYK JAVÍK Íbúaráð Laugardals hefur óskað eftir skýringu á því hvers vegna Reykjavíkurborg hefur afturkallað loforð sitt um að setja niður eina lausa kennslustofu við Laugalækjarskóla næsta haust. Kennslustofunni var ætlað að mæta því að skólinn er kominn yfir þolmörk vegna fjölda nemenda. Að öllum líkindum þarf að sam- eina bekki til að hafa húsnæði fyrir alla nemendur næsta vetur. n Óska skýringa frá Reykjavíkurborg 4 Fréttir 18. júní 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.