Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2021, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 18.06.2021, Qupperneq 11
Guðmundur Steingrímsson n Í dag Á dögunum lenti ég í óþægi- legri lífsreynslu. Ég var að skoða Twitter í símanum mínum, eins og gerist og gengur, þegar móðir mín hringdi. Við töluðum stundarkorn um daginn og veginn, þar til allt í einu heyrðist óp í konunni minni sem sat í sjónvarpshorninu og var líka að skoða samfélagsmiðla. Hún hafði veitt því eftirtekt að ég var í þessari andrá — þegar ég var að tala við móður mína — að pósta frétt um Jón Steinar Gunnlaugs- son lögmann, og hans umdeildu innlegg í þjóðfélagsmál, í gríð og erg inn á alls konar samtalsþræði á Messenger. Ég hafði póstað mynd af honum inn í þráð foreldra í skólanum, inn í þráð um hóp- verkefni í háskólanáminu mínu, til systur minnar og til ættingja í Bandaríkjunum. Það er skemmst frá því að segja að ég panikeraði, og þegar karlmaður á miðjum aldri panikerar út af tækni eru fyrstu viðbrögðin auðvitað þau að leita í vitfirrtu öngþveiti að les- gleraugunum. Eftir að hafa lokið símtalinu við móður mína í snatri sá ég í nokkuð skýrum fókus (gleraugun voru í skyrtuvasanum) hvað ég hafði gert. „Hvað er í gangi?!“ hrópaði ég í taugaáfalli á miðju stofugólfinu. „Er ekki hægt að eyða svona!?“ Sem betur fer bý ég svo vel að mín unga eiginkona kann betur á samfélagsmiðla en ég. Af yfir- vegun og fumleysi sýndi hún mér hvað ætti að gera. Hjartað í mér barðist þegar ég náði titrandi að eyða innlegginu af öllum þessum samtalsþráðum, eins f ljótt og ég gat. Eftir stóð bara „Guðmundur Steingrímsson eyddi skilaboðum“. Ég var hólpinn. Þetta var alls ekki þægilegt. Eftir stóð spurn- ingin: Hvað gerðist? Hvernig stóð á því að ég póstaði þessu á meðan ég talaði í símann? Þetta varð mér mikill leyndardómur, en ég spáði ekki í þetta frekar. Ég taldi að þetta hlyti að hafa verið einsdæmi. Annað kom hins vegar á daginn. Nokkru síðar var aftur hringt í mig þar sem ég sat heima í stofu og skrollaði í símanum. Sem ég spjallaði í rólegheitum hrópar eiginkona mín aftur til mín úr sjónvarpshorninu. Snarlega batt ég enda á símtalið. Ég leitaði lesgleraugna í adrena- línstresskasti dauðans. Í ljós kom að ég hafði póstað þrisvar sinnum hreyfimynd af gæs að kroppa í mannshúð, held ég, inn í samtals- þráð á Messenger um væntanlega fjallaskíðaferð. Og ekki nóg með það. Ég hafði einnig bætt lands- frægri leikkonu inn í þráðinn. Nú kaus ég að setja spilin á borðið. Engu var eytt. Gæsir fengu að vera. Leikkonan Edda Björg hafði gaman af því að vera áfram í þræðinum um stundarsakir og ég útskýrði fyrir hópnum að þetta hefði gerst á meðan ég talaði í símann. Brandarar um mig sem miðaldra fengu byr undir báða vængi. Mér stóð hins vegar ekki á sama. Ég varð að komast að orsökinni. Mig grunaði að eyrað á mér hefði gert þetta. Ég gúgglaði. Í ljós kom að allir símar eru með innbyggðan nema sem á að slökkva á skjánum þegar hann er borinn upp að eyranu. Minn sími, einhverra Eyrað mitt hluta vegna, gerði þetta ekki. Eyrað á mér hélt því áfram á sam- félagsmiðlum, að gera hitt og þetta og pósta alls konar dóti, á meðan ég talaði við vini og vandamenn. Líklega hefur mér tekist að laga þetta með því að endurræsa símann, en eftir stendur nístandi ónotatilfinningin. Hvað ef eyrað hefði póstað einhverju miklu verra? Á Twitter er alls konar hroðbjóður. Hvað ef eyrað hefði póstað rasistaskít? Hvað ef það hefði lækað kvenhatursógeð? Mun verra fólki hefði verið hægt að bæta við fjallaskíðaþráðinn. Ég get varla klárað þessar hugsanir. Eyrað á mér hefði getað gjör- eyðilagt mannorð mitt. Hefði eyrað póstað siðleysi eða lækað viðbjóð, sem jafnvel hefði ratað í fréttir, hefðu útskýringar mínar um tæknivandamál í símanum hljómað sem hjákátlegt og aumk- unarvert yfirklór. Hver myndi trúa slíku rugli? Eyranu kennir illur þræðari. Guðmundur slaufaður. Eftir stendur þó samt, að eyrað á fólki getur gert svona lagað. Lærdómurinn er í mínum huga þessi: Við lifum tíma sem einkennast mjög af dómhörku. Hún er oft skiljanleg og oft hljóta einstaklingar makleg málagjöld fyrir hegðun sína og orðræðu. En í öllu þessi ástandi er óendanlega mikilvægt að gleyma ekki því að yfirleitt á hegðun sér aðra hlið. Hið merkilega er að hin hliðin — jafnvel á málum sem manni virðast algjörlega kristaltær við fyrstu tilhugsun — er svo oft þannig, að maður getur á engan hátt ímyndað sér hana fyrir fram. Viljinn til að hlýða á hina hliðina, hversu ótrúleg sem hún er, má aldrei hverfa. Spyrja þarf: Gerði eyrað þetta? n Skoðun 9FÖSTUDAGUR 18. júní 2021

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.