Fréttablaðið - 18.06.2021, Page 22
Dögg Guðmundsdóttir er
í námi í næringarfræði í
Háskóla Íslands og að sögn
hefur hún sérstaka unun af
því að elda. „Ég elska að prófa
nýjar uppskriftir, eitthvað
sem ég hef aldrei prófað áður,
og það þarf alls ekki að vera
flókið,“ segir Dögg.
johannamaria@torg.is
Dögg hefur sniðgengið kjöt og
flestar dýraafurðir í nokkur ár og
deilir með lesendum uppskrift að
meinhollum en sérlega ljúffengum
tófúrétti. „Tófú vafðist lengi fyrir
mér og ég var búin að reyna oft að
elda það en það varð alltaf svo vont
hjá mér. Svo ég fór eiginlega bara í
fýlu út í tófú. Seinna fór ég að kynna
mér tófú betur og las endalaust af
ráðleggingum um hvernig væri best
að elda það, sem varð til þess að ég
tók það aftur í sátt. Tófúið var ekki
vandamálið heldur ég, sem var ekki
búin að kynna mér það nægilega
vel. Núna er ég alveg hætt að vera í
fýlu út í tófú,“ segir Dögg.
Fylgjandi uppskrift segir Dögg
að sé hrærigrautur af mörgum
uppskriftum sem hún hefur prófað.
„Ég datt niður á þessa samsetningu
fyrir stuttu og fannst hún koma
rosalega vel út. Mér finnst þetta
algert helgarnammi en þetta er
líka ótrúlega hollur, góður og nær-
ingarríkur réttur. Þetta er virkilega
bragðgott og djúsí, alls ekki flókin
uppskrift og einfalt að útfæra hana
eins og hver vill.“ segir Dögg.
„Núna nota ég tófú reglulega í
súpur og svo hef ég verið að prófa
að nota það í staðinn fyrir kjúkling
í uppskriftum sem ég notaði þegar
ég borðaði kjöt. Núna er ég mjög
spennt að prufa mig áfram með
tófú á grillið í sumar.“
Brakandi tófú
1 kubbur firm tófú pressað
3-4 msk. sojasósa
Safi úr hálfri sítrónu
1 tsk. sæta (síróp/hunang/púður-
sykur …)
1 msk. Sriracha sósa
1 tsk. hvítlauksduft
½ tsk. engiferduft
smá klípa af chilidufti (ef vill)
5 msk. maíssterkja
Sesamfræ eftir smekk
Olía
Til að pressa tófúkubbinn er hann
vafinn inn í viskastykki eða tau-
bleyju og eitthvað þungt og stabílt
sett ofan á. Leyfið að pressast í
um 45-60 mínútur. Hrærið saman
maríneringuna: sojasósa, sítrónu-
safi, sætan, Sriracha, hvítlauks-,
engifer- og chiliduft. Smakkið til
og bætið við Sriracha ef þið viljið
hafa sterkara, en sætu ef þið viljið
milda bragðið. Skerið tófúkubbinn í
munnbitastóra kubba og marínerið
í 20-30 mínútur. Takið tófúið frá
og fargið maríneringunni. Ef of
mikið af henni fer með í næsta
skref þá verður tófúið ekki stökkt.
Setjið tófúkubbana í hreinan zip-
lock poka með maíssterkjunni og
sesamfræjunum. Veltið um þar til
þeir eru allir húðaðir. Á meðan skal
hita olíu á pönnu. Ekki mikið meira
en matskeið. Þegar olían er orðin
heit skal setja kubbana varlega á
pönnuna og steikja í um 3 mínútur
á hverri hlið uns þeir verða örlítið
gulir.
Hnetusmjörssósa
30-40 ml vatn
2 msk. hrísgrjónaedik (eða hvít-
vínsedik)
1½ msk. hnetusmjör
1 msk. sojasósa
1 cm af fersku engifer
2 tsk. Srirachasósa
1 tsk. sesamolía
Ristaðar hnetur eftir smekk
Öllu nema hnetunum er blandað
saman í matvinnsluvél/blandara/
með töfrasprota. Best er að byrja á
að setja 30 ml af vatni og bæta svo
við til að þynna ef þarf. Til að fá
smá bit í sósuna er gott að bæta við
söxuðum og ristuðum hnetum/
möndlum og hræra út í eftir á. Hægt
er að gera barnvænni útgáfu af
sósunni með því að sleppa Srir acha
og bæta við 1-2 tsk. af kókosmjólk.
Salat
Spínat eftir smekk
½ lítill haus ferskt rauðkál
3-4 gulrætur
1/2 rauðlaukur
½ agúrka
1/3 pakki vermicelli-núðlur
smámaís eftir smekk
Eldið vermicelli-núðlur eftir leið-
beiningum á pakka. Saxið spínat,
skerið rauðkál í strimla, rífið
gulrætur í rifjárni, skerið smámaís
í bita, saxið rauðlauk smátt og
fræhreinsið gúrku og sneiðið hana
með flysjara. Blandið grænmetinu
saman í skál ásamt hnetusósunni.
Berðu fram
kóríander
Baunaspírur
Lime
Saxaðar salthnetur
Setjið vermicelli-núðlur í skál. Næst
kemur salatblandan. Svo eru tófú-
bitarnir settir ofan á og allt toppað
með baunaspírum, kóríander og
söxuðum salthnetum. Gott er að
kreista lime yfir. n
Ekki lengur í fýlu út í tófú
Dögg er spennt að prófa tófú á grillið
í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Tófúbitarnir eru dásamlega stökkir og núðlurnar smellpassa með salatinu og
hnetusmjörssósunni. Kóríander og lime setur svo punktinn yfir i-ið.
Protis Liðir og Protis
Kollagen eru íslenskar
heilsuvörur sem innihalda
hágæðahráefni úr hafinu
við strendur Íslands. Protis
Liðir hafa reynst vel við lið-
verkjum og Protis Kollagen
styrkir húð, hár og neglur.
Það eru lífsgæði að geta hreyft sig
alla ævi, án verkja, en hreyfingin
er uppspretta orku og lífsgleði.
Protis Liðir og Protis Kollagen eru
öflugar heilsuvörur sem styrkja
liðina, húð, hár og neglur og
vernda bein og brjósk í líkam-
anum. Þannig stuðla þessar vörur
að bættum lífsgæðum. Best hefur
reynst að taka þessa tvennu
saman daglega til að fá hámarks-
virkni.
Protis sérhæfir sig í þróun,
framleiðslu og sölu á lífvirku
fiskprótíni úr villtum íslenskum
þorski (Gadus morhua), svoköll-
uðu IceProtein® og afurðum sem
innihalda IceProtein®.
Protis Liðir liðka líkamann
Protis Liðir er ein vinsælasta
varan frá Protis en hún þykir góð
fyrir liðina og hefur reynst vel við
liðverkjum. Protis Liðir inniheld-
ur prótín sem er einungis unnið
úr villtum íslenskum þorski, sem
gerir það algjörlega einstakt en
prótín er mikilvægasta nær-
ingarefnið fyrir vöxt og viðhald
líkamans.
Þorskprótínið í Protis Liðir er
unnið samkvæmt IceProtein®
tækni sem byggir á vatnsrofs-
tækni þar sem prótínin eru með-
höndluð með vatni og ensímum
og í framhaldi síuð þannig að
prótínið samanstendur einungis
af smáum, lífvirkum peptíðum.
Á þennan hátt verða til svo-
kölluð vatnsrofin prótín eða
„hydrolyzed protein“. Vatns-
Liðkandi fiskprótínblöndur frá Protis
Margir hafa tekið Protis Kollagen
með góðum árangri en það styrkir
húð, hár og neglur. MYND/AÐSEND
Protis Liðir hefur reynst mörgum vel við morgunstirðleika og bætt þannig
lífsgæði fólks. MYND/AÐSEND
Protis Liðir og Protis Kollagen henta einstaklega vel fyrir þá sem stunda mikla hreyfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
rofin prótín eru talin hafa marga
heilsusamlega eiginleika. Fyrir
það fyrsta nýtast þau líkamanum
betur en hefðbundin prótín. Þau
eru mun f ljótari að fara í gegnum
meltingarveginn og inn í blóð-
rásina. Þetta er því oft kölluð „fast
acting protein“. Þau eru tilvalin
rétt fyrir æfingar og svo strax eftir
æfingar.
Vatnsrofin prótín eru einnig
talin hjálpa til við upptöku ann-
arra næringarefna og þá sérstak-
lega steinefna. Því getur verið gott
að taka vatnsrofin prótín með
steinefnum til að auðvelda upp-
töku á steinefnum á borð við kalk
og magnesíum og bæta þannig
endurheimt.
Protis Kollagen fyrir húð,
hár og neglur
Protis Kollagen er einstök blanda
af vítamínum og steinefnum sem
öll styðja við styrkingu á húð, hári
og nöglum. Það er framleitt úr
íslensku fiskroði en í því er ein-
stakt innihaldsefni, SeaCol®, sem
er blanda af vatnsrofnu kollageni
úr íslensku fiskroði og vatns-
rofnu þorskprótíni úr íslenskum
þorski. SeaCol ® tekur þátt í að
styrkja vefi líkamans og viðhalda
teygjanleika.
Kollagen er algengasta efni
líkamans fyrir utan vatn. Það sér
til þess að vefir líkamans haldist
sterkir og viðheldur teygjanleika
vegna einstakrar amínósýrusam-
setningar. Sérfræðingar PROTIS
þróuðu sinn eigin vinnsluferil og
framleiða kollagen úr íslensku
fiskroði en fram að því var fiskroð
sent úr landi til að vinna úr því
kollagen. n
Protis Liðir og Protis Kollagen
fæst í öllum betri apótekum og
stórmörkuðum.
6 kynningarblað 18. júní 2021 FÖSTUDAGURNÆRING OG HEILSA