Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 LKINUGEFÐU DAGAMUN Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Frumvarp sem fjármálaráðherralagði fram í liðinni viku mun hafa mikil áhrif á rekstur fjölda fyrirtækja sem nýttu sér þá frestun á staðgreiðslu og tryggingagjaldi sem veitt var í fyrra vegna kór- ónuveirufaraldurs- ins. Að óbreyttu þyrftu fyrirtækin að standa skil á þess- um frestuðu greiðslum í þremur greiðslum í sumar og ljóst er að það hefði orðið þeim flestum afar erfitt og sumum óbærilegt. - - - Samkvæmt frumvarpi fjár-málaráðherra er gert ráð fyrir að þessum greiðslum verði dreift á 48 mánuði í stað þriggja og að fyrsta greiðsla fari fram sumarið 2022, þegar vonir standa til að áhrif kórónuveirunnar verði mun minni og jafnvel að mestu horfin. - - - Í samtali við Morgunblaðið umhelgina segir framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins að þetta sé mjög jákvætt skref og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs lýsir sömu afstöðu. - - - Umræðan um stöðu atvinnulífs-ins hefur verið með ýmsu móti að undanförnu og hefur jafnvel heyrst sú rödd að hér ríki alls stað- ar góðæri nema í ferðaþjónustunni. Það er vitaskuld mjög ofmælt en sem betur fer hafa þó ýmsir rétt úr kútnum frá því fyrir ári og sumir allvel. - - - Þetta breytir því ekki að enn erástandið alvarlegt og kallar á að menn sofni ekki á verðinum. Þess vegna er jákvætt að sjá frum- varp fjármálaráðherra. Það bendir til að skilningur sé á því að ljúka þurfi þeim aðgerðum af skynsemi sem gripið var til vegna kór- ónuveirunnar. Bjarni Benediktsson Jákvætt frumvarp STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Héraðsfréttablaðið Feykir fagnar um þessar mundir 40 ára afmæli sínu en fyrsta blaðið kom út 10. apríl árið 1981. Blaðið hefur allan tímann flutt fréttir úr mannlífinu á Norður- landi vestra, lengst af komið út viku- lega, en hefur einnig haldið úti vef- síðunni feykir.is undanfarin ár. Blaðið kemur út á miðvikudögum og varð nýverið einnig aðgengilegt rafrænt fyrir áskrifendur. Ritstjóri er Páll Friðriksson en að hans sögn koma 5-6 manns að útgáfu blaðsins. Nýprent, sem er undir sama þaki og Feykir, gefur blaðið út og prentar en bæði fyrirtækin eru í eigu Kaup- félags Skagfirðinga. Í kjölfar fyrsta blaðsins 1981 var haldinn stofnfundur hlutafélags um útgáfu á „frjálsu, óháðu fréttablaði á Norðurlandi vestra“, þar sem rúm- lega 30 hluthafar skráðu sig. Í stjórn voru kosnir Hilmir Jóhannesson, séra Hjálmar Jónsson og Jón F. Hjartarson. Á vef Feykis segir að þeir félagar hafi fylgt fyrstu blöð- unum úr hlaði, ásamt félögum sínum í kjörinni forstöðunefnd, sem auk þeirra var skipuð Árna Ragnarssyni arkitekt og Jóni Ásbergssyni, þá framkvæmdastjóra Loðskinns. Fyrsti ritstjóri Feykis var ráðinn frá og með 1. september sama ár, Bald- ur Hafstað, síðar prófessor í íslensk- um bókmenntum, og hófst þá reglu- leg útgáfa blaðsins. Í tilefni afmælisins komu starfs- menn Feykis og Nýprents, núver- andi og fyrrverandi, saman sl. föstu- dag ásamt stjórnarmönnum og snæddu veglega afmælistertu, um leið og verið var að undirbúa veglega afmælisútgáfu sem kemur út í þess- ari viku. bjb@mbl.is Feykir hefur flutt fréttir í fjörutíu ár Ljósmynd/Óli Arnar Feykir Páll Friðriksson ritstjóri sker bita af afmælistertunni. Stjórnvöld vinna að því að taka inn í EES-samninginn tillögu að reglu- gerð framkvæmdastjórnar ESB um samræmt vottorðakerfi vegna Covid-19, svonefnd græn vottvorð. Markmiðið er að greiða fyrir frjálsri för og tryggja um leið örugg ferðalög milli landa, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu en málið var rætt í rík- isstjórn sl. föstudag. Stefnt er að því að reglugerðin geti tekið gildi seinni hluta júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi á öllu EES-svæðinu þannig að EFTA-ríkin, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss, eigi einnig aðild að þeim. Aðildin felur í sér rétt ríkja til útgáfu samræmdra vottorða og skyldu til viðurkenn- ingar vottorða frá öðrum ríkjum. Nýtt kerfi mun ná yfir fleiri vottorð en bólusetningarvottorð og getur því nýst fleirum til ferðalaga. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneyt- isins segir að í grunninn sé miðað við bólusetningu með bóluefnum sem hlotið hafa markaðsleyfi innan EES-svæðisins en ekki sé útilokað að vottorð megi gefa út í nýja kerf- inu fyrir önnur bóluefni sem ein- staka aðildarríki viðurkenna. EFTA-skrifstofan í Brussel ósk- aði nýverið eftir afstöðu EFTA/ EES-ríkja um hvort málsmeðferð reglugerðarinnar verði hraðað hjá sameiginlegu EES-nefndinni í þeim tilgangi að reglugerðin taki þá gildi samtímis á öllu EES- svæðinu. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu um að gera ekki athugasemdir við að málsmeðferðinni yrði hraðað. Hér á landi var rafrænt bólu- setningarvottorð vegna Covid-19 tekið í notkun í janúar sl. en á landamærunum eru fjórar gerðir vottorða viðurkenndar. Undirbúa samræmd Covid-vottorð - Samræmd vottorð á landamærum í Evrópu taki gildi í lok júní í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.