Morgunblaðið - 12.04.2021, Síða 10
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Mikill atburður hefur gerzt. Í fyrsta
sinn í sögu mannkynsins hefur mað-
ur tekizt á hendur ferð út í him-
ingeiminn. Hinn 12. apríl 1961, kl.
9.07 að Moskvu-tíma, lagði geim-
skipið Vostok, í ferð út í geiminn með
mann innanborðs. Er geimskipið
hafði farið rúmlega eina ferð um-
hverfis jörðu lenti það heilu og
höldnu á hinni helgu jörð föðurlands
vors, Rússlands.“ Svo hljóðaði upp-
haf tilkynningar miðstjórnar Sov-
éska kommúnistaflokksins, þar sem
greint var frá því að Júrí Gagarín
hefði fyrstur manna farið út í geim-
inn.
Nú, sextíu árum síðar endurómar
afrek hans enn í mannkynssögunni,
en það gerðist á viðkvæmum tíma í
kalda stríðinu og undirstrikaði um
leið þá yfirburði sem Sovétríkin
höfðu gagnvart Bandaríkjamönnum í
geimferðakapphlaupi risaveldanna,
sem hófst þegar Sovétmenn skutu
Spútník á loft árið 1956 og lauk í raun
með tunglgöngu Bandaríkjamanns-
ins Neil Armstrong í júlí 1969.
Líkt og fyrr sagði var geimfari
Gagaríns, Vostok-1, skotið á loft frá
Baikonur-geimstöðinni, sem nú er í
Kasakstan, klukkan 9:07 að stað-
artíma, eða 6:07 að íslenskum tíma.
Þegar geimfarið tókst á loft mælti
Gagarín í talstöð sína rússneska orð-
ið „Pojekhali“, sem á íslensku gæti
útlagst sem „Leggjum í hann!“ en
orðið varð að nokkurs konar tákn-
mynd í austantjaldsríkjunum fyrir
geimferðakapphlaupið og afrek
Sovétríkjanna þar.
Ferðalag Gagaríns umhverfis jörð-
ina tók 108 mínútur í heildina, og fór
hann yfir Kyrrahaf, Suður-Ameríku
og Afríku, áður en farið hélt aftur til
jarðar. Varpaði Gagarín sér út í fall-
hlíf þegar farið var í um 7 kílómetra
hæð, og lenti hann nálægt bóndabæ í
Saratov-héraði. Lýsti Gagarín því
síðar hvernig bóndinn og dóttir hans
hefðu óttast þennan skrítna mann,
klæddan í appelsínugulan geimfara-
búning og hjálm með fallhlíf. „Ég
sagði þeim, ekki óttast, ég er sov-
éskur ríkisborgari eins og þið, sem
var að koma úr geimnum og þarf að
finna síma til að hringja til Moskvu!“
Gagarín var þá 27 ára gamall og
tveggja barna faðir.
Vendipunktur í sögunni
Rússar hafa alla tíð verið mjög
stoltir af þætti sínum í geimferðasög-
unni, en þeir voru þar helstu frum-
kvöðlar og jafnan skrefinu framar en
Bandaríkjamenn á fyrstu stigum
kapphlaups risaveldanna um geim-
inn. Mikhaíl V. Noskov, sendiherra
Rússlands á Íslandi, segir að ferð
Júrí Gagaríns hafi verið vendipunkt-
ur í mannkynssögunni.
„Hinn 12. apríl 1961 rættist loks
hinn aldalangi draumur um að kom-
ast nær stjörnunum og varpa ljósi á
sumar af ráðgátum alheimsins,“ seg-
ir Noskov. „Frá þeim tíma hefur
könnun geimsins verið einn helsti
drifkraftur vísindarannsókna og há-
tækniþróunar. Rússar munu ávallt
vera stoltir af þeirri staðreynd, að
fyrsti maðurinn í geimnum var sam-
landi þeirra,“ segir Noskov.
Gagarín kom til Íslands í júlí 1961,
en hann var þá á leiðinni til Kúbu og
millilenti á Keflavíkurflugvelli. Á
meðal þeirra blaðamanna sem fengu
að ræða við Gagarín var Matthías Jo-
hannessen, þáverandi ritstjóri Morg-
unblaðsins, og bauð því rússneska
sendiráðið Matthíasi til sín í vikunni
til þess að fræðast um kynni hans af
Gagarín. Var fundur hans og sendi-
herrans mjög fróðlegur, en með
Matthíasi í för var sonarsonur hans,
Kristján, sem nú starfar sem frétta-
stjóri á Morgunblaðinu.
Viðmótsþýður en ósannfærandi
Íslandsheimsókn Gagaríns vakti
að vonum heilmikla athygli hér á
landi, og voru henni gerð góð skil í
Morgunblaðinu 25. júlí 1961, en Gag-
arín tók við spurningum frá blaða-
mönnum. Var hann m.a. spurður
hvort sér líkaði betur við leikkonuna
Ginu Lollobrigada eða Vostok-
geimfarið, og sagði Gagarín enga leið
að bera saman lifandi og dauða hluti.
Þá var hann spurður hvort hann
hefði beðið til Guðs meðan geimferð-
inni stóð, og lá ekki á svari: „Sannur
kommúnisti biður ekki til Guðs.“ Í
Vettvangspistli sínum ritaði Matthías
Johannessen nokkuð um þetta svar
Gagaríns, og sagði að það hefði verið
skemmtilegt að hitta geimfarann, og
sagði hann viðmótsþýðan, þótt ekki
hefði hann verið sannfærandi. Mögu-
lega kann afstaðan til kalda stríðsins
að hafa ráðið þeirri lýsingu, en í frétt
blaðsins er greint frá því að piltur úr
Æskulýðsfylkingunni hefði litið öðru-
vísi á svar Gagaríns. „Helvíti stakk
hann upp í þá!“ heyrðist í pilti.
Umhverfis jörðina á 108 mínútum
- Sextíu ár liðin frá geimferð Júrí Gagaríns - Rússar verða ávallt stoltir af afrekum sínum í geimferðasög-
unni - Íslandsheimsókn Gagaríns vakti mikla athygli og umfjöllun - Buðu Matthíasi í sendiráðið
Ljósmynd/Rússneska sendiráðið
Tímamót Rússneska sendiráðið bauð Matthíasi Johannessen í heimsókn í
vikunni til þess að forvitnast meira um komu Gagaríns til Íslands. Frá
vinstri: Ívan Glinkin sendiráðsfulltrúi, Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rúss-
lands, Matthías og Kristján H. Johannessen, barnabarn Matthíasar.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Gagarín á Íslandi Hér sést Júrí Gagarín í fylgd með Maríu Guðmundsdóttur, Ungfrú Íslandi 1961, og Matthíasi Jo-
hannessen, þáv. ritstjóra Morgunblaðsins, 24. júlí 1961, en Gagarín millilenti þá á Íslandi á leið sinni til Kúbu.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021
Júrí Alexejevitsj Gagarín fædd-
ist 9. mars 1934 í Klushinó,
smáþorpi um 240 km norð-
vestur af borginni Smolensk. Í
nágrenni þorpsins var bærinn
Gzhatsk, sem endurskírður var
í höfuðið á Gagarín eftir andlát
hans.
Gagarín vann sem unglingur
í stálverksmiðju í borginni Ljú-
bertsí, en lærði að fljúga um
helgar. Árið 1955 var hinn 21
árs gamli Gagarín samþykktur í
flugskóla sovéska flughersins
og útskrifaðist þaðan 1957.
Hann þjónaði við landamæri
Noregs til ársins 1959, þegar
hann var samþykktur sem
kandídat í geimferðaáætlun
Sovétríkjanna.
Gagarín var 1,57 metrar á
hæð, en geimfarar máttu ekki
vera hærri en 1,70 og ekki
þyngri en 72 kíló. Upphaflega
komu 154 flugmenn til greina,
en af þeim voru 20 valdir til
frekari þjálfunar, og sá hópur
síðan skorinn niður í sex
manns.
Hinn 8. apríl 1961 var Gag-
arín formlega útnefndur sem
flugmaður Vostok-1-flaug-
arinnar, en hann þótti bera af í
fasi og hæfni.
Gagarín varð heimsfrægur í
kjölfar afreks síns, og var hann
kjörinn sem fulltrúi í neðri
deild sovéska þingsins og síðar
í efri deildina. Hann ferðaðist
um heiminn og vakti hvívetna
mikla athygli. Matthías Johann-
essen, þáverandi ritstjóri
Morgunblaðsins, segir að Gag-
arín hafi verið sjálfsöruggur
mjög, sem skiljanlegt var í ljósi
þess mikla afreks sem hann
hafði unnið.
Gagarín fór aldrei aftur út
fyrir gufuhvolf jarðar. Hann lést
í flugslysi 27. mars 1968 og
spunnust fljótlega upp sam-
særiskenningar um andlátið.
Rannsóknir síðari tíma benda
hins vegar til að Gagarín hafi
misst stjórn á vél sinni eftir að
önnur flugvél í nágrenninu rauf
hljóðmúrinn, en veðuraðstæður
voru mjög slæmar þegar slysið
varð og skyggni lítið.
Sjálfsörugg
þjóðhetja
JÚRÍ GAGARÍN
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
„Í dag var enn einum áfanga náð í
þrotlausum tilraunum mannanna til
þess að sigrast á öflum náttúrunnar
og auka þekkingu sína á ómælisvíð-
áttu himingeimsins. Maður sté um
borð í geimfar — því var skotið út í
geiminn — það komst á braut um-
hverfis jörðu — og sneri til hennar
aftur eftir að hafa farið liðlega eina
hringferð. Voru liðnar 108 mínútur
frá upphafi ferðarinnar, er mað-
urinn lenti á jörðu niðri, heill á húfi.“
Svo hljóðaði upphaf forsíðufréttar
Morgunblaðsins hinn 13. apríl 1961
þegar það greindi frá hinu mikla vís-
indaafreki sem Gagarín átti þátt í.
Var í fréttinni gert nokkuð úr því að
nöfn þeirra rússnesku vísinda-
manna sem mestan þátt höfðu átt í
að koma Gagarín á sporbaug um
jörðu hefðu ekki verið gerð heyr-
inkunnug, en jafnframt var greint
frá orðum Níkíta Krúsjeff, þáver-
andi leiðtoga Sovétríkjanna, um að
Gagarín væri nú ódauðlegur í sög-
unni.
Þá greindi blaðið einnig frá því að
í í nýrri símaskrá Moskvuborgar
væru átta manns skráðir undir nafn-
inu Gagarín og hefðu þeir orðið fyrir
ónæði vegna hins mikla afreks, þar
sem greinilega vildu margir óska
hetjunni til hamingju. „Símahring-
ingum hefur ekki linnt hjá mönnum
þessum í allan dag, og voru þeir
löngu orðnir uppgefnir og sumir
fokvondir þegar er leið að hádegi.“
Í leiðara blaðsins var afrekinu
fagnað, en þó hnýtt utan í hylli Gag-
aríns við kommúnista. Þá var þess
óskað að afrek Rússa yrði hagnýtt
til góðs, en ekki gjöreyðileggingar.
Átta Gagarínar í símaskránni
- Afrek Gagaríns og koma til Íslands
fengu góða umfjöllun í Morgunblaðinu
Afrek Forsíðan 13. apríl 1961.