Morgunblaðið - 12.04.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsl
a
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
12. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.79
Sterlingspund 175.29
Kanadadalur 101.6
Dönsk króna 20.424
Norsk króna 15.018
Sænsk króna 14.934
Svissn. franki 137.97
Japanskt jen 1.1649
SDR 181.94
Evra 151.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.2376
Hrávöruverð
Gull 1747.95 ($/únsa)
Ál 2267.5 ($/tonn) LME
Hráolía 63.28 ($/fatið) Brent
« Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að
netverslunarsamsteypan Alibaba greiði
sekt að upphæð 18,2 milljarðar yuana,
jafnvirði 2,8 milljarða dala, fyrir
markaðsmisnotkun. Jafngildir upp-
hæðin 4% af tekjum félagsins árið
2019, að því er Financial Times greinir
frá.
Er Alibaba gefið að sök að hafa frá
árinu 2015 þvingað seljendur til að
selja vörur sínar einvörðungu í gegn-
um vefmarkaðstorgin Tmall og
Taobao. Á Alibaba að hafa beitt mark-
aðsstöðu sinni, skilmálum, gagnasafni
og hugbúnaði til að refsa þeim selj-
endum sem ekki héldu sig eingöngu
við markaðstorg samsteypunnar.
Þó að sektin sé há áætla markaðs-
greinendur að hún muni ekki hafa telj-
andi áhrif á rekstur Alibaba til
skemmri tíma en í árslok 2020 hafði
samsteypan til ráðstöfunar um 48
milljarða dala virði af reiðufé og nam
hagnaður félagsins 24 milljörðum
dala á síðsta ári. Til lengri tíma litið
gæti málið þó veikt stöðu Alibaba í
deilum við stjórnvöld, s.s. um skatta-
skil og sölu á fölsuðum varningi.
Reuters segir eftirlitsstofnanir Kína
vera að sækja í sig veðrið og að þær
hafi bætt við sig starsfólki til að geta
vaktað betur mál sem varða markaðs-
misnotkun og hringamyndun. Sam-
hliða því er verið að endurskoða sam-
keppnislöggjöf, m.a. með það fyrir
augum að hækka sektir og útvíkka
núverandi skilgreiningu á markaðs-
ráðandi stöðu. ai@mbl.is
Alibaba fær risasekt
Átök Sektin ætti ekki að sliga Alibaba.
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Tölvuþrjótar eru fljótir að sæta færis
þegar þeir greina hvers kyns veik-
leika í vörnum fólks og fyrirtækja.
Charlie McMurdie segir
kórónuveirufaraldurinn fela í sér
verulegar hættur hvað varðar tölvu-
öryggi enda hafi skúrkarnir ótal
tækifæri til að
láta til skara
skríða og t.d.
plata fólk til að
smella á vara-
sama hlekki.
„Þeir vita sem
er að hvers kyns
fregnir tengdar
faraldrinum
framkalla
ákveðna hegðun
hjá fólki. Stjórn-
völd eru m.a. að bjóða fyrirtækjum
og einstaklingum fjárhagsstuðning
og hægt að nota það sem beitu á öng-
ulinn í tölvuárásum, s.s. til að fá fólk
til að opna viðhengi,“ útskýrir
McMurdie. „Tölvuþrjótarnir vita að
margir eru í erfiðri stöðu og þeir
munu reyna að nýta sér hvers kyns
veikleika.“
McMurdie er einn reyndasti sér-
fræðingur Bretlands í tölvuöryggis-
málum og starfaði í 32 ár hjá net-
glæpadeild Lundúnalögreglunnar,
Scotland Yard. Origo efnir til netfyr-
irlestrar um netöryggismál næst-
komandi fimmtudag þar sem
McMurdie fræðir gesti um þróunina
og helstu hættur sem þarf að varast.
Misöruggar tengingar
McMurdie segir það geta skapað
ákveðna hættu þegar fólk vinnur í
meira mæli heiman frá sér. „Eitt er
að hafa vinnustöð innan fyrirtækis-
ins, þar sem búið er að reisa varnir
utan um öll kerfi og tengingar og
annað að vinna utanhúss. Þegar
vinnutölvan tengis t.d. þráðlausu neti
á kaffihúsi eða hóteli er ekki hægt að
útiloka að um sé að ræða nettengingu
sem tölvuþrjótar settu upp gagngert
til að veiða fórnarlömb í gildru. Að
tengjast vinnustaðnum gegnum
VPN-tengingu getur hjálpað en veit-
ir samt ekki fullkomna vernd,“ út-
skýrir McMurdie og bætir við að net-
tenging heimilisins sé ekki endilega
örugg enda notuð bæði af fullorðnum
og börnum sem kunna ekki alltaf að
varast hætturnar og gætu fyrir
slysni opnað tölvuþrjótum leið að
tölvubúnaði og gögnum heimilisfólks.
Fyrirtæki og stofnanir geta fylgt
vissum stöðlum til að gera tölvuþrjót-
um lífið leitt. McMurdie segir marga
ólíka staðla í boði og að hvert fyrir-
tæki verði að velja sér staðla og við-
mið sem hæfi sínum rekstri, í sam-
ræmi við þær hættur sem
vinnustaðurinn kann að standa
frammi fyrir og með tilliti til þess
skaða sem tölvuárás gæti valdið.
Ekki sé nóg að tryggja að rétti vél-
búnaðurinn og hugbúnaðurinn sé til
staðar heldur þurfi að gæta vel að
þjálfun starfsfólks svo það t.d. kunni
að vara sig á gildrum tölvuþrjótanna.
Er mannauðsstjórinn
auðvelt skotmark?
Þegar hún er spurð um glufur í
vörnum fyrirtækja sem rekja má til
mannlegra mistaka nefnir McMurdie
mikilvægi þess að hafa góða yfirsýn
yfir hverjum er hleypt inn í sameig-
inleg kerfi. „Starfsfólk kemur og fer
og einnig er algengt að ráðgjafar og
verktakar séu fengnir til að sinna af-
mörkuðum verkefnum, og fái á með-
an aðgang að hinum ýmsu kerfum.
Ef gleymist að loka fyrir aðgang
þessa fólks þegar það hættir störfum
er verið að gera kerfi vinnustaðarins
berskjölduð fyrir árás.“
McMurdie segir líka algengt að
vanmeta hvaða starfsmenn eru lík-
legastir til að verða fórnarlömb
tölvuárása og þannig sé það ekki
endilega forstjórinn eða fjármála-
stjórinn sem tölvuþrjótarnir hafa í
sigtinu. „Deildin sem sér um starfs-
mannahald er t.d. í þeim sporum að
fá mikið af tölvupósti með viðhengj-
um, frá fólki í atvinnuleit. Er ekki
alltaf auðvelt fyrir starfsmanna-
stjóra að átta sig á hvaða viðhengi á
að varast, en ekki nóg með það held-
ur hafa starfsmannastjórar oft að-
gang að alls konar mikilvægum kerf-
um innan fyrirtækisins,“ útskýrir
hún. „Sömu sögu er að segja um að-
stoðarmann forstjóra eða fram-
kvæmdastjóra sem tekur við tölvu-
póstum af öllu mögulegu tagi og þarf
oft að hafa aðgang að öllum gögnum
og kerfum til að geta sinnt starfi sínu
sem best.“
Mikið er í húfi og segir McMurdie
að jafnvel fyrir lítið hagkerfi eins og
Ísland sýni opinberar tölur að tjón
vegna tölvuárása valdi verulegum
efnahagslegum skaða. „Er líka vert
að hafa í huga að það skiptir æ meira
máli í alþjóðlegum viðskiptum að
treysta megi á tölvuöryggi þeirra
fyrirtækja og stofnana sem verslað
er við.“
Veiran eykur líkur á árásum
AFP
Skotmark Þýskur tölvunarfræðingur í fjarvinnu. Veirufaraldurinn kom róti á líf fólks og tölvuþrjótar sæta færis.
- Breskur sérfræðingur segir viðbúið að tölvuþrjótar gangi á lagið nú þegar sér
fyrir lokin á veirufaraldri - Fjarvinnu fylgja ákveðnar tölvuöryggishættur
flugi muni torvelda flugfélögum að
byggja rekstur sinn upp að nýju eftir
skakkaföll kórónuveirufaraldursins.
Þá segir hún það ekki skjóta skökku
við að ríkið styðji Air France en setji
innanlandsflugi skorður á sama tíma.
Umhverfisverndarsinnar hafa
gagnrýnt frönsk stjórnvöld fyrir að
ganga ekki nógu langt og vilja að
bannað verði að fljúga á milli borga
ef lestarferðalagið á milli þeirra tek-
ur minna en fjórar klukkustundir.
Áður en nýju lögin taka gildi verða
þau lögð fyrir efri deild þingsins og
síðan aftur fyrir neðri deildina.
Verði frumvarpið að lögum má t.d.
reikna með að flug leggist af á milli
Parísar og Bordeaux sem og á milli
Parísar og Lyon en með háhraðalest
má ferðast þar á milli á um tveimur
tímum. ai@mbl.is
Neðri deild franska þingsins sam-
þykkti á laugardag frumvarp sem
bannar flugfélögum að fljúga á milli
áfangastaða innanlands ef ferðast
má sömu leið með lest á innan við
tveimur og hálfum klukkutíma. Að
sögn Reuters er þetta gert til að
draga úr kolefnislosun og er hluti af
metnaðarfullri áætlun franskra
stjórnvalda um að árið 2030 verði
kolefnislosun landsins 40% lægri en
hún var árið 1990.
Er stutt síðan franska ríkið ákvað
að verja 4 milljörðum evra til endur-
fjármögnunar ríkisflugfélagsins Air
France og með því tvöfalda eignar-
hlut sinn í félaginu. Agnes Pannier-
Runacher, iðnaðarráðherra Frakk-
lands, hefur vísað á bug gagnrýni
hagsmunaaðila í fluggeiranum sem
segja að takmarkanir á innanlands-
AFP
Deila Fluggeirinn kvartar en um-
hverfisverndarsinnar vilja meira.
Frakkar skrefi nær banni við
innanlandsflugi á styttri leiðum
Nýlega bárust fréttir af því að tölvuþrjótar hefðu komist yfir mikið magn
upplýsinga um notendur Facebook. Settu tölvuþrjótarnir gögnin á netið
og birtu t.d. símanúmer, fæðingardag og tölvupóstföng um 533 milljóna
notenda samfélagsmiðilsins.
McMurdie segir gögn eins og þau sem stolið var frá Facebook ekki geta
gert mikinn óskunda ein og sér en tölvuþrjótar viði að sér gögnum úr
ýmsum áttum og geti þannig reynt að finna höggstað á fólki. „Þetta
minnir t.d. á mikilvægi þess að nota ekki sama lykilorðið alls staðar. Ef
t.d. tölvuþrjótar gætu komist að því að ég notaði tiltekið lykilorð á Face-
book, og ef þeir hefðu í annarri tölvuárás komist að því hvaða netbanka
ég nota, þá gætu þeir tengt þessar upplýsingar saman og freistað þess
að athuga hvort að Facebook-lykilorðið virkar líka til að komast inn í net-
bankann minn.“
Tölvuþrjótar púsla gögnum saman
HÆTTULEGT AÐ ENDURNÝTA LYKILORÐ
Charlie
McMurdie