Morgunblaðið - 12.04.2021, Page 14

Morgunblaðið - 12.04.2021, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í gær voruhundrað árliðin frá því Bretar settu á fót emírdæmið í Trans-Jórdaníu undir stjórn Abdúl- lah, sem síðar varð fyrsti kon- ungur Jórdaníu. Venjulega yrðu slík tímamót tilefni til mikils fögnuðar, en meint valdaránstilraun Hamzahs prins um páskahelgina hafa varpað þar dökkum skugga á. Hamzah er yngri hálfbróðir Abdúllah 2., núverandi kon- ungs, en hann var jafnframt krónprins landsins og átti að taka við af föður þeirra, Huss- ein. Konungurinn, sem lést árið 1999, skipti um skoðun skömmu fyrir andlátið og ákvað að Abdúllah skyldi verða konungur en Hamzah yrði áfram krónprins. Þeim titli hélt Hamzah til ársins 2004 þegar Abdúllah konungur ákvað að elsti sonur sinn skyldi verða krónprins í hans stað. Hussein átti fjórar eiginkonur og tólf börn, og er kannski ekki að undra að fjölskylduerjur rísi upp innan slíks ættboga þegar um er að tefla mikil völd, en ljóst er að Hamzah hefur ekki verið sáttur við að missa krón- prinstitilinn þó að hann hafi framan af tekið því þegjandi. Nú virðist hann telja lag, enda spilling töluverð í ríkinu sem varla er um deilt, enda kvartar konungurinn sjálfur iðulega undan því og þykir þá tala meira sem áhorfandi en sá valdamaður sem hann er, sem er ekki endilega sannfærandi. Hann ræður og rekur ráðherra og kosningar eru ekki til fyr- irmyndar enda var þátttaka í kosningunum í fyrra innan við þrjátíu prósent. Að hluta er það vegna veirunnar illvígu sem hefur komið illa við Jórdaníu, sem ólíkt sumum ríkjum á svæðinu er ekki rík af auðlind- um og þiggur fjárhagsaðstoð erlendis frá, en að hluta vegna fyrirkomulags í kosningum sem þætti að minnsta kosti ekki gott á Vesturlöndum þó að samanburðurinn við flest ríki á þessu svæði sé lýðræðinu í Jórdaníu mun hagfelldari. Fjárhagslegar þrengingar í landinu geta ýtt undir ólgu og eru áhyggjuefni fyrir konung- inn. Atvinnuleysi er mikið og sérstakt áhyggjuefni er án efa að nær helmingur ungs fólks er án atvinnu. Við slíkar aðstæður er auðveldara að kynda undir óánægju en þegar allt er í blóma. Þá hefur fjárhagsaðstoð að utan dregist saman um helming miðað við landsfram- leiðslu á nokkrum árum og gæti það haft veruleg áhrif í landi þar sem margir búa við fátækt. En þó að eitt og annað sé gagn- rýnivert í ríkinu eru ásakanirnar á hendur Hamzah grafalvarlegar og hafa orðið til þess að hann er nú í stofufangelsi, að vísu við allgóðar aðstæður í höll sinni fyrir utan höfuðborg- ina Amman. Hamzah er meðal annars gefið að sök að hafa ætl- að sér að ýta undir byltingu meðal ættbálka Bedúína í Jórd- aníu. Þar sem konungsætt Jórdaníu sækir vald sitt sam- kvæmt hefðum til samþykkis sömu ættbálka er víst að allar tilraunir til þess að ýta undir óánægju þeirra með konungs- ættina vegi harkalega að stöð- ugleika í landinu og stjórn- skipan þess. Hamzah neitar því þó að hafa reynt að velta bróð- ur sínum konunginum og lét til leiðast að undirrita sérstaka stuðningsyfirlýsingu við hann. Ummæli hans og orðaskipti sem tekin voru upp og lekið til fjölmiðla leyna því þó ekki að hann er afar gagnrýninn á kon- unginn og vill gjarnan að sú gagnrýni heyrist sem víðast. Á þeim hundrað árum sem liðin eru frá stofnun Trans- Jórdaníu hefur konungsættin þar talið það hlutverk sitt að vera sem klettur í hafinu, tákn stöðugleika í heimshluta sem hefur verið þekktur fyrir allt annað. Ættin á langa og merka sögu og djúpar rætur í Mið- Austurlöndum. Hún stýrði meðal annars borginni Mekka í hátt í þúsund ár þar til ætt Sáda ruddi henni úr vegi og stofnaði konungdæmi sitt. Konungdæmið Jórdanía hef- ur staðið af sér ósigur í átökum við Ísrael, þrýsting flótta- manna frá Palestínu, Írak og Sýrlandi, og síðast en ekki síst ógn frá íslamistum, en Ríki ísl- ams var mikill skaðvaldur í Jórdaníu sem tók fast á móti og átti þátt í að uppræta þann ófögnuð á svæðinu. Opinberar deilur innan kon- ungsfjölskyldunnar gætu dreg- ið dilk á eftir sér, þó að tæpast sé ástæða til að telja að valda- staðan sé við það að riða til falls. Ættin hefur þó sýnt á sér veikan blett og ekki þarf að leita lengra en til Írans til að sjá að veldi sem standa á forn- um merg geta fallið á ör- skammri stundu. Slík niðurstaða í Jórdaníu yrði mikið áfall, ekki aðeins fyrir konunginn, Jórdaníu eða ríkin á svæðinu, heldur einnig fyrir vesturveldin, sem treyst hafa á stöðugleika Jórdaníu og samstarf við ríkið til fjölda ára. Þar verður því eflaust fylgst grannt með deilum Abdúllah 2. og Hamzah og þeim breyt- ingum sem þær kunna að valda. Meint valdaráns- tilraun skyggir á tímamót jórdönsku konungsættarinnar} Fjölskylduerjur á aldarafmæli A lþingi hefur ekki stigið mörg gæfuspor stærri en þegar auka- aðild að Evrópusambandinu var samþykkt. EES-samningurinn er gagnlegasti samningur sem Ísland á aðild að. Verður þeim Birni Bjarna- syni, formanni utanríkisnefndar, Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra og Davíð Oddssyni forsætisráðherra seint fullþakkað fyrir að hafa leitt Ísland inn í sambandið og það frelsi sem því fylgir. Alþjóðasamvinna og samstaða vestrænna þjóða var lengi hornsteinn stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Formenn flokksins, þeir Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson (eldri), Geir Hall- grímsson og Þorsteinn Pálsson voru ávallt meðvitaðir um hve hættulegt það er smáþjóð að einangra sig frá umheiminum. Al- þjóðahyggja og frjáls viðskipti voru grundvöllur þeirra lífsskoðunar. Jónas Hallgrímsson kvað í Alþingi hinu nýja: Sterkur fór um veg, þá var steini þungum lokuð leið fyrir. Ráð at hann kunni, þó ríkur sé. Þjóðskáldið var sannarlega einn besti Íslendingur sinnar samtíðar og vissi gjörla að sjálf- stæði jafngildir ekki einangrun. Lausnin er samvinna: Hefðu þrír um þokað. Réttilega hefur verið bent á að mikill meirihluti allrar viðamestu löggjafar sem Alþingi afgreiðir á hverju ári á uppruna sinn í EES-sáttmálanum. Því fer samt fjarri að Íslendingar samþykki flestar tilskipanir frá Evrópu. Í byrjunarnámskeiðum í rökfræði er bent á að oft rugli fólk saman fullyrðingum. Til dæmis þýðir setningin: Flestir kjánar fara með fleipur alls ekki að flestir sem fara með fleipur séu kjánar. Okkar ágæti utanríkisráðherra hefur verið duglegur að minna á að frá því við tókum fyrsta skrefið inn í Evrópusambandið höfum við á degi hverjum tekið upp eina Evrópu- sambandsgerð. Helgar og aðrir frídagar meðtaldir. Þetta vekur athygli. Í Morgunblaðsgrein spyr Arnar Þór Jónsson dómari: „Er ásætt- anlegt fyrir þjóð sem kallast vill sjálfstæð að við getum breytt öllum lögum sem eru í gildi hérlendis, nema þeim sem eiga stoð í EES- samningnum, vegna þess að við höfum engan aðgang að því valdi sem setur reglur á grund- velli EES?“ Þetta er eðlileg spurning. Herði heitnum Sigurgestssyni, forstjóra Eimskipafélagsins, fannst vandskilið „að menn vilji ekki sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar“. Í greininni bendir dómarinn á fjölmargar hættur sem steðja að nútímasamfélagi: „Í öllu þessu samhengi eru ótaldar þær hættur sem þjóðaröryggi Íslendinga stafar af skipulagðri glæpastarfsemi, erlendu hervaldi, sam- krulli valds og fjármagns, misnotkun fjölmiðla, njósna- starfsemi, veiku fjarskiptaöryggi o.fl.“ Upptalningin undirstrikar að Íslendingum ber að berjast með vinaþjóðum gegn óværunum sem engin landamæri þekkja. Við eigum að stíga skrefið alla leið inn í Evrópusambandið sem fullvalda þjóð meðal þjóða. Benedikt Jóhannesson Pistill Enginn er eyland Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is V andræðin vegna reglugerð- ar Svandísar Svavarsdótt- ur heilbrigðisráðherra um skyldudvöl í sóttkvíarhót- eli, sem héraðsdómur úrskurðaði ólögmæta, hafa vakið mikla athygli, jafnvel deilur. Þar hefur verið deilt um sjálfa aðgerðina, að allir ferða- menn frá tilteknum svæðum – þar á meðal fólk sem hvorki er smitað né grunað um að vera smitað – séu sett- ir í sóttkví í varúðarskyni, þótt þeir hafi í önnur, betri og eigin hús að venda. Hins vegar hafa menn svo staldrað við aðferðina, hvernig það gat gerst að heilbrigðisráðherra hafi sett reglugerð, sem augljóslega átti sér ekki lagastoð. Á hinu fyrrnefnda getur fólk haft ýmsar skoðanir, en það er hið síðarnefnda, hvernig heilbrigðis- ráðuneytið rataði í þessi ótrúlegu vandræði, sem sennilega er verra og vandasamara mál. Þegar í aðdraganda reglugerð- arsetningarinnar heyrðust andbár- ur, svo ætla mætti að embættismenn og lögspekingar heilbrigðisráðu- neytisins hefðu gefið lögmætinu al- veg sérstaklega góðan gaum. Af þeim ástæðum óskaði Morgunblaðið eftir því við heilbrigð- isráðherra að fá afhent öll gögn, sem legið hefðu til grundvallar reglu- gerðinni (minnisblöð, greinargerðir, lögfræðiálit), í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Eftir ítrekun kom stutt svar frá ráðuneytinu um að beiðninni væri synjað, þar sem öll slík gögn hefðu verið lögð fyrir ríkis- stjórnarfund. Morgunblaðið vill ekki una því að ráðherra geti eftir geð- þótta og hentugleikum falið gögn úr stjórnsýslunni með því einu að leggja þau á borð nálægt ríkisstjórn- arfundi og hefur því kært ákvörðun- ina til úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Svandís lét loks undan þrýst- ingi í lok liðinnar viku og lét senda fjölmiðlum vel valin gögn tengd reglugerðarsetningunni. Það eru þó ekki öll gögn málsins, því tölvu- póstar milli embættismanna, sem látnir voru fylgja, bera það með sér að hafa verið sérstaklega valdir til birtingar. Eins var þar ekki að finna minnisblað dómsmálaráðherra, þar sem fram komu ríkar efasemdir um lögmæti reglugerðarinnar. Þó vekur mesta athygli í þess- um gögnum úr heilbrigðisráðuneyt- inu, að þar er ekkert vikið að laga- stoð reglugerðarinnar eða álitaefni um lögmæti hennar, heldur aðallega fjallað um framkvæmdina á reglu- gerðinni og ýmsan vanda henni sam- hliða. Það má heita með ólíkindum að við reglugerðarsetningu láti ráð- herra og starfsmenn hans í ráðu- neytinu undir höfuð leggjast að ganga úr skugga um slíkt grundvall- aratriði. Það á að vera vinnuregla við alla reglugerðarsetningu og enn rík- ari ástæða til en ella, þegar um svo stórtæka og kostnaðarsama íhlutun er að ræða, sem í ofanálag vegur að frelsi borgaranna. Það eitt bendir til þess að stjórnsýslan í heilbrigðisráðuneyt- inu sé í molum. Setning reglugerða er eitt helsta stjórntæki ráðuneyta og ef þær eru ekki aðeins ekki sam- kvæmt lögum, heldur kemur í ljós að ráðherra sýndi ekki minnstu við- leitni til þess að tryggja að reglu- gerð hefði við lög að styðjast, þá er eitthvað hræðilegt að. Spurningar um vandvirkni Það vekur spurningar um vand- virkni, árvekni og kostgæfni æðstu embættismanna ráðuneytisins, en þó auðvitað sérstaklega æðsta emb- ættismann þess, Svandís Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra. Í því samhengi er rétt að minnast þess að annar ráðherra í þessari ríkisstjórn steig til hliðar af mun minna tilefni. Það er því erfitt að trúa því að staða heilbrigðisráðherra hafi ekki komið til tals hjá forystumönnum ríkis- stjórnarinnar, hvað sem líður öllum traustsyfirlýsingunum. Ekki verður af gögnunum frá ráðuneytinu séð að nokkur hafi gefið lagastoð reglugerðarinnar minnsta gaum fyrr en Páll Þórhallsson, lög- fræðingur í forsætisráðuneytinu, fjallar um hana í minnisblaði 29. mars, degi fyrir ríkisstjórnarfund, þar sem gengið var frá henni. Páll er ekki afdráttarlaus um margt, þar á meðal um aðalálitaefnið og með ólík- indum að menn hafi látið gott heita við svo búið. Hins vegar er eftirtektarvert að svo virðist sem forsætisráðuneytið eða Páll hafi enn viljað draga úr gildi minnisblaðsins eftir á, því áréttað var að það hefði ekki verið sett fram af hálfu skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu heldur „í nafni eins lögfræðings sem starfar fyrir forsætisráðuneytið“. Við nokkuð annan tón kvað í minnisblaði dómsmálaráðuneytisins, sem tekið var saman skömmu eftir gildistöku reglugerðarinnar og ein- mitt bent á að skyldudvölin hefði enga stoð í sóttvarnalögum. Vona verður að þetta séu ekki viðtekin vinnubrögð í heilbrigðis- ráðuneytinu, en við blasir að þetta furðulega mál hlýtur að verða til þess að þau séu rannsökuð til hlítar og þetta mál sérstaklega. Um það getur heilbrigðisráðherra sjálfur hvorki haft forystu né umsjón. Stjórnsýsla í molum í heilbrigðisráðuneyti Morgunblaðið/Eggert Sóttvarnir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra með sínu besta fólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.