Morgunblaðið - 12.04.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.04.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. APRÍL 2021 - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum 40 ára Benedikt Bóas er Mývetningur en býr í Reykjavík. Hann er stúdent frá Keili og er blaðamaður á Frétta- blaðinu. Maki: Sandra Hlín Guðmundsdóttir, f. 1995, starfs- og námsráðgjafi í Borgar- holtsskóla. Dætur: Matthildur Embla, f. 2006, og Kolfinna Katla, f. 2010. Stjúpdóttir er Hrafnhildur Sunna, f. 2018. Foreldrar: Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir, f. 1954, vann í Kirkjuhúsinu, og Hinrik Árni Bóasson, f. 1954, vélstjóri. Þau eru búsett í Reykjavík. Benedikt Bóas Hinriksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forð- astu margmenni og settu mörk í fé- lagslífinu. 20. apríl - 20. maí + Naut Hugmyndir þínar um skemmtun eru þínar eigin, ekki vera hissa þótt þú gerir eitthvað allt annað en vinir þínir. Sýndu þeim sem eru á öndverðum meiði við þig fulla sanngirni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Afslöppun er lykilorð dagsins. Ekki trúa öllu gagnrýnislaust. Hurð skellur nærri hælum í umferðinni, farðu varlega. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert í rómantískum hugleið- ingum og ættir að gera þér glaðan dag með ástvini þínum. Láttu aðra ekki hafa áhrif á ákvarðanir þínar. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Oft getur saklaus umræða breyst í deilur og rifrildi. Segðu fólki frá og þú munt skilja að frásögn þín og framlag skipta máli. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag. Gæfuhjólið snýst þér í hag á næstunni. 23. sept. - 22. okt. k Vog Svo virðist sem þú hafir ekki komið öllum þínum persónulegu málum í höfn. Þú ert eins og vængbrotinn fugl þegar makinn er ekki nálægur, en það stendur ekki lengi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gerðu eitthvað sem er óvenju- legt og ólíkt því sem þú hefur áður tekið þér fyrir hendur. Vertu opin/n og þú gætir rekist á nýja hlið á þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert eitthvað óráðin/n í fjár- málunum. Ekki hafa áhyggjur af því sem þú ætlar að gera eða segja, það kemur af sjálfu sér. Ekki sýna á þér veikan blett. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er mikill ábyrgðarhluti að gefa öðrum ráð sem þeir eiga að fara eftir. Einhver pirringur er milli heimilisfólks. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Brjóttu upp gráma hversdagsins og settu lit á dag þinna nánustu, bjóddu í kaffi eða farðu í bíl- túr með heldra fólkið. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er tímabært að þú ráðist í til- tekt og viðgerðir heima. Þér verður svara- fátt í kvöld. en lengst hjá Ríkisútvarpinu, en þar hefur rödd mín hljómað í rúma þrjá áratugi nánast á hverjum morgni og gerir enn. Þrátt fyrir ys og þys úti um grund- ir og gróanda voru börnin og fjöl- skyldan mitt meginviðfangsefni og áhugamál. Ég tók þau að sjálfsögðu með mér á skíði en þau fengu reynd- ar fremur útrás í annarri fótamennt. Börnin spiluðu fótbolta og dæturnar ætluðu aldrei að hætta boltasparki og sú yngsta er enn að. Við tók er- ilsamur tími að fylgja þeim eftir á æfingar, í leiki og á fótboltamót. Þeir eru orðnir ansi margir leikvellirnir skammt frá þar sem fjallaskáldið Stefán G. Stefánsson hafði sest að allnokkru áður.“ Líkamsrækt og andleg rækt Eftir fjögurra ára nám hélt Hall- dóra heim á leið og stofnaði fjöl- skyldu. „Tækifærum til þess að skíða fækkaði mjög, vinnumarkaðurinn kallaði til mín og næstu áratugi var ég á kafi í líkamsmennt og heilsu- rækt af ýmsum toga. Ég kenndi í grunnskóla, á heilsuræktarstöðvum og hingað og þangað þar sem ég gat mögulega kallað fram hreyfingar! Ég staldraði mismunandi lengi við, H alldóra Nikolína Björnsdóttir er fædd 12. apríl 1961 í Reykjavík og ólst upp í Sæviðarsundinu í „Lengjunni“ svokallaðri. „Ung að aldri var ég fótafim og haldin mikilli hreyfiþörf. Helgi Hóseasson, hinn kunni borgari, hafði a.m.k. orð á þessu, þegar hann var að vinna við húsgrunn foreldra minna,“ segir Halldóra. „Ég var snemma send á júdóæfingar og síðar í fimleika en varð fljótlega gagntekin af því að renna mér á skíðum og allar frí- stundir fóru í að komast upp í fjall og bruna um brekkur. Þar átti ég mínar sælustundir og tengdist traustum böndum krökkum, sem áttu sömu áhugamál. Á unglingsárum fékk ekkert ham- ið mig. Fjöllin soguðu mig til sín, all- ar helgar voru nýttar og sérhver laus stund. Veturnir dugðu mér ekki því ég réð mig í fimm sumur í Kerlingar- fjöll, þar sem ég renndi mér í gríð og erg og nú sem skíðakennari. Þarna mættum við sumar eftir sumar sömu krakkarnir og á milli okkar mynd- uðust einstök tengsl. Við leystum hvers manns vanda og gengum lengst í því, held ég, þegar við skóf- um ösku reglulega úr brekkunum í Heklugosinu 1980 svo hægt væri að halda skíðakennslu gangandi. Í Kerlingarfjöllum starfaði ég m.a. undir stjórn Valdimars Örnólfs- sonar, morgunleikfimifrömuðar í út- varpinu, án nokkurra grunsemda um það, að ég ætti síðar eftir að feta í hans fótspor á þeim vettvangi! Utanlandsferðir voru tíðar á þessum mótunarárum og fór ég t.a.m. utan til þess að skíða um hver jól í sam- fleytt 9 ár. Lét þar með foreldrum mínum og systur eftir jólasteikina!“ Að loknu stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands hélt Halldóra utan til Austurríkis og gerðist skíðakenn- ari í Neukirchen am Grossvenediger í Ölpunum. Hún hélt þaðan til Kan- ada þar sem sjálf Klettafjöllin voru skammt undan, og gerðist hún nem- andi í íþróttafræðum við Háskólann í Edmonton, í Alberta-fylki. „Mér tókst að prófa fjölmargar brekkur í stórbrotinni náttúru fjallanna, vítt og breitt um landið og einnig ut- anlands, þar sem fjölskyldan hefur varið tíma sínum. Mikil tengsl mynduðust á þessum árum við áhugasama foreldra og einstaklega dugmikla þjálfara og starfsfólk fé- lagsliðanna. Fjölskyldan er stærsta gjöfin sem lífið hefur fært mér.“ Á aldamótaárinu 2000 gerðist Halldóra starfsmaður Beinverndar, sem beitti sér fyrir bættri beina- heilsu landsmanna. Hún var eini starfsmaður félagsins, en vann jafn- hliða á Rannsóknarstofu í öldrunar- fræðum og síðar sem íþróttakennari við Starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. „Starfsemin í Beinvernd var ein- staklega fjölþætt og yfirgripsmikil. Ég kynnti baráttumál félagsins í rit- uðu sem töluðu máli, innanlands sem utan, á fundum og mannamótum, í útvarpi og sjónvarpi, í fréttabréfum, dagblöðum, tímaritum og stafræn- um miðlum. Í 18 ár var ég vakin sem sofin við að koma baráttumálum fé- lagsins til landsmanna.“ Fyrir fram- lag Halldóru til heilsuverndar og lýðheilsu var hún sæmd fálka- orðunni árið 2018. „Til fjölda ára hef ég ræktað mannvit mitt og visku og sótt and- lega næringu hjá Alþjóðlegri frí- múrarareglu karla og kvenna, Le Droit Humain. Ég hef mikla þörf til þess að bæta mig og styrkja ekki síður andlega eins og ég hef alltaf gert líkamlega. Ég reyni að skilja við hvern dag þannig, að ég sé á ein- hvern hátt betri en ég var deginum áður og stefni jafnframt að enn betri morgundegi. Markmið mín eru skuldbinding við sjálfa mig, sem ég vil ég standa við á hverju sem dynur. Ég lít á undantekningar og und- anlátssemi sem svik við mig sjálfa. Frímúrarareglan hjálpar mér til þess að ganga þessa leið í lífi og starfi.“ Halldóra stundar jóga reglulega og kennir og síðastliðin 10 ár hefur hún hjólað til og frá vinnu í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, sem tek- ur að jafnaði 35-40 mín. hvora leið. „Ég nýt útiverunnar og finn til frels- is að vera ekki föst inni í bíl í umferð- inni. Þá geng ég á fjöll nánast á Halldóra N. Björnsdóttir, íþróttafræðingur og framhaldsskólakennari – 60 ára Í Mosfellsbænum Birgir og Halldóra ásamt dætrunum. Morgunleikfimi í þrjá áratugi Í Noregi Halldóra ásamt móður sinni, syni og fjölskyldu hans. 30 ára Arnar er Borgnesingur en býr í Reykjavík. Hann er stúdent frá Mennta- skólanum í Borgar- nesi og er sölu- og þjónusturáðgjafi hjá Sjóvá. Maki: Íris Hrund Ormsdóttir, f. 1993, ferðamálafræðingur. Sonur: Huginn Haukstein, f. 2020. Foreldrar: Þórdís Brynja Aðalsteins- dóttir, f. 1960, d. 2013, rak blómabúð í Borgarnesi ásamt móður sinni, og Odd- ur Haukstein Knútsson, f. 1961, rafvirki og múrari. Hann er búsettur í Kópa- vogi. Arnar Haukstein Oddsson Til hamingju með daginn Reykjavík Huginn Haukstein Arnars- son fæddist 12. október 2020 kl. 16.44 á Landspítalanum. Hann vó 4.156 g og var 54,5 cm langur. For- eldrar hans eru Arnar Haukstein Oddsson og Íris Hrund Ormsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.