Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 42
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656. oddurfreyr@frettabladid.is Séra Pálmi Matthíasson lætur af störfum sem sóknarprestur á morgun og verður kvaddur í guðsþjónustu í Bústaðakirkju klukkan 13. Pálmi hefur verið sóknarprestur í 44 ár og þjónað á nokkrum stöðum á landinu, en hann hefur verið sóknarprestur í Bústaðakirkju síðan árið 1989. Það eru því sannkölluð tímamót nú þegar hann hættir störfum, en hann hefur þjónað af mikilli staðfestu og eignast heiðurssess í hjörtum sóknar sinnar. Allir eru velkomnir til guðsþjón- ustunnar og eftir messuna verður boðið upp á léttar veitingar. Hefur myndað ótrúleg tengsl Pálmi varð sjötugur í síðasta mánuði og segist fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa náð þessum aldri. „Ég er alltaf minntur á það í mínu starfi að margir ná því ekki að heilsa nýjum áratug og ég er glaður og mjög þakklátur fyrir að hafa náð að halda heilsu og getu,“ segir hann. „Ég mun sakna safnaðarins mikið. Eftir 32 ár á sama stað hef ég tengst fólki á ótrúlegan hátt, bæði í gleði og á sorgarstund,“ segir Pálmi. „Í erfiðustu aðstæðum lífs- ins hef ég oft eignast vináttu fólks sem hefur aldrei rofnað, þó að upphafið hafi kannski verið sárt. Þetta hefur verið mjög hrífandi og heillandi starf á margan hátt.“ Gefandi að hjálpa fólki Pálmi segir að það sem sé honum efst í huga þegar hann lítur yfir tíma sinn sem prestur sé fólkið sem hann hefur fengið að þjóna. „Ég hugsa líka mikið um fólkið í Grímsey núna og stundirnar sem ég hef átt í kirkjunni þar,“ segir Pálmi, en hann þjónaði í Grímsey í níu ár. „Einn stór og sterkur Grímseyingur sem bognar aldrei sagðist hafa grátið eins og barn þegar kirkjan brann, eftir að hafa ekki grátið í áratugi. Hann var ekki manna duglegastur að koma í kirkju en áttaði sig á því hvað hún var honum kær þegar hann sá hana brenna. Þetta er mjög sorg- legt. Ég held að það sem er mest gefandi við að vera prestur sé að geta gengið til móts við fólk í ólíkum aðstæðum og vinna með því að því að skapa betra líf,“ segir Pálmi. „Það gerist samt bara með samvinnu. Ég breyti ekki lífi fólks. Það gerir það sjálft. Ég get bara bent á möguleika og talað við þau í gleði og sorg.“ Vill gefa nothæfa mynd af Guði „Kannski er stærsta blessunin sem maður nýtur í lífinu að mér finnst ég aldrei vera einn. Mér finnst ég alltaf búa við helga og hulda hönd sem leiðir mig áfram,“ segir Pálmi. „Í mínu starfi hef ég líka leitast við að gefa fólki mynd af Guði og Kristi sem er nothæfur, ekki ein- hver háheilög vera sem er erfitt að nálgast, heldur einn af okkur, með okkur í liði og samferða okkur. Ef mér hefur tekist það er ég sáttur. Ég á mér þá von að við getum áfram verið þjóð sem stendur saman og varðveitir kristin gildi, virðir skoðanir sem eru ólíkar og að við séum samtaka í kærleiks- samfélagi sem lætur sér annt um náungann, sama hvaða trú fólk hefur. Ef við sameinumst um að láta náungakærleikann gilda, þá verður Ísland áfram besti staður í heimi til að búa á.“ Þakkar fyrir hvern dag Pálmi hefði getað hætt störfum fyrir áratug ef hann hefði kosið það en hélt áfram eins lengi og raun ber vitni því honum hefur liðið vel í starfinu. „Mér finnst enn jafn heillandi og spennandi að fara í kirkjuna núna eins og fyrsta daginn,“ segir hann. „Ég er svo sem kominn á bilanaaldur og hef bilað eins og margir aðrir, en ég reyni að vera í formi, hreyfa mig, borða hollt og heilnæmt og vanda mig við að lifa, vegna þess að það er ekki sjálf- gefið að lífið heilsi á morgun,“ segir Pálmi. „Þetta er heilmikið limbó á köflum og ég fer stundum út af veginum, en aðalatriðið er að vita að það er hægt að komast aftur á hann. Mér finnst líka skipta máli að vera jákvæður gagnvart starfinu og því sem kemur,“ segir Pálmi. „Ég fer aldrei að sofa án þess að hugsa um hverju ég hef lokið þann daginn og þakka fyrir hann og ég byrja hvern dag á að heilsa honum, vera þakk- látur fyrir að vakna og signa mig inn í daginn.“ Skilur ekkert í skerðingum „Mér líst ágætlega á að fara á eftirlaun. Ég hef reyndar ekki skoðað hver eftirlaunin verða, en vonandi verða þau næg til að lifa á þeim,“ segir Pálmi léttur. „Það eina neikvæða sem ég heyri um frá jafnöldrum mínum eru allar þessar skerðingar fyrir eldri borgara. Ef þú hefur heilsu og getu til að vinna færðu það í hausinn aftur. Mér finnst það furðulegt að kerfið hafni framlagi fólks sem hefur getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Ég gæti til dæmis alveg hugsað mér að sinna einhverjum afleysingum úti á landi en það eru í dag reglur sem banna prestum að starfa áfram eftir sjötugt. Mér finnst þessar skerðingar furðulegar. Segjum sem svo að þú vinnir í lottó, þá er ekki spurt hvort þú hafir unnið áður og þér bara gefinn helmingur vinningsins ef svo er. Þetta er jafn vitlaust. Annað hvort hefurðu unnið þér inn réttindi eða ekki,“ segir Pálmi. „Það er eins og stjórnmálamenn skilji þetta ekki sjálfir, þeir þakka bara fyrir ábendingarnar og svo breytist ekkert. Maður heyrir þessa dagana að allir frambjóðendur vilja bæta kjör allra og laga allt og við trúum þessu og kjósum og svo í næstu viku muna flest ekki hverju þau lofuðu,“ segir Pálmi. „En eldri borgarar sem hafa kjörgengi eru 73 þúsund og það er fáránlegt að hlusta ekki á þennan hóp. Það sem skiptir mig mestu máli er að fólk í pólitík og lífinu öllu reyni að fylgja því eftir sem er boðað, lofað og prédikað. Svo finnst mér of mikið um að það sé verið að reyna að ráða fyrir aðra hópa og ætla þeim einhvern farveg sem þeir vilja kannski ekki fara í, hvort sem það eru unglingar eða eldri borgarar,“ segir Pálmi. „Þess vegna ætla ég ekki að skil- greina mig sem eldri borgara held- ur bara segja að ég sé fullorðinn, sem þýðir að ég á einhver ár inni. Ég ætla að fá að vera fullorðinn og taka þannig þátt í lífinu.“ Á fullt af áhugamálum Pálmi hefur ekki áhyggjur af því að honum leiðist á eftirlaunum. „Í dag fer ég í Víkina til að horfa á Víking tryggja sér Íslandsmeistara- titilinn, svo fer ég að undirbúa messuna fyrir sunnudaginn. Eftir það fer ég í þetta týpíska, að laga til í bílskúrnum, færa kassana frá hægri til vinstri og koma svo aftur mánuði síðar og færa þá frá vinstri til hægri,“ segir Pálmi og hlær. „Ég á líka fullt af áhugamálum og er spenntur að geta sinnt þeim meira. Ég hef gaman af útiveru, veiði, veit í hvorn endann á að halda á golfkylfu og er farinn að hjóla út og suður. Um daginn hjólaði ég hringinn í kringum Reykjavík. Það tók mig bara tæpa tvo tíma og það voru bara um 44 kílómetrar, en ég hélt að það væri miklu lengra. Það er ótrúlega gaman að hjóla og ég er allt í einu farinn að sjá og upplifa hluti sem ég hef ekki tekið eftir áður. Ég fór til dæmis út á Granda og tók þá eftir þessari fínu gras- þúfu sem ég hef aldrei séð áður,“ segir Pálmi. „Veður er líka engin fyrirstaða, við Íslendingar eigum öll lager af skjólfatnaði.“ n Hefur þér verið boðið að ræða við félagsráðgjafa? Veistu hvað félagsráðgjafi í öldrunarþjónustu gæti aðstoðað þig með? Félagsráðgjafar í öldrunarþjónustu starfa víða, til dæmis hjá sveitar- félögum, á sjúkrahúsum, hjúkrun- arheimilum, á ýmsum stofnunum, hjá frjálsum félagasamtökum og sjálfstætt við samtalsmeðferð og ráðgjöf á stofum. „Hækkandi aldri geta fylgt ýmsar jákvæðar breytingar. Ein- hver hætta að vinna, fara að skoða hentugra húsnæði, hafa meiri frí- tíma og læra eitthvað nýtt. Svo geta fylgt breytingar sem eru erfiðari. Til dæmis að upplifa missi vina, ættingja eða maka, missa eigin heilsu og það sem mörgum þykir fyrirkvíðanlegt; að þiggja þjónustu inn á eigið heimili,“ segir Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA á fjölskyldusviði Sveitarfélags- ins Skagafjarðar. Sirrý Sif segir félagsráðgjafa geta leiðbeint eða aðstoðað við þessar breytingar, bæði þær góðu og hinar sem eru ekki eins góðar. „Skipulag og framkvæmd öldrunarþjónustu er nokkuð sem fæstir velta fyrir sér þar til það er orðið þeim nauðsynlegt. Eðlilega. En það getur skipt máli að vita hvernig kerfið er og hvernig það virkar. Hvaða rétt hef ég, hvenær get ég sótt hann og hvert sæki ég hann? Því getur félagsráðgjafi svarað,“ greinir Sirrý Sif frá. Svörin fást hjá félagsráðgjöfum Félagsráðgjafi er lögverndað starfsheiti en til að öðlast starfs- réttindi sem félagsráðgjafi þarf að ljúka þriggja ára BA-námi og í framhaldinu tveggja ára MA-námi frá Háskóla Íslands eða sambæri- legum háskóla erlendis. Að loknu námi geta þeir sótt um starfsleyfi hjá Embætti landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu hjá sama embætti. „Félagsráðgjafi getur svarað spurningum um þjónustu sem er í boði á þínu svæði á hverjum tíma, hvar þarf að byrja og hvernig þjónustan er skipulögð. Við veitingu opinberrar þjónustu er lagt upp með minnsta inngrip fyrst, áður en ákvarðanir sem geta verið íþyngjandi fyrir einstaklinginn eru teknar. Það birtist meðal annars í þeirri kröfu að eldra fólk fái smám saman aukna þjónustu inn á eigið heimili áður en til þess kemur að sækja um dagdvöl, þjónustuíbúð, hvíldarinnlagnir eða hjúkrunar- rými. Einhverjum kann að þykja það óréttlátt, en í grunninn er verið að standa vörð um rétt einstakl- ingsins til að fá þjónustu við hæfi á hverjum tíma. Félagsráðgjafi getur aðstoðað, útskýrt og leiðbeint á öllum stigum málsins. Við mælum því með samtali við félagsráðgjafa ef þú eða þínir hafið spurningar um öldrunarþjónustu,“ segir Sirrý Sif. n Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunar- þjónustu innan FÍ: felagsradgjof.is Hvað gera félagsráðgjafar í öldrunarþjónustu? Sirrý Sif Sigur- laugardóttir, félagsráðgjafi MA Hækkandi aldri fylgja ýmsar breytingar og þá býðst margvísleg þjónusta. Pálmi Matthíasson er spenntur fyrir eftirlaunaárunum, enda á hann fullt af áhugamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ef við sameinumst um að láta náunga- kærleikann gilda, þá verður Ísland áfram besti staður í heimi til að búa á. Sr. Pálmi Matthíasson 2 kynningarblað 25. september 2021 LAUGARDAGUREFRI ÁRIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.