Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 52
Rafkerfahönnuður
Vegna aukinna verkefna viljum við bæta við öflugum
einstaklingum í okkar frábæra starfsmannahóp. Ef
þú ert rafkerfahönnuður með góða samskipta- og
skipulagshæfni þá gæti þetta starf átt við þig. Starfið felst
í hönnun rafkerfa fyrir ýmsar gerðir mannvirkja, ráðgjöf
og aðstoð við viðhald og endurnýjun rafkerfa. Starfið
tilheyrir rafkerfa- og lýsingarhópi Byggingasviðs.
Hæfniskröfur
• Háskólapróf í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði
eða rafmagnsiðnfræði
• Löggilding Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem
raflagna- eða rafkerfahönnuður
• Nám í rafvirkjun og reynsla af vinnu við
raflagnir er kostur
• Góð kunnátta á Autocad og Revit
• Gott vald á íslensku og ensku og þekking á
Norðurlandamáli er kostur
Nánari upplýsingar veita
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðs málum, aoa@verkis.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. október. Sótt er um á umsokn.verkis.is
Verkís er jafnlaunavottað fyrirtæki frá árinu 2018 og er fyrirmyndar-
fyrirtæki samkvæmt könnun VR 2021. Einnig hefur Verkís hlotið
viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki í rekstri fimm ár í
röð, nú síðast 2021.
VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG
VERKÍS veitir trausta ráðgjöf sem styður við uppbyggingu sjálfbærra samfélaga. Við
höfum mikla þekkingu á sviði vistvænnar hönnunar og erum leiðandi á heimsvísu
þegar kemur að grænni orkuvinnslu og nýtingu jarðvarma. Við byggjum upp sjálfbær
samfélög víða um heim með því að hafa sjálfbærni alltaf í huga við ákvarðanatöku – allt
frá fyrstu hugmynd til förgunar.
Vilt þú vinna í alþjóðlegu umhverfi á Íslandi?
GOODGOOD.NET
@ GOODGOODBRAND
GOOD GOOD óskar eftir að ráða Demand and Supply Chain Director fyrirtækisins í Evrópu og Norður-Ameríku.
Um er að ræða starf í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Innkaupaspár, greiningarvinna og áætlanagerð
• Móta og viðhalda aðfangakeðju fyrirtækisins
• Birgðastýring og innkaup á hráefnum og fullunnum vörum
• Samningar og samskipti við birgja og þjónustuaðila
• Samskipti við erlendar starfstöðvar fyrirtækisins
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• MSc. í verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði eða sambærilegt
• Reynsla af aðfanga- og vörustjórnun er nauðsynleg
• Mjög góð enskukunnátta og geta til að vinna í alþjóðlegu umhverfi
• Mikil greiningar- og tæknihæfni
• Æskileg tölvukunnátta: AGR, Targit eða önnur BI kerfi og
bókhaldskerfi
• Áreiðanleiki, nákvæmni og frumkvæði
GOOD GOOD er íslenskt fyrirtæki
sem framleiðir gómsætar vörur án
viðbætts sykurs og byggir á íslensku
hugviti, hönnun og markaðsstarfi.
Vörur GOOD GOOD eru seldar í yfir
10.000 verslunum víða um heim en
framleiddar í Hollandi og Belgíu.
Öllum umsóknum skal skila inn á Alfreð.is.
Demand and Supply Chain Director