Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 58

Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 58
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Verkefnastjóri Borgarlínu Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir eru beðnir að sækja um starfið á www.vegagerdin.is Starf verkefnastjóra Borgarlínu er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Verkefnastjóri Borgarlínu ber ábyrgð á verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni í Garðabæ og þeim verkum sem eru unnin þar. Verkefnastofa Borgarlínu heyrir undir höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar. Verkefnastjórinn ber ábyrgð á undirbúningi og áætlanagerð vegna framkvæmda tengdri Borgarlínu, samþættingu verkefnisáætlana, yfirsýn og stýringu mannafla. Einnig upplýsingagjöf til stjórnenda og hagsmunaaðila. Verkefni Borgarlínu falla undir Samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga og eru samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Betri samgangna. Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021. Menntunar- og hæfniskröfur → Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg → Víðtæk og árangursrík reynsla af því að stýra umfangsmiklum verkefnum með ólíkum hagaðilum. → Farsæl reynsla af undirbúningi framkvæmda og áætlanagerð stórra verkefna → Framúrskarandi leiðtogi með góða samskiptahæfileika og reynslu í að stýra teymum. → Sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðuð nálgun og færni til að sjá heildarmyndina. → Þekking á opinberri stjórnsýslu. → Reynsla í að koma fram og kynna flókin verkefni → Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins í síma 522 1000. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á Heilsugæsluna á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri auglýsir laust starf yfirhjúkrunarfræðings svæðis á Heilsugæslunni á Akureyri. Yfirhjúkrunarfræðingur ber faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar. Leitað er að áhugasömum einstaklingi til að taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu heilsugæsluþjónustu til framtíðar í samræmi við stefnu HSN. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. október 2021 eða eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini og íslenskt hjúkrunarleyfi. Umsókn fylgi jafnframt starfsferilskrá og upplýsingar um nám og fyrri störf. Umsækjendur eru auk þess beðnir um að skila kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfi og sýn á starfið. Nánari upplýsingar veita Guðný Friðriksdóttir - gudnyf@hsn.is - 860 7750 og Kristjana E Guðlaugsdóttir - kristjanag@hsn.is Umsóknarfrestur er til og með 27.09.2021 Tekið er á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu stofnunarinnar www.hsn.is og einnig á starfatorg.is. Helstu verkefni og ábyrgð • Fagleg og stjórnunarleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðinni og stoðstarfsemi hennar, samkvæmt skipuriti • Þátttaka í klínísku starfi • Staðarumsjón • Tekur þátt í gerð áætlana varðandi rekstur og tryggir að rekstur og starfsmannamál séu í samræmi við fjárhagsáætlun • Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi, þróun þjónustu og stjórnun verkefna á starfsstöðinni og þvert á stofnun • Hefur umsjón með starfsemi heilsugæslustöðvarinnar sam- kvæmt skipuriti ásamt yfirlæknum • Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu Hæfniskröfur • Íslenskt hjúkrunarleyfi og a.m.k. 5 ára starfsreynsla við hjúkrun • Reynsla af heilsugæsluhjúkrun er æskileg • Viðbótarmenntun á sviði heilbrigðisvísinda, viðskiptafræði eða stjórnunar kostur • Farsæl stjórnunarreynsla og góð samskiptafærni • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Góð tölvukunnátta Embætti ríkislögmanns Lögmaður Staða lögmanns við embætti ríkislögmanns er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf. Viðkomandi mun aðallega sinna málflutningsstörfum fyrir hönd íslenska ríkisins auk annarra verkefna samkvæmt lögum nr. 51/1985 um ríkislögmann. Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og gott vald á íslensku og ensku. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af málflutningi eða störfum í stjórnsýslu. Góð kunnátta á sviði stjórnlaga, stjórnsýsluréttar, skaðabótaréttar, kröfuréttar og mann- réttinda er kostur. Launakjör eru miðuð við kjarasamning Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og starfs- feril, þarf að skila eigi síðar en 15. október næstkomandi rafrænt á starfatorg.is eða póstfang embættisins: postur@rlm.is, merkt „Umsókn 2021 “. Miðað er við að ráðið verði í starfið frá og með 1. nóvem- ber 2021. Skrifstofa embættisins veitir allar nánari upp- lýsingar í síma 545 8490. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Prentmet er framsækin prentsmiðja með höfuðstöðvar að Lynghálsi 1 í Reykjavík og útibú á Akureyri og Selfossi Prentmet Oddi óskar eftir tveimur starfsmönnum í 100% starf. Vélamanni í umbúðadeild Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á að stjórna vélum í framleiðslufyrirtæki. Aðstoðarmanni í bókband og umbúðadeild Starfið er aðalega fólgið í að aðstoða við bókbandsvélar og umbúðavélar. Við leitum eftir handlögnum, reyklausum og heilsuhraustum einstaklingum. Kostur er að þeir hafi unnið í prentsmiðju eða framleiðslufyrirtæki. Vinnutíminn er frá 8:00-16:00 og til 15:30 á föstudögum. Möguleiki er á aukavinnu. Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri mannauðsmála í isi@prentmetoddi.is, s. 856 0601 og https://prentmetoddi.is/um-okkur/atvinnuumsokn/. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k. Prentmet Oddi er stærsta og framsæknasta prentsmiðja landsins sem býður upp á heildarlausnir og hágæða prentun þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni. Fyrirtækið er Svansvottað og framleiðir pappírsumbúðir, bækur og allt almennt prentverk. Lögð er rík áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustað. STARFSFÓLK ÓSKAST
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.