Fréttablaðið - 25.09.2021, Síða 62
Nánari upplýsingar um störfin veita Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu
(thorarinn.petursson@sedlabanki.is) og Erla Traustadóttir sérfræðingur á mannauðssviði (mannaudur@sedlabanki.is). Um-
sóknarfrestur er til og með 6. október.
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða hagfræðinga á sviði hagfræði og peningastefnu.
Hagfræði og peningastefna annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir þjóðhags- og
verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Sviðið hefur m.a. umsjón með útgáfu ársfjórðungs-
ritsins Peningamála og enskri útgáfu þess Monetary Bulletin.
Hagfræðingar
SEÐL ABANKI ÍSL ANDS
Helstu verkefni:
• Almennar rannsóknir, einkum á sviði peninga- og
þjóðhagfræði
• Þátttaka í gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa
bankans
• Vinna í tengslum við greiningu og skrif í Peninga-
mál
• Tilfallandi verkefni og ráðgjöf á ábyrgðasviðum
Seðlabankans
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Meistarapróf í hagfræði
• Reynsla af rannsóknum á sviði peninga- og þjóðhag-
fræði æskileg
• Reynsla af notkun tölfræðiforrita í hagrannsóknum
æskileg
• Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og
ensku
• Góð hæfni í að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt
• Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til
að vinna sjálfstætt og með öðrum
• Frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og
metnaður í starfi
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans
er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal
bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjald-
eyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur
bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af trausti, fagmennsku,
þekkingu og framsækni.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um störfin á heimasíðu Seðlabanka
Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Laun greiðast
samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr.
37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
2019 - 2022
AUGLÝSIR EFTIR STARFSMANNI Í
SAMNINGADEILD.
UM ER AÐ RÆÐA FULLT STARF Á
SKRIFSTOFU STOFUNNAR.
STARFSSVIÐ:
Skjalagerð, samningagerð, lögskilauppgjör o.fl
REYNSLA ÆSKILEG
Löggilding fasteignasala nauðsynleg
Umsóknarfrestur er til og með 3. okt. 2021
Allar umsóknir eru trúnaðarmál.
Vinsamlegast sendið inn umsókn á:
sigurdur@fstorg.is
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is