Fréttablaðið - 25.09.2021, Page 80
Repose vörurnar
hafa verið notaðar
erlendis til fjölda ára
við góðar undirtektir
og eru nú loksins fáan-
legar á Íslandi.
Repose vörurnar eru hann-
aðar til að koma í veg fyrir
myndun þrýstingssára
en einnig til að stuðla að
gróanda hjá þeim einstakl-
ingum sem eru með slík sár.
Ákveðin svæði líkamans eru útsett-
ari fyrir þrýstingssárum en önnur.
Virkni Repose byggist á því að
dreifa þrýstingi jafnt á þann hluta
líkamans sem varan er notuð á.
Vöruúrvalið samanstendur
meðal annars af yfirdýnum, fóta-
hlífum og mismunandi tegundum
af sessum sem henta til notk-
unar bæði á sjúkrastofnunum
og í heimahúsum. Vörurnar eru
gerðar úr teygjanlegu plastefni og
kemur áferðin á því í veg fyrir tog
og núning.
„Repose býður upp á gæðavörur
sem eru einfaldar í notkun og á
góðu verði en jafnframt hefur
verið sýnt fram á virkni varanna
með fjölda klínískra rannsókna.
Vörunum er pakkað í pumpu sem
notuð er til að fylla þær af lofti og
eru þær því tilbúnar til notkunar
innan nokkurra sekúndna. Repose
vörurnar hafa verið notaðar
erlendis til fjölda ára við góðar
undirtektir og eru nú loksins
fáanlegar á Íslandi,“ segir Sigríður
Hulda Árnadóttir, viðskiptastjóri
hjá Icepharma.
Repose er 100% niðurgreitt af
Sjúkratryggingum Íslands fyrir þá
einstaklinga sem eiga rétt á.
Hægt er að skoða Repose
vörurnar á vörutorgi Icepharma,
vorutorg.icepharma.is. ■
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að
hafa samband við Sigríði í gegnum
netfangið sigridurh@icepharma.is.
Vandaðar Repose vörur til
varnar þrýstingssárum
Sérhönnuð fóta-
hlíf. Vörurnar
eru einfaldar
í notkun og
eru gerðar út
teygjanlegu
plastefni.
Repose yfirdýna
en einnig er
hægt að fá sess-
ur í nokkrum
gerðum.
Hreyfing gerir eldra fólki mjög gott en kyrrsetan getur verið hættuleg.
elin@frettabladid.is
Samkvæmt rannsókn sem gerð var
við háskólann í Bern í Sviss er aldr-
ei of seint að byrja að hreyfa sig.
Hjartasjúklingar sem höfðu verið
óvirkir hvað varðar hreyfingu voru
beðnir að skipta yfir í virkara dag-
legt líf með reglulegri hreyfingu.
33 þúsund manns tóku þátt í rann-
sókninni sem voru að meðaltali
62,5 ára en þriðjungur var konur.
Allir höfðu glímt við kransæða-
sjúkdóma.
Virkni sjúklinganna var kortlögð
við upphaf rannsóknarinnar sem
tók um sjö ár. Þátttakendur svöruðu
spurningum um hreyfingu. Þeim
var síðan skipt í fjóra hópa eftir
því hversu virkir þeir voru. Virk
hreyfing telst vera 150 mínútur
að minnsta kosti á viku, blanda af
göngu og styrktaræfingum.
Samanburðurinn var sláandi því
í ljós koma að virku sjúklingarnir
voru 50% og jafnvel meira í minni
hættu á að deyja úr hjarta- og æða-
sjúkdómum en þeir sem hreyfðu
sig ekki. Þeir sem urðu virkir á
tímabilinu lækkuðu áhættu sína
mjög mikið eða allt frá 45 niður í
27% eftir því hversu duglegir þeir
voru. Niðurstöðurnar benda til
þess að hreyfing sé mjög gagnleg
fyrir sjúklinga með kransæða-
sjúkdóma. Virkur lífsstíll getur því
bætt heilsuna mjög mikið.
Niðurstaða þessarar rannsóknar
fellur vel að þeirra þekkingu sem
þegar var til staðar um líkamlega
virkni og hjartasjúkdóma. Greint
er frá rannsókninni á vefsíðunni
forskning.no.
Lengi hefur verið vitað að kyrr-
seta getur verið hættuleg heilsu
fólks og þessi rannsókn styður við
þá kenningu. Lítil hreyfing er einn-
ig betri en engin.■
Hreyfing bætir heilsu hjartasjúklinga
Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
VIÐ LÉTTUM ÞÉR LÍFIÐ
Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-,
hjúkrunar- og hjálpartækjum.
RAFSKUTLUR
BAÐ- &
SALERNISHJÁLPARTÆKI
ÆFINGATÆKI TIL
HEIMANOTKUNAR
NÆRINGARVÖRUR
HJÚKRUNARRÚM & DÝNUR
SNÚNINGSLÖK
GÖNGUGRINDUR
HJÓLASTÓLAR
Pantaðu tíma hjá
söluráðgjöfum okkar
í síma 580 3900
sem aðstoða þig við að
velja vörur sem henta
þínum þörfum.
Augnhvílan getur
minnkað þreytu í
augum, hvarmabólgu
og haft jákvæð áhrif á
augnþurrk, vogris, rósroða
í hvörmum/augnlokum og
vanstarfsemi í fitukirtlum.
Dekraðu
augun
Fæst í helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum
ÞAU SEM
VILJA VINNA
MEGA VINNA
Afnemum allar
kröfur um að fólk
fari á eirlaun
við ákveðinn aldur
8 kynningarblað 25. september 2021 LAUGARDAGUREFRI ÁRIN