Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 7
Enginn veit í raun hvert flug- geirinn stefnir á komandi miss- erum. Þar mun bólusetning ráða miklu en einnig mikilvægar ákvarðanir á vettvangi þeirra flugfélaga sem enn tóra. Moggans að leigusamningur á þremur A321neo- flugvélum séu þannig úr garði gerðir að félagið muni fyrstu misserin í rekstri aðeins greiða leigu fyrir nýtta flugtíma. Verði lítið um flug verður leigan lág, verði mikið að gera hækkar leigan í hlutfalli við það. Það er því innbyggð áhættustýr- ing í leigusamningunum en það er lúxus sem Ice- landair býr ekki við. Félagið á margar vélar sem flestar eru veðsettar fyrir lánum sem greiða þarf af. Aðrar hafa verið seldar og endurleigðar og byggja á hefðbundnum leigusamningum. Vélarnar sem um ræðir eru einnig nýjar af nál- inni og afar hagkvæmar í rekstri. Það mun ekki síst hjálpa félaginu þegar eldsneytisverðið hækk- ar og bensínhákar á við 757-200 vélarnar sem verið hafa hryggjarstykkið í flota Icelandair verða óhagkvæmari í rekstri en oftast áður. Þeirri stöðu mun Icelandair svara með því að beita MAX-vélunum nýju í samkeppninni. Þær eru sömu kynslóðar og NEO-vélarnar frá Airbus og eyða langtum minna eldsneyti en eldri CEO- gerðir frá sama framleiðanda. Eldfimir og tvíeggjaðir kjarasamningar En það er annað sem valda mun Icelandair miklum heilbrotum á komandi mánuðum. Það eru kjarasamningarnir sem Play hefur gert við Ís- lenska flugstéttafélagið. ViðskiptaMogginn hefur heimildir fyrir því að samningar þeir sem Play hefur gert við ÍF séu afar hagstæðir, bæði þegar litið er til flugmanna og -stjóra og flugfreyja og -þjóna. Einingakostnaður gagnvart síðarnefnda hópnum ku vera langtum lægri og hagfelldari en sá sem Icelandair vélaði í gegn með herkjum og miklum fórnum í fyrrahaust. Hins vegar hvílir mikil leynd yfir innihaldi þessara samninga. Með þá er farið eins og hvert annað hernaðarleynd- armál. Það er ekki aðeins vegna samkeppnissjón- armiða heldur einnig vegna þess að forsvarsmenn ÍF og Play vita að hagfelldir samningar fyrir Play þýða lægri laun í samanburði við hálaunafólk á vettvangi Icelandair. Það mun aftur kalla á reiði og fordæmingu Eflingar, VR og ASÍ. Jafnvel þótt forsvarsmenn Play gefi sennilega lítið fyrir af- stöðu þess fólks í prinsippinu þá vita þeir að hat- ursherferð úr þeim herbúðum getur auðveldlega skaðað orðspor og dregið úr stemningunni í kringum félag sem vill staðsetja sig á mark- aðnum sem litla félagið sem vilji bæta kjör fólks með hagstæðum flugfargjöldum. Flugríkið Ísland er ekki eyland Líkt og áður sagði býr Icelandair að því að hafa náð farsælli lendingu í endurfjármögnun sinni í september á síðasta ári. Flest önnur félög á markaði hafa neyðst til þess að stafla upp lánum sem munu reynast þeim kybbi við kverk á kom- andi árum. En þessi félög munu ekki gefa sinn hlut og þau munu sýna klærnar, bæði við þekkta keppinauta og einnig nýjabrumið á markaðnum. Ljóst er að Play stefnir á flug til Bandaríkj- anna þó ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu hvenær af því verður. Almennt gera flug- málayfirvöld í Bandaríkjunum kröfu á að ákveðin reynsla sé komin á starfsemi evrópskra félaga áð- ur en þau mega hefja innreið sína á bandaríska markaðinn. Það kann þó að breytast eitthvað í gjörbreyttum heimi þar sem flugvellina vest- anhafs skortir súrefni og vilji er til þess að liðka sem mest fyrir auknum samgöngum. Play er hins vegar ekki stóri samkeppnisaðili Icelandair á leiðinni sem tengir Evrópu og Bandaríkin, ekkert frekar en WOW air sem aldr- ei var verðmyndandi á þeim markaði. Stóru kepp- endurnir þar eru stærri félög austanhafs og vest- an. Reyndar virðist flest benda til þess að ný nálgun Norwegian komi í veg fyrir að það félag muni standa í ósjálfbærum undirboðum og vit- leysisgangi á markaðnum á komandi misserum, enda hafa einhverjir á þeim vettvangi lært sína lexíu. Hún var reyndar dýrkeypt og skilur félagið eftir laskað og skuldum vafið. En það eru gamlir töffarar af þeim sama vettvangi sem nú hyggjast beina Boeing 787-Dreamliner-vélum inn á þenn- an markað með beinu flugi milli áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Verður það gert und- ir merkjum Norse Atlantic Airways. Ef sama vit- leysan tekur völdin þar og ríkti á vettvangi Nor- wegian er hætt við að flugfélög á borð við Icelandair og Play þurfi að þrýsta verði sínu nið- ur fyrir það sem skynsamlegt getur talist. Þá mun þurfa sterk bein innan þeirra vébanda til þess að halda fremur að sér höndum en að elta vitleysuna út í sortann. Það á við í fluggeiranum, öðrum fremur, að oft er betur heima setið en af stað farið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þegar mest lét fluttu Icelandair og WOW air u.þ.b. 7,6 milljónir farþega í vélum sínum á einu ári. Verður það að teljast afrek af tveimur ástæðum. Ævintýralegum vexti WOW air og þeirri staðreynd að farþegafjöldinn var tuttugufaldur íbúafjöldi Íslands. Það er hins vegar fátt sem virðist koma í veg fyrir að íslensk flugfélög, eitt eða fleiri, geti byggt upp mjög mikil umsvif þegar áhrifa kórónuveirunnar hættir að gæta. Því ræður mikil þekking sem skapast hefur hér á landi, bæði á grundvelli farsæls reksturs en einnig biturrar reynslu. En það sem þó ræður mestu er að Ísland liggur í alfaraleið þótt snöggt yfirlit yfir landakort kunni að benda í aðra átt. Flugleiðin milli Evrópu og Bandaríkjanna liggur yfir landið og þeir sem kjósa að velja hagkvæman ferðamáta, sem safnflugvellir standa gjarnan fyrir, eru líklegir til þess að velja Ísland til millilendingar. Auk þess bendir margt til þess að Ísland eigi bjarta framtíð fyrir höndum sem ferðamannaland. Landið hefur aldrei verið eins þekkt meðal alþýðu manna í fjarlægum löndum og þá hafa verið byggðir upp geysilega verðmætir innviðir á síðustu árum sem gera landinu betur kleift að taka við miklum ferðamannastraumi. Nefna mætti mörg dæmi um fjárfestingu af þessu tagi en nægir að nefna flugvöllinn sjálfan á Hólmsheiði sem er borgarhliðið sjálft og svo Bláa lónið og hótelin tvö sem þar eru rekin og svo hið magnaða Edition-hótel sem senn opnar dyr sínar fyrir gestum en fjárfesting í því nemur yfir 20 milljörðum króna. Það eru ekki að- eins Icelandair og Play sem sjá færi í því að ferja farþega til og frá landinu eða „í gegn- um“ það. Stór og öflug félög á borð við Wizz Air, SAS, Delta, British airways, United munu beina vélum hingað á komandi mánuðum. Áður en kórónuveiran setti allt úr skorð- um var jafnvel talið að félög á borð við Emirates myndu ferja fólk til landsins frá fjar- lægum löndum. Öflugri flugvélar gera þessum félögum og öðrum kleift að opna flugleiðir milli landa sem áður fyrr þótti fjarstæðukennt. WOW air flaug um nokkurra missera skeið til Tel Aviv í Ísrael og í nokkrar vikur til Indlands. Slíkir markaðir eru enn innan seilingar ef eftirspurnin kviknar á ný. Pínulitlir fiskar í risastórri tjörn MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 7FRÉTTASKÝRING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.