Morgunblaðið - 22.04.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Faxafeni 14, 108 Reykjavík - Sími 551 6646 Þeir flokkar, sem hafa ekki upp áneitt annað að bjóða í næstu kosningum en að selja þjóð sína undir Evrópusambandið, undir- strika um leið með kirfilegum hætti að erindi þeirra við kjósendur er að þessu sinni eiginlega minna en ekkert. - - - SysturflokkarnirSamfylking og Viðreisn eiga þetta sameiginlegt og þeir kjósendur sem gjóa augum á þá halda að þeir séu farnir að sjá tvöfalt. - - - Heimssýn bendir á í dálki sínumað „Ragnar Önundarson hafi lag á að segja hlutina umbúðalaust en af háttvísi. Hann ritar um ásælni Evrópusambandsins í auðlindir Ís- lands og segir m.a.: - - - Nú stendur ESB sem kóngur íBrussel með náðarfaðm sinn opinn og býður okkur að stjórna mikilvægum málaflokki, orku- málum, fyrir okkur. - - - Fólk sem er orðið úrkula vonarum að við getum ráðið okkur sjálf beitir sér af hörku fyrir að við verðum skattland kóngs á ný. - - - Honum verði nú falið forræði yf-ir náttúruauðlindum okkar, dropinn holi svo steininn, skref fyrir skref, þar til viðnámið brestur og við látum fallast í útbreiddan faðm- in.“ - - - Andvaraleysi í varðstöðunni umfullveldi þjóðarinnar getur valdið tapi sem tekur margar kyn- slóðir að bæta. - - - Það sýnir reynslan. Ragnar Önundarson Veifa ónýtu efni STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vinna við uppsteypu er í fullum gangi í grunni meðferðarkjarna Nýja Landspítalans við Hringbraut og miðar verkinu vel áfram. Nýrri tækni er beitt við verkið. Aðalverktaki uppsteypunnar er Eykt hf. Stærsta steypan hingað til var um 350 rúmmetrar en búast má við að þær verði mun stærri þegar kemur ofar í húsið. Í nýútkomnum framkvæmdafrétt- um verkefnisins er rætt við Kai Westphal, framkvæmdastjóra Steypu, framleiðslu og dreifingar hjá Steypustöðinni. Hann segir að nú þegar hafi um 1.680 rúmmetrar farið í undirstöður hússins. „Það sem er merkilegt við fram- kvæmdina er að við notum snjall- nema frá Giatec sem mælir hita og styrk steypunnar í rauntíma í mann- virkjum. Um 50 þráðlausir nemar eru í miðri steypunni sem fylgjast náið með hitaþróun í undirstöðum til að stýra kælingu og koma í veg fyrir sprungumyndun og meta hvenær rétti tíminn er til að slá mótin frá,“ segir Kai. Hann segir að þetta sé í eitt fyrsta skipti í stórframkvæmd á Íslandi sem notast er við slíka tækni þar sem stuðst er við rauntímaupplýsingar með aðstoð gervigreindar. sisi@mbl.is Gervigreind fylgist með steypunni - Uppsteypa er í fullum gangi í grunni meðferðarkjarna Nýja Landspítalans Ljósmynd/NLSH Steypt Steypubílar í grunninum. Náið er fylgst með hitaþróun. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Ríkisútvarpið tapaði 209 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020 og er það í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem stofnunin er rekin með tapi. Heildareignir í árslok námu 8,34 milljörðum króna, eigið fé 1,9 millj- jörðum króna og eiginfjárhlutfall var 23,1%. Auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins lækkuðu milli ára um tæplega 200 milljónir og segir í fréttatilkynn- ingu að raunlækkun sé því tölu- verð. Kórónuveiran hafi gert rekst- urinn erfiðari. Þá segir að möguleikar Ríkisútvarpsins til að afla auglýsingatekna hafi verið tak- markaðir á undanförnum árum og að auglýsingamarkaðurinn sé al- mennt að breytast. Aukið framboð á innlendu efni „Ríkisútvarpið á ríkt erindi við þjóðina og sinnir á hverjum degi mikilvægu hlutverki í þágu lands- manna allra. Þetta var undirstrikað með skýrum hætti á því fordæma- lausa ári 2020,“ sagði Stefán Ei- ríksson útvarpsstjóri á aðalfundi Ríkisútvarpsins sem fram fór í gær. Kannanir Gallup sýna að 70% landsmanna noti miðla Ríkis- útvarpsins daglega og 92% lands- manna segjast gera það vikulega. Þá eru 72% landsmanna ánægð með Ríkisútvarpið. Einnig segir að stefnu- og áherslubreytingar á síðustu fimm árum hafi haft í för með sér að framboð á íslensku efni jókst um 66% og norrænu efni um 112% en að samdráttur hafi orðið í framboði á bandarísku efni um 42%. Tap Ríkisútvarpsins nam 209 milljónum - Heildareignir námu 8,34 millj- örðum í árslok Morgunblaðið/Eggert RÚV Tap í fyrra nam 209 milljónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.