Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 12

Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar. 22. apríl 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.07 Sterlingspund 176.04 Kanadadalur 100.67 Dönsk króna 20.426 Norsk króna 15.196 Sænsk króna 14.999 Svissn. franki 137.74 Japanskt jen 1.1629 SDR 180.89 Evra 151.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.3178 Hrávöruverð Gull 1765.5 ($/únsa) Ál 2324.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.86 ($/fatið) Brent « Úrvalsvísitala aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 1,59% í gær. Langmest hækkun varð á bréfum flugfélags- ins Icelandair eða 12,5% í 450 millj- óna króna við- skiptum. Hækk- unin kemur í kjölfar tíðinda af því að ríkisstjórnin stefnir að því að aflétta öllum tak- mörkunum vegna kórónuveirufarald- ursins innanlands fyrir 1. júlí nk. Gengi bréfa félagsins er nú 1,57 krónur hver hlutur. Næstmesta hækkun gærdagsins varð á bréfum fasteignafélagsins Reita eða 3,54% í 174 milljóna króna við- skiptum. Lokagengi félagsins í gær var 70,2. Annað fasteignafélag, Reginn, hækkaði talsvert sömuleiðis eða um 3,41% í 76 milljóna króna viðskiptum. Verð bréfa í félaginu er nú 25,8 krónur hver hlutur. Gengi fjögurra félaga stóð í stað í gær, eða VÍS, Skeljungs, Sjóvár og Ice- land Seafood, en eitt félag lækkaði í verði, sjávarútvegsfyrirtækið Brim, í 83 milljóna króna viðskiptum. Lokagengi Brims í gær var 54 krónur á hvern hlut. Gengi bréfa Icelandair hækkaði um 12,5% Hækkun Icelandair tók flugið. STUTT Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þórarinn Ævarsson, forstjóri og eig- andi pizzafyrirtækisins Spaðans, spá- ir því að Domino’s verði orðið gjald- þrota á næstu fimm árum. Hann er gestur í Dagmálum í dag, þætti sem aðgengilegur er öllum áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is. Spurður út í hvers vegna hann felli þennan þunga dóm yfir fyrir- tækinu segir Þórarinn að ekki þurfi að skyggnast lengi yfir markaðinn til að átta sig á hvert hann sé að þróast. Kostnaður við yfirbyggingu Domino’s sé gríðarlegur, ekki síst í tengslum við fjárfestingu í mörgum útsölustöðum. Nýlega lýsti Birgir Bieltvedt, nýr eigandi Domino’s á Ís- landi, því yfir að frekar yrði gefið í en hitt og hann sæi fyrir sér að fjölga mætti stöðum fyrirtækisins um þrjá á komandi misserum. Verði þær áætlanir að veruleika mun fyrir- tækið halda úti 30 stöðum vítt og breitt um landið. Þrefaldist á skömmum tíma Í dag er Spaðinn með tvo út- sölustaði, við Dalveg í Kópavogi og í Hafnarfirði. Þórarinn segir að á næstu 2-3 árum sé stefnan sett á að fjölga stöðunum um fjóra til fimm. Fjárfestingin miði að því að hver staður geti annað miklum fjölda viðskiptavina og að þeir séu hver og einn á mjög góðum stöðum í borg- arlandinu. Hins vegar muni verð- lagningin skipta máli. „Ég er með innviðina í lagi. Það hefur enginn náð að leggja Dom- ino’s. Við Birgir vorum litli karlinn þegar við byrjuðum, við náðum að leggja þá einn af öðrum og lögðum þá alla. Það var vegna þess að Domino’s byrjaði með innviðina í lagi. Með vinnslu til að framleiða allt þetta deig og skera niður græn- metið [...] ég get því verið að fram- leiða vörur fyrir mikið lægri pen- inga en flestir ef ekki allir samkeppnisaðilar Domino’s. Þeir eru að gera það og ég er að gera það. Þeir geta hins vegar ekki mætt mér á þeim verðum sem ég er að bjóða með þá yfirbyggingu sem þeir eru með.“ Segir hann að Domino’s hafi farið á taugum þegar fréttist af stofnun Spaðans, fyrirtækið hafi farið ham- förum í afsláttum ýmiss konar. Hagnaður síðasta árs hafi verið hverfandi og að fyrirtækið hafið verið selt nýverið á 23-faldri EBITDA. „Það er engin afkoma af þessu félagi. Þar er mikil fjárfestingar- þörf [...] það verður erfitt að mæta mér í verðum.“ Þórarinn gerði tilraun til þess að kaupa Domino’s í ferlinu sem end- aði með því að Birgir Bieltvedt og hópur fjárfesta keyptu fyrirtækið. Spurður út í hvað hann hafi verið að hugsa með því að reyna að kaupa Domino’s segir Þórarinn að hugmyndin hafi verið að taka hug- myndafræði Spaðans inn í starf- semi Domino’s og auka með því arðsemina af starfseminni. Það hefði flýtt fyrir uppbyggingu fyrir- tækisins, en hafi ekki verið lífs- nauðsynlegur hluti af því ferli. Hyggst setja Domino’s á hausinn á næstu fimm árum Davíð og Golíat Þórarinn Ævarsson hjá Spaðanum sparar ekki stóru orðin og skorar risann á markaðnum á hólm. Spaðinn eins árs » Í maí í fyrra opnaði Spaðinn á Dalvegi í Kópavogi. » Síðar tók fyrirtækið við húsnæði í Hafnarfirði sem Domino’s var í áður. » Á næstu árum mun stöð- unum fjölga og verða allt að 7 talsins. » Keyrir ekki á neinum tilboðum. - Þórarinn Ævarsson segir litla yfirbyggingu og fáa stóra staði lykilinn að árangri Bandaríska ríkið og eftirlaunasjóður ríkisstarfsmanna þar í landi (e. Fede- ral Retirement Thrift Investment Board (FRTIB)) hafa höfðað mál á hendur stærsta banka Danmerkur, Danske Bank, og fyrrverandi for- stjóra bankans, en frá þessu var fyrst sagt í danska viðskiptablaðinu Bør- sen. Hlutir í fyrirtækinu lækkuðu um átta prósent eftir að fréttin birtist. Kæran tengist þátttöku bankans í meiri háttar peningaþvættismáli. Upphaflega var farið fram á bætur að upphæð á 10 milljónir danskra króna, eða ríflega 200 milljónir ís- lenskra króna. Talið er að sú upphæð geti orðið mun hærri, eða nokkur hundruð milljónir danskra króna. Á árunum milli 2007 og 2015 fóru samkvæmt fréttinni 235 milljarðar dala, eða ríflega 29,5 þúsund milljarð- ar íslenskra króna, í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi, en Danske Bank hefur sagt að margar af þeim færslum séu grunsamlegar. FRTIB, sem er með 600 milljarða dala í stýringu, tapaði fé eftir að hafa keypt hluti í Danske Bank, að því er segir í frétt Reuters af málinu. Thomas Donatzky, lögmaður kröfuhafa, staðfesti lögsóknina í sam- tali við fréttastofu Reuters, en vildi ekki tjá sig um málið frekar. Tals- menn bandaríska dómsmálaráðu- neytisins og FRTIB hafa heldur ekki tjáð sig. Peter Schradieck, lögmaður Thomas Borgen, fyrrverandi for- stjóra Danske Bank, neitaði að tjá sig við Reuters þegar eftir því var leitað. Borgen hætti hjá bankanum árið 2018 þegar málið komst í hámæli. Þvætti Færslur í útibúi bankans í Eistlandi þykja grunsamlegar. Bandaríkin kæra Danske Bank - Snýst um peningaþvætti í eistnesku útibúi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.